Hvessir þegar líður á daginn Lovísa Arnardóttir skrifar 30. desember 2025 07:14 Veðrið verður svipað í dag og það hefur verið síðustu daga. Vísir/Vilhelm Hæðarsvæði liggur skammt suður af landinu í dag. Það má búast við vestlægum vindi og að það hvessi um landið norðanvert þegar líður á daginn. Súld eða dálítil rigning af og til á vestanverðu landinu, en bjartviðri eystra. Vindstyrkur gæti náð að 20 metrum á sekúndu í kvöld, en mun hægari vindur verður um landið sunnanvert. Hiti verður yfirleitt á bilinu núll til sex stig. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar kemur svo fram að í nótt, aðfaranótt gamlársdags, er útlit fyrir nokkuð snarpar vindhviður við fjöll á norðanverðu landinu, en dregur úr vindi þar snemma um morguninn. Á gamlársdag á svo að snúast í norðan- og norðvestanátt og kólna í veðri með éljum á Norður- og Austurlandi, en létta til sunnan- og vestanlands. Hægari vindur verður svo á gamlárskvöld og líkur á stöku éljum austast. Víða um land er hálka og hálkublettir. Gott er að fylgjast með færð á vef Vegagerðar og veðri á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu Vestan 8-15 m/s fyrir norðan, en hæg breytileg átt sunnan heiða. Bætir smám saman í vind í dag, vestan 13-20 í kvöld, en mun hægari sunnantil. Dálítil væta með köflum vestanlands, hiti 0 til 6 stig. Léttskýjað eystra og hiti í kringum frostmark þar. Norðvestlægari á morgun, hvassast austanlands og dregur smám saman úr vindi. Él austast, en annars víða léttskýjað. Norðvestan 8-13 og stöku él allra austast seint annað kvöld, annars víða hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag (gamlársdagur): Norðvestan 13-20 m/s, hvassast við suðausturströndina, en hæg norðlæg átt vestantil. Dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi, en léttir til í öðrum landshlutum. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Kólnandi veður. Á fimmtudag (nýársdagur): Vaxandi norðanátt, 8-13 síðdegis og dálítil él, en bjart að mestu sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Á föstudag, laugardag og sunnudag: Norðlæg átt og dálítil él, einkum austast, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Kalt í veðri. Á mánudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt með dálítil eljum á víða og dreif. Frost um allt land. Veður Færð á vegum Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar kemur svo fram að í nótt, aðfaranótt gamlársdags, er útlit fyrir nokkuð snarpar vindhviður við fjöll á norðanverðu landinu, en dregur úr vindi þar snemma um morguninn. Á gamlársdag á svo að snúast í norðan- og norðvestanátt og kólna í veðri með éljum á Norður- og Austurlandi, en létta til sunnan- og vestanlands. Hægari vindur verður svo á gamlárskvöld og líkur á stöku éljum austast. Víða um land er hálka og hálkublettir. Gott er að fylgjast með færð á vef Vegagerðar og veðri á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu Vestan 8-15 m/s fyrir norðan, en hæg breytileg átt sunnan heiða. Bætir smám saman í vind í dag, vestan 13-20 í kvöld, en mun hægari sunnantil. Dálítil væta með köflum vestanlands, hiti 0 til 6 stig. Léttskýjað eystra og hiti í kringum frostmark þar. Norðvestlægari á morgun, hvassast austanlands og dregur smám saman úr vindi. Él austast, en annars víða léttskýjað. Norðvestan 8-13 og stöku él allra austast seint annað kvöld, annars víða hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag (gamlársdagur): Norðvestan 13-20 m/s, hvassast við suðausturströndina, en hæg norðlæg átt vestantil. Dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi, en léttir til í öðrum landshlutum. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Kólnandi veður. Á fimmtudag (nýársdagur): Vaxandi norðanátt, 8-13 síðdegis og dálítil él, en bjart að mestu sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Á föstudag, laugardag og sunnudag: Norðlæg átt og dálítil él, einkum austast, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Kalt í veðri. Á mánudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt með dálítil eljum á víða og dreif. Frost um allt land.
Veður Færð á vegum Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Sjá meira