Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2025 11:03 Það þekkja flestir stjörnuna á hjálmi Dallas Cowboys en þetta NFL-félag er búið að vera verðmætasta íþróttafélag heims í næstum því heilan áratug Getty/ Stacy Revere Dallas Cowboys hefur haldið stöðu sinni sem verðmætasta íþróttalið heims og trónir á toppi árlegs lista Forbes sem birtur var í gær og NFL-liðin eru afar áberandi á listanum. Cowboys hefur verið efsta félagið á listanum frá árinu 2016 þegar liðið tók fram úr spænska knattspyrnufélaginu Real Madrid og var metið á þrettán milljarða dala (1641 milljarð króna) sem er 29% aukning frá síðasta ári. The Dallas Cowboys have topped Forbes' annual list every year since 2016, while four football clubs and two Formula 1 teams make the top 50. pic.twitter.com/fw82RVZMRY— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2025 Golden State Warriors úr NBA-deildinni í körfubolta var í öðru sæti, metið á ellefu milljarða dala (1389 milljarða króna), og á eftir fylgdu NFL-liðin Los Angeles Rams (10,5 milljarðar dala) og New York Giants (10,1 milljarður dala), en annað NBA-lið, Los Angeles Lakers (10 milljarðar dala), er síðasta félagið inni á topp fimm listanum. Bara fjögur fótboltafélög Aðeins fjögur knattspyrnufélög; Real Madrid, Manchester United, Barcelona og Liverpool, eru meðal fimmtíu verðmætustu íþróttaliða heims því Manchester City, Bayern München og Paris St-Germain duttu út eftir að hafa verið á listanum árið 2024. United var metið á 6,6 milljarða dala og deildi 24. sætinu með NFL-liðinu Tampa Bay Buccaneers, á meðan keppinautar þeirra í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool, féllu úr 27. sæti árið 2024 niður í 48. sæti með verðmat upp á 5,4 milljarða dala. Spænsku risarnir í Real Madrid (6,75 milljarðar dala) eru í 20. sæti, á meðan ríkjandi Spánarmeistarar Barcelona (5,65 milljarðar dala) eru í 42. sæti. 30 af 32 liðum NFL-deildarinnar Alls eru 30 af 32 liðum NFL-deildarinnar meðal fimmtíu verðmætustu liðanna, þar á eftir koma tólf lið úr NBA-deildinni og tvö lið hvort frá Major League Baseball, Formúlu 1, La Liga og ensku úrvalsdeildinni. New York Yankees (8,2 milljarðar dala) er í 10. sæti sem verðmætasta liðið í MLB, á meðan Formúlu 1-lið Ferrari (6,5 milljarðar dala) er í 26. sæti og Mercedes (6 milljarðar dala) í 34. sæti. Að sögn Forbes eru þessi fimmtíu lið metin á meira en 353 milljarða dala (meira en 44 þúsund milljarða króna), sem er 22% aukning frá 2024 og meira en tvöföldun frá því fyrir fjórum árum. Viðskiptatímaritið rekur þessar hækkandi tölur til mikillar aukningar á tekjum af fjölmiðlaréttindum. Six years ago, the world’s most valuable sports team was worth $5 billion. Now, that figure wouldn’t even crack the top 50. SEE LIST: https://t.co/QC2nQqz9sUIllustration: Alice Lagarde for Forbes; Photos: Eakin Howard, Cooper Neill, Ion Alcoba Beitia, Daniel Shirey/Stringer… pic.twitter.com/iljx3ntYJB— Forbes (@Forbes) December 18, 2025 NFL NBA Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Cowboys hefur verið efsta félagið á listanum frá árinu 2016 þegar liðið tók fram úr spænska knattspyrnufélaginu Real Madrid og var metið á þrettán milljarða dala (1641 milljarð króna) sem er 29% aukning frá síðasta ári. The Dallas Cowboys have topped Forbes' annual list every year since 2016, while four football clubs and two Formula 1 teams make the top 50. pic.twitter.com/fw82RVZMRY— BBC Sport (@BBCSport) December 18, 2025 Golden State Warriors úr NBA-deildinni í körfubolta var í öðru sæti, metið á ellefu milljarða dala (1389 milljarða króna), og á eftir fylgdu NFL-liðin Los Angeles Rams (10,5 milljarðar dala) og New York Giants (10,1 milljarður dala), en annað NBA-lið, Los Angeles Lakers (10 milljarðar dala), er síðasta félagið inni á topp fimm listanum. Bara fjögur fótboltafélög Aðeins fjögur knattspyrnufélög; Real Madrid, Manchester United, Barcelona og Liverpool, eru meðal fimmtíu verðmætustu íþróttaliða heims því Manchester City, Bayern München og Paris St-Germain duttu út eftir að hafa verið á listanum árið 2024. United var metið á 6,6 milljarða dala og deildi 24. sætinu með NFL-liðinu Tampa Bay Buccaneers, á meðan keppinautar þeirra í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool, féllu úr 27. sæti árið 2024 niður í 48. sæti með verðmat upp á 5,4 milljarða dala. Spænsku risarnir í Real Madrid (6,75 milljarðar dala) eru í 20. sæti, á meðan ríkjandi Spánarmeistarar Barcelona (5,65 milljarðar dala) eru í 42. sæti. 30 af 32 liðum NFL-deildarinnar Alls eru 30 af 32 liðum NFL-deildarinnar meðal fimmtíu verðmætustu liðanna, þar á eftir koma tólf lið úr NBA-deildinni og tvö lið hvort frá Major League Baseball, Formúlu 1, La Liga og ensku úrvalsdeildinni. New York Yankees (8,2 milljarðar dala) er í 10. sæti sem verðmætasta liðið í MLB, á meðan Formúlu 1-lið Ferrari (6,5 milljarðar dala) er í 26. sæti og Mercedes (6 milljarðar dala) í 34. sæti. Að sögn Forbes eru þessi fimmtíu lið metin á meira en 353 milljarða dala (meira en 44 þúsund milljarða króna), sem er 22% aukning frá 2024 og meira en tvöföldun frá því fyrir fjórum árum. Viðskiptatímaritið rekur þessar hækkandi tölur til mikillar aukningar á tekjum af fjölmiðlaréttindum. Six years ago, the world’s most valuable sports team was worth $5 billion. Now, that figure wouldn’t even crack the top 50. SEE LIST: https://t.co/QC2nQqz9sUIllustration: Alice Lagarde for Forbes; Photos: Eakin Howard, Cooper Neill, Ion Alcoba Beitia, Daniel Shirey/Stringer… pic.twitter.com/iljx3ntYJB— Forbes (@Forbes) December 18, 2025
NFL NBA Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira