„Ég hélt ég myndi deyja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2025 23:33 Ian Rush er markahæsti leikmaður Liverpool frá upphafi og er sendiherra félagsins í dag. Getty/Michael Regan Liverpool-goðsögnin Ian Rush, markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins, segist hafa haldið að hann væri að deyja eftir að hafa hrunið niður heima hjá sér fyrr í þessum mánuði. Hinn 64 ára gamli Rush var fluttur á Countess of Chester-sjúkrahúsið þann 11. desember síðastliðinn og var í 48 klukkustundir á gjörgæslu eftir að hafa smitast af „ofurflensu“. „Ég óttaðist það versta“ „Ég óttaðist það versta og hélt að þetta væri búið. Ég gat ekki andað. Ég hélt ég myndi deyja,“ sagði Ian Rush við BBC Sport. „Þetta var mjög erfitt og ég er heppinn að hjúkrunarfólkið hjálpaði mér því það voru nokkur skipti þar sem ég hélt að ég yrði ekki hér mikið lengur. En ég er að styrkjast og mér líður miklu betur núna,“ sagði Rush. Wales and Liverpool legend Ian Rush says he thought he was close to dying after collapsing at home earlier this month 😲#BBCFootball pic.twitter.com/ysgxLK7dEi— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) December 29, 2025 Það var snemma morguns þegar Carol, sambýliskona Rush, hringdi á sjúkrabíl þar sem öndunarerfiðleikar hans versnuðu. Ástandið batnaði eftir komu sjúkraflutningamannanna og Rush ákvað því að vera heima en innan tíu mínútna frá því að þeir fóru hrundi Rush niður og aftur var hringt á sjúkrabíl. „Þetta var skelfileg upplifun. Ég hélt að þetta væri endirinn því ég gat ekki andað og fékk kvíðakast. Carol var frábær. Hún hjálpaði mér með öndunina sem gaf mér meiri tíma á meðan við biðum eftir sjúkrabílnum,“ sagði Rush. Rush var útskrifaður eftir fimm daga en á meðan hann var á sjúkrahúsinu viðurkenndi hann að hann hefði byrjað að undirbúa hluti ef hann skyldi deyja. Síðan þá hefur hann byrjað að gera öndunaræfingar þrisvar á dag. Gaf mér stórt spark í rassinn „Þetta gaf mér stórt spark í rassinn. Árið 2026 verða nokkrar breytingar því það eru nokkur atriði sem ég þarf að ganga úr skugga um að ef eitthvað kemur fyrir mig þá sé allt tilbúið fyrir alla aðra,“ sagði Rush. BBC talaði við Rush á World Sports Summit í Dúbaí. „Læknarnir sögðu mér að sólin myndi gera mér heimsins gott og ég má fljúga svo ég er hér. Liverpool-fótboltafélagið hefur verið mjög gott. Þeir hafa sagt mér að taka eins mikið frí og ég þarf. Þá veistu að þetta er stórt fjölskyldufélag,“ sagði Rish Á sunnudaginn eyddi hann kvöldi með mönnum eins og brasilísku goðsögninni Ronaldo og fyrrverandi framherjum Juventus og Ítalíu, Alessandro del Piero og Roberto Baggio. Gott að hitta Baggio aftur „Það eru litlu hlutirnir eins og að hitta Baggio, sem bjó í sama húsi og ég þegar ég var hjá Juventus, og það skiptir miklu máli,“ sagði Rush. „Og það gefur mér orku til að halda áfram. Sumar af þessum goðsögnum hafa unnið heimsmeistaratitla og ég veit að ég hef það ekki, en það sem ég get gert er að líta til baka og segja að ég hafi verið góður og að ég sé markahæsti leikmaður Liverpool. Það gerir mig stoltan.“ Ian Rush hefur skorað 346 mörk fyrir Liverpool og er hann langt á undan Roger Hunt (285) og Mohamed Salah (250) sem koma honum næstir í fjölda marka fyrir félagið. Ian Rush took to social media today to thank everyone who supported him during his recent health scare ❤️ Brilliant to see the Welsh legend on the mend 🏴 pic.twitter.com/9dDJwSDZIx— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) December 22, 2025 Enski boltinn Liverpool FC Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
Hinn 64 ára gamli Rush var fluttur á Countess of Chester-sjúkrahúsið þann 11. desember síðastliðinn og var í 48 klukkustundir á gjörgæslu eftir að hafa smitast af „ofurflensu“. „Ég óttaðist það versta“ „Ég óttaðist það versta og hélt að þetta væri búið. Ég gat ekki andað. Ég hélt ég myndi deyja,“ sagði Ian Rush við BBC Sport. „Þetta var mjög erfitt og ég er heppinn að hjúkrunarfólkið hjálpaði mér því það voru nokkur skipti þar sem ég hélt að ég yrði ekki hér mikið lengur. En ég er að styrkjast og mér líður miklu betur núna,“ sagði Rush. Wales and Liverpool legend Ian Rush says he thought he was close to dying after collapsing at home earlier this month 😲#BBCFootball pic.twitter.com/ysgxLK7dEi— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) December 29, 2025 Það var snemma morguns þegar Carol, sambýliskona Rush, hringdi á sjúkrabíl þar sem öndunarerfiðleikar hans versnuðu. Ástandið batnaði eftir komu sjúkraflutningamannanna og Rush ákvað því að vera heima en innan tíu mínútna frá því að þeir fóru hrundi Rush niður og aftur var hringt á sjúkrabíl. „Þetta var skelfileg upplifun. Ég hélt að þetta væri endirinn því ég gat ekki andað og fékk kvíðakast. Carol var frábær. Hún hjálpaði mér með öndunina sem gaf mér meiri tíma á meðan við biðum eftir sjúkrabílnum,“ sagði Rush. Rush var útskrifaður eftir fimm daga en á meðan hann var á sjúkrahúsinu viðurkenndi hann að hann hefði byrjað að undirbúa hluti ef hann skyldi deyja. Síðan þá hefur hann byrjað að gera öndunaræfingar þrisvar á dag. Gaf mér stórt spark í rassinn „Þetta gaf mér stórt spark í rassinn. Árið 2026 verða nokkrar breytingar því það eru nokkur atriði sem ég þarf að ganga úr skugga um að ef eitthvað kemur fyrir mig þá sé allt tilbúið fyrir alla aðra,“ sagði Rush. BBC talaði við Rush á World Sports Summit í Dúbaí. „Læknarnir sögðu mér að sólin myndi gera mér heimsins gott og ég má fljúga svo ég er hér. Liverpool-fótboltafélagið hefur verið mjög gott. Þeir hafa sagt mér að taka eins mikið frí og ég þarf. Þá veistu að þetta er stórt fjölskyldufélag,“ sagði Rish Á sunnudaginn eyddi hann kvöldi með mönnum eins og brasilísku goðsögninni Ronaldo og fyrrverandi framherjum Juventus og Ítalíu, Alessandro del Piero og Roberto Baggio. Gott að hitta Baggio aftur „Það eru litlu hlutirnir eins og að hitta Baggio, sem bjó í sama húsi og ég þegar ég var hjá Juventus, og það skiptir miklu máli,“ sagði Rush. „Og það gefur mér orku til að halda áfram. Sumar af þessum goðsögnum hafa unnið heimsmeistaratitla og ég veit að ég hef það ekki, en það sem ég get gert er að líta til baka og segja að ég hafi verið góður og að ég sé markahæsti leikmaður Liverpool. Það gerir mig stoltan.“ Ian Rush hefur skorað 346 mörk fyrir Liverpool og er hann langt á undan Roger Hunt (285) og Mohamed Salah (250) sem koma honum næstir í fjölda marka fyrir félagið. Ian Rush took to social media today to thank everyone who supported him during his recent health scare ❤️ Brilliant to see the Welsh legend on the mend 🏴 pic.twitter.com/9dDJwSDZIx— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) December 22, 2025
Enski boltinn Liverpool FC Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira