„Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2025 09:02 Mörgum finnst magnað hvernig Katrín getur fundið sér tíma til að skrúfa saman eins og einn krimma. Og gera það vel. Hún heldur að þar séu húsvísku genin að verki. vísir/vilhelm Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra með meiru, hefur verið að hasla sér völl sem rithöfundur. Katrin var að senda frá sér sérlega vel út færða glæpasögu sem ber forvitnilegan titil: Þegar hún hló. Þetta er önnur bók Katrínar þar sem hún spinnur atburði og í miðju þeirra er lögreglukonan Sigurdís. Sjálf á Sigurdís við að eiga erfiða fortíð sem fléttast inn í atburðarásina. Fyrsta bók Katrínar um Sigurdísi var Sykur. Tíminn líður hratt því liðin eru heil fimm ár frá því að hún kom út. Fimm ár frá síðustu bók Þar sem þetta er krimmi gengur ekki að rekja atburðarásina en Vísi tókst að ná í skottið á Katrínu nú á aðventunni, pína hana til að setjast niður og segja undan og ofan af bókinni en það er í mörg horn að líta. „Jú, þetta er mín önnur bók um Sigurdísi sem er ung lögreglukona. Hún er sjálf með þunga baksögu sem hún er að kljást við í bókunum. Í fyrri bókinni, Sykur, var hún ekki orðin þrítug sem gaf mér tækifæri til að fara í gegnum hennar sögu á meðan hún var enn dálítið hrá. En í nýju bókinni er hún orðin eldri og að koma heim úr námi í réttarsálfræði og því búin að vinna betur úr sinni reynslu.“ Katrín er þegar byrjuð á næstu bók, hún er komin til að vera sem glæpasagnahöfundur.vísir/vilhelm Sigurdís kemur sem sagt heim til að vinna að morðmáli en einnig vegna þess að rannsókn á andláti föður hennar sem var úrvalsóþokki er tekin upp að nýju. Þetta tvinnast því saman í gegnum bókina. Enginn verður svikinn af lestri „Þegar hún hló“. Þó að gæði séu seint metin í magni fær fólk talsvert fyrir peninginn; þetta eru tæplega þrjú hundruð blaðsíður og menn lesa hana ekki á hlaupum. Húsavík í miðju sjóðheits glæpamáls Án þess að farið sé um of í atburðarásina, því ekki viljum við ræna væntanlega lesendur ánægjunni, má þó segja að leikar berist til Húsavíkur og þá kemur spurningin sem er einkennileg því um er að ræða glæpasögu: Byggirðu þetta að einhverju leyti á þinni eigin reynslu? „Ég er hálfur Húsvíkingur en pabbi er fæddur þar og uppalinn og ég varði þar miklum tíma sem barn og geri enn. Á þar mikið af ættingjum. Það er gott að nota kunnuglegt sögusvið og mér fannst því liggja beint við að nota Húsavík og nærsveitir í þessari bók. Ég mun án efa nota Húsavík meira í næstu bókum enda stórkostlegt svæði, og einnig Kópavog, en þar er ég alin upp.“ Katrín segist lifa afar hefðbundnu úthverfalífi og krimmagerðin er leið til að kafa í myrkari eigindir.vísir/vilhelm Sko, á Íslandi, þar sem fólk reynir alltaf að finna raunverulega fólkið í sögunni, getur þetta ekki reynst hættulegt? Og þegar þú tengir sögusviðin við líf þitt gæti fólk farið að reikna fjórir plús fjórir og fengið út fimm. „Það er þá bara skemmtilegur samkvæmisleikur. Nei, ég lifi einhverju úthverfalífi sem er eins venjulegt og hugsast getur. Þá er hressandi að lesa eitthvað sem er algerlega á hinum endanum!“ Átti enga siðblinda skólasystur Þarna koma siðblindir einstaklingar við sögðu… Áttir þú til að mynda þér einhverja siðblinda skólasystur í æsku? „Nei, blessunarlega ekki. Mínir siðblindingjar eru samsuða úr alls kyns fólki sem ég hef hitt en líka hlustað á viðtöl við. Ég sæki mikið í að hlusta á viðtöl á Youtube og þar má finna aragrúa af alls kyns efni sem er gaman að stúdera. Fólk er svo marglaga og það sem drífur mig áfram í skrifunum er áhugi á fólki. Glæpasagnaformið gefur manni tækifæri til að skræla utan af fólki og fara inn á þeirra myrkustu svið.“ Fara inn á myrkustu svið… Er þetta að skrifa glæpasögur þá einhvers konar hreinsun eða kannski til þess fallið að espa upp myrkrið í manneskjunni? „Ég myndi frekar segja að þegar áhugi á fólki er svona mikill þá koma upp spurningar - af hverju gerir fólk illa hluti? Ég veiði flugur í glös og hleypi þeim út, sko. Ég hef aldrei lamið frá mér. Kannski er það þess vegna sem mér finnst þetta svona áhugavert. Svo finnast mér tengsl milli fólks spennandi því samskipti við ákveðna einstaklinga geta kallað fram hliðar á einstaklingum sem þeir kannast kannski ekki við. Triggerað þá í drasl.“ Mikill áhugi á íslenskum sögum erlendis Næst veltum við því fyrir okkur hvað skýri þennan mikla áhuga landsmanna á glæpasögum. Lengi hafa menn spáð því að nú fari að verða lát á en jafn lengi hafa menn haft á röngu að standa með spádóma sína. Hvað skýrir þennan mikla áhuga Íslendinga á glæpasögum? „Það er margt í því, til dæmis ráðgátan að finna út úr því hver hinn seki er. En mögulega líka áhuginn á fólki, flóknum samskiptum og ýktum aðstæðum. Mér finnst gaman að láta sjokkera mig.“ Katrín hefur rekið sig á það að breskir gagnrýnendur eru ólíkir þeim íslensku.vísir/vilhelm Og þú varst að selja bókina út, segðu mér aðeins af því? „Já, Sykur kom út í Bretlandi fyrir tveimur árum og í kjölfarið fór hún til Bandaríkjanna, Kanada og Tékklands. Auk þess kemur hún bráðlega út í Hollandi. Mér þótti því vænt um að þegar þessi fór í prentun fór hún jafnframt í þýðingu og kemur út í maí í Bretlandi. Þetta er stórkostlegt tækifæri sem kemur til af því að okkar frábæru höfundar hafa rutt brautina og það er mikill áhugi á íslenskum sögum.“ Hvernig hefur Sykur gengið á erlendum mörkuðum? „Hún hefur gengið nokkuð vel en markaðurinn er dálítið öðruvísi þarna úti og hún er í raun markaðsett oft yfir lengri tíma. Fyrst þegar hún kom út innbundin þá áritaði ég til dæmis fyrir 1500 manna bókaklúbb og 2000 eintök í bókabúðir. Síðan er hún markaðsett aftur þegar hún kemur út í kilju til annarra hópa og aftur fyrir kindilinn og hljóðbók.“ Breskir gagnrýnendur ólíkir þeim íslensku Katrín hugsar sig um. „Mér fannst líka gaman að fá gagnrýni í Bretlandi því þau tóku aðra hluti úr bókinni en gagnrýnendur hér.“ Já, ókei. Eins og hverja þá? „Jahhh, þeir voru minna að spá í plottinu og fjölluðu meira um persónurnar og hvernig „trauma“ og „triggerar“ geta litað samskipti. Mér fannst það dálítið skemmtilegt. Hér heima telja menn meira að segja að of mikil persónusköpun geti flækst fyrir plottinu.“ Hér heima geta höfundar fengið feitan mínus fyrir að verja of miklu plássi í persónusköpun, sem þá á að bitna á plottinu? „Við viljum öll að persónusköpun sé í lagi en það sem ég á meira við er að plottið sjálft fékk ekki mikla umfjöllun í erlendu krítikinni. Annars eru auðvitað miklu fleiri dómar sem við fáum erlendis en hér, eðli málsins samkvæmt, því það er miklu stærri markaður.“ Hvort ertu að skrifa fyrir íslenskan markað eða erlendan? „Íslenskan markað fyrst og fremst. Ef þú getur ekki sagt þínu fólki söguna þá virkar hún ekki erlendis.“ Góð heilahvíld að skrifa Nefnilega. Sko, mér kom verulega á óvart þegar þú sendir frá þér þína fyrstu bók. Þú hefur alltaf virst svo svakalega upptekin við önnur störf. Hvað er það sem ýtti þér út í að semja glæpasögu? „Ég hef alltaf lesið mjög mikið, er alger alæta á bækur, en sá aldrei fyrir mér að ég gæti skrifað heila bók. Þar til ég giftist rithöfundi og hann hvatti mig til að byrja að skrifa. Katrín er önnum kafin kona og hún segir að skáldsagnaskrif geti reynst góð heilahvíld.vísir/vilhelm Glæpasögur hafa alltaf heillað mig og svo eitt sinn var ég að spá í fólki sem hafði framið voðaverk og spáði í því hvað svona síkópati gæti gert í okkar umhverfi og hann hvatti mig til að stúdera það í gegnum skrif. Þannig byrjaði boltinn að rúlla. Síðan sendi ég handritið inn í Svartfuglinn og fékk þau verðlaun.“ Mjámm… „Við erum ekki bara eitthvað eitt – við erum öll svo margt. Mér finnst það ágætis heilahvíld að skrifa.“ Jú. En það hafa ekki allir rithöfund í maganum? Margir, en ekki allir… „Kannski eru þetta húsvísku genin – vaða bara í þetta og láta á hlutina reyna! Sumt heppnast og annað ekki. Ég hef kúvent oftar en einu sinni.“ Hvað varstu til að mynda lengi að skrifa þessa nýju bók? „Ég eyði miklum tíma í að þróa persónurnar áður en ég byrja að skrifa. Skrifin sjálf taka ekki langan tíma miðað við forvinnuna. Ég tók of langan tíma í þessa því ég er líka í fullri vinnu og með stóra fjölskyldu. Það liðu fimm ár á milli bóka en það snerist meira um lífið sjálft sem stundum þvælist fyrir ýmsum áformum. En nú er ég byrjuð á næstu.“ Íslenskir glæpasagnahöfundar eru ólíkir, enda er engin ein formúla til þegar glæpasögur eru annars vegar. Ekki frekar en í skáldskap almennt.vísir/vilhelm Þú ert sem sagt komin til að vera sem glæpasagnahöfundur? „Líf mitt hefur tekið svo margar beygjur að ég segist aldrei komin til að vera neins staðar. En, já, það eru fleiri bækur í farvatninu.“ Engin formúla til Hvernig líst þér á bókabransann eins og hann lítur út núna? Það virðast allir vera að senda frá sér bækur? „Mér finnst úrvalið frábært og með okkar örtungumál, íslenskuna, þá skiptir máli að mikið komi út af fjölbreyttu efni.“ Algjörlega. En ég er til að mynda að spá í þessum greinarmerkjum sem við höfum á skáldskap og glæpasögum. Hefurðu eitthvað velt því fyrir þér? „Já, mér finnast þau skil þó oft nokkuð óskýr. Skáldsaga er skáldsaga. Allar eru að stúdera lífið sjálft í öllu sínu litrófi. Mér finnst líka gaman hvað íslensku glæpasagnahöfundarnir eru ólíkir. Það er oft sagt að glæpasögur séu einhverjar formúlubókmenntir en í raun og sann þá er engin ein formúla í gangi. Ekki fremur en í öðrum skáldskap almennt.“ Katrín segir það blessunarlega svo að mikill samhugur ríki meðal rithöfunda.vísir/vilhelm Og nú er aðventan og höfundar keppast við að auglýsa bækur sínar. Er mikil samkeppni í röðum rithöfunda eða eru þetta einskær huggulegheit, piparkökur og glögg? „Mér finnst þessi heimur ósköp kósí. Það er vel tekið á móti nýjum höfundum sem ég er þakklát fyrir. Rithöfundar eru almennt örlátir og lyfta hver öðrum.“ Og þar með var Katrín rokin á næsta upplestur. Nú er mögnuð bókatíð. Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama Sjá meira
Þetta er önnur bók Katrínar þar sem hún spinnur atburði og í miðju þeirra er lögreglukonan Sigurdís. Sjálf á Sigurdís við að eiga erfiða fortíð sem fléttast inn í atburðarásina. Fyrsta bók Katrínar um Sigurdísi var Sykur. Tíminn líður hratt því liðin eru heil fimm ár frá því að hún kom út. Fimm ár frá síðustu bók Þar sem þetta er krimmi gengur ekki að rekja atburðarásina en Vísi tókst að ná í skottið á Katrínu nú á aðventunni, pína hana til að setjast niður og segja undan og ofan af bókinni en það er í mörg horn að líta. „Jú, þetta er mín önnur bók um Sigurdísi sem er ung lögreglukona. Hún er sjálf með þunga baksögu sem hún er að kljást við í bókunum. Í fyrri bókinni, Sykur, var hún ekki orðin þrítug sem gaf mér tækifæri til að fara í gegnum hennar sögu á meðan hún var enn dálítið hrá. En í nýju bókinni er hún orðin eldri og að koma heim úr námi í réttarsálfræði og því búin að vinna betur úr sinni reynslu.“ Katrín er þegar byrjuð á næstu bók, hún er komin til að vera sem glæpasagnahöfundur.vísir/vilhelm Sigurdís kemur sem sagt heim til að vinna að morðmáli en einnig vegna þess að rannsókn á andláti föður hennar sem var úrvalsóþokki er tekin upp að nýju. Þetta tvinnast því saman í gegnum bókina. Enginn verður svikinn af lestri „Þegar hún hló“. Þó að gæði séu seint metin í magni fær fólk talsvert fyrir peninginn; þetta eru tæplega þrjú hundruð blaðsíður og menn lesa hana ekki á hlaupum. Húsavík í miðju sjóðheits glæpamáls Án þess að farið sé um of í atburðarásina, því ekki viljum við ræna væntanlega lesendur ánægjunni, má þó segja að leikar berist til Húsavíkur og þá kemur spurningin sem er einkennileg því um er að ræða glæpasögu: Byggirðu þetta að einhverju leyti á þinni eigin reynslu? „Ég er hálfur Húsvíkingur en pabbi er fæddur þar og uppalinn og ég varði þar miklum tíma sem barn og geri enn. Á þar mikið af ættingjum. Það er gott að nota kunnuglegt sögusvið og mér fannst því liggja beint við að nota Húsavík og nærsveitir í þessari bók. Ég mun án efa nota Húsavík meira í næstu bókum enda stórkostlegt svæði, og einnig Kópavog, en þar er ég alin upp.“ Katrín segist lifa afar hefðbundnu úthverfalífi og krimmagerðin er leið til að kafa í myrkari eigindir.vísir/vilhelm Sko, á Íslandi, þar sem fólk reynir alltaf að finna raunverulega fólkið í sögunni, getur þetta ekki reynst hættulegt? Og þegar þú tengir sögusviðin við líf þitt gæti fólk farið að reikna fjórir plús fjórir og fengið út fimm. „Það er þá bara skemmtilegur samkvæmisleikur. Nei, ég lifi einhverju úthverfalífi sem er eins venjulegt og hugsast getur. Þá er hressandi að lesa eitthvað sem er algerlega á hinum endanum!“ Átti enga siðblinda skólasystur Þarna koma siðblindir einstaklingar við sögðu… Áttir þú til að mynda þér einhverja siðblinda skólasystur í æsku? „Nei, blessunarlega ekki. Mínir siðblindingjar eru samsuða úr alls kyns fólki sem ég hef hitt en líka hlustað á viðtöl við. Ég sæki mikið í að hlusta á viðtöl á Youtube og þar má finna aragrúa af alls kyns efni sem er gaman að stúdera. Fólk er svo marglaga og það sem drífur mig áfram í skrifunum er áhugi á fólki. Glæpasagnaformið gefur manni tækifæri til að skræla utan af fólki og fara inn á þeirra myrkustu svið.“ Fara inn á myrkustu svið… Er þetta að skrifa glæpasögur þá einhvers konar hreinsun eða kannski til þess fallið að espa upp myrkrið í manneskjunni? „Ég myndi frekar segja að þegar áhugi á fólki er svona mikill þá koma upp spurningar - af hverju gerir fólk illa hluti? Ég veiði flugur í glös og hleypi þeim út, sko. Ég hef aldrei lamið frá mér. Kannski er það þess vegna sem mér finnst þetta svona áhugavert. Svo finnast mér tengsl milli fólks spennandi því samskipti við ákveðna einstaklinga geta kallað fram hliðar á einstaklingum sem þeir kannast kannski ekki við. Triggerað þá í drasl.“ Mikill áhugi á íslenskum sögum erlendis Næst veltum við því fyrir okkur hvað skýri þennan mikla áhuga landsmanna á glæpasögum. Lengi hafa menn spáð því að nú fari að verða lát á en jafn lengi hafa menn haft á röngu að standa með spádóma sína. Hvað skýrir þennan mikla áhuga Íslendinga á glæpasögum? „Það er margt í því, til dæmis ráðgátan að finna út úr því hver hinn seki er. En mögulega líka áhuginn á fólki, flóknum samskiptum og ýktum aðstæðum. Mér finnst gaman að láta sjokkera mig.“ Katrín hefur rekið sig á það að breskir gagnrýnendur eru ólíkir þeim íslensku.vísir/vilhelm Og þú varst að selja bókina út, segðu mér aðeins af því? „Já, Sykur kom út í Bretlandi fyrir tveimur árum og í kjölfarið fór hún til Bandaríkjanna, Kanada og Tékklands. Auk þess kemur hún bráðlega út í Hollandi. Mér þótti því vænt um að þegar þessi fór í prentun fór hún jafnframt í þýðingu og kemur út í maí í Bretlandi. Þetta er stórkostlegt tækifæri sem kemur til af því að okkar frábæru höfundar hafa rutt brautina og það er mikill áhugi á íslenskum sögum.“ Hvernig hefur Sykur gengið á erlendum mörkuðum? „Hún hefur gengið nokkuð vel en markaðurinn er dálítið öðruvísi þarna úti og hún er í raun markaðsett oft yfir lengri tíma. Fyrst þegar hún kom út innbundin þá áritaði ég til dæmis fyrir 1500 manna bókaklúbb og 2000 eintök í bókabúðir. Síðan er hún markaðsett aftur þegar hún kemur út í kilju til annarra hópa og aftur fyrir kindilinn og hljóðbók.“ Breskir gagnrýnendur ólíkir þeim íslensku Katrín hugsar sig um. „Mér fannst líka gaman að fá gagnrýni í Bretlandi því þau tóku aðra hluti úr bókinni en gagnrýnendur hér.“ Já, ókei. Eins og hverja þá? „Jahhh, þeir voru minna að spá í plottinu og fjölluðu meira um persónurnar og hvernig „trauma“ og „triggerar“ geta litað samskipti. Mér fannst það dálítið skemmtilegt. Hér heima telja menn meira að segja að of mikil persónusköpun geti flækst fyrir plottinu.“ Hér heima geta höfundar fengið feitan mínus fyrir að verja of miklu plássi í persónusköpun, sem þá á að bitna á plottinu? „Við viljum öll að persónusköpun sé í lagi en það sem ég á meira við er að plottið sjálft fékk ekki mikla umfjöllun í erlendu krítikinni. Annars eru auðvitað miklu fleiri dómar sem við fáum erlendis en hér, eðli málsins samkvæmt, því það er miklu stærri markaður.“ Hvort ertu að skrifa fyrir íslenskan markað eða erlendan? „Íslenskan markað fyrst og fremst. Ef þú getur ekki sagt þínu fólki söguna þá virkar hún ekki erlendis.“ Góð heilahvíld að skrifa Nefnilega. Sko, mér kom verulega á óvart þegar þú sendir frá þér þína fyrstu bók. Þú hefur alltaf virst svo svakalega upptekin við önnur störf. Hvað er það sem ýtti þér út í að semja glæpasögu? „Ég hef alltaf lesið mjög mikið, er alger alæta á bækur, en sá aldrei fyrir mér að ég gæti skrifað heila bók. Þar til ég giftist rithöfundi og hann hvatti mig til að byrja að skrifa. Katrín er önnum kafin kona og hún segir að skáldsagnaskrif geti reynst góð heilahvíld.vísir/vilhelm Glæpasögur hafa alltaf heillað mig og svo eitt sinn var ég að spá í fólki sem hafði framið voðaverk og spáði í því hvað svona síkópati gæti gert í okkar umhverfi og hann hvatti mig til að stúdera það í gegnum skrif. Þannig byrjaði boltinn að rúlla. Síðan sendi ég handritið inn í Svartfuglinn og fékk þau verðlaun.“ Mjámm… „Við erum ekki bara eitthvað eitt – við erum öll svo margt. Mér finnst það ágætis heilahvíld að skrifa.“ Jú. En það hafa ekki allir rithöfund í maganum? Margir, en ekki allir… „Kannski eru þetta húsvísku genin – vaða bara í þetta og láta á hlutina reyna! Sumt heppnast og annað ekki. Ég hef kúvent oftar en einu sinni.“ Hvað varstu til að mynda lengi að skrifa þessa nýju bók? „Ég eyði miklum tíma í að þróa persónurnar áður en ég byrja að skrifa. Skrifin sjálf taka ekki langan tíma miðað við forvinnuna. Ég tók of langan tíma í þessa því ég er líka í fullri vinnu og með stóra fjölskyldu. Það liðu fimm ár á milli bóka en það snerist meira um lífið sjálft sem stundum þvælist fyrir ýmsum áformum. En nú er ég byrjuð á næstu.“ Íslenskir glæpasagnahöfundar eru ólíkir, enda er engin ein formúla til þegar glæpasögur eru annars vegar. Ekki frekar en í skáldskap almennt.vísir/vilhelm Þú ert sem sagt komin til að vera sem glæpasagnahöfundur? „Líf mitt hefur tekið svo margar beygjur að ég segist aldrei komin til að vera neins staðar. En, já, það eru fleiri bækur í farvatninu.“ Engin formúla til Hvernig líst þér á bókabransann eins og hann lítur út núna? Það virðast allir vera að senda frá sér bækur? „Mér finnst úrvalið frábært og með okkar örtungumál, íslenskuna, þá skiptir máli að mikið komi út af fjölbreyttu efni.“ Algjörlega. En ég er til að mynda að spá í þessum greinarmerkjum sem við höfum á skáldskap og glæpasögum. Hefurðu eitthvað velt því fyrir þér? „Já, mér finnast þau skil þó oft nokkuð óskýr. Skáldsaga er skáldsaga. Allar eru að stúdera lífið sjálft í öllu sínu litrófi. Mér finnst líka gaman hvað íslensku glæpasagnahöfundarnir eru ólíkir. Það er oft sagt að glæpasögur séu einhverjar formúlubókmenntir en í raun og sann þá er engin ein formúla í gangi. Ekki fremur en í öðrum skáldskap almennt.“ Katrín segir það blessunarlega svo að mikill samhugur ríki meðal rithöfunda.vísir/vilhelm Og nú er aðventan og höfundar keppast við að auglýsa bækur sínar. Er mikil samkeppni í röðum rithöfunda eða eru þetta einskær huggulegheit, piparkökur og glögg? „Mér finnst þessi heimur ósköp kósí. Það er vel tekið á móti nýjum höfundum sem ég er þakklát fyrir. Rithöfundar eru almennt örlátir og lyfta hver öðrum.“ Og þar með var Katrín rokin á næsta upplestur. Nú er mögnuð bókatíð.
Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama Sjá meira