Sport

Hætti við að keppa út af hundinum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hundurinn hans Noah Ohlsen heitir Maximus og kemur margoft fyrir í myndböndum á samfélagsmiðlum hans.
Hundurinn hans Noah Ohlsen heitir Maximus og kemur margoft fyrir í myndböndum á samfélagsmiðlum hans. @nohlsen

Það urðu óvænt forföll á lokamóti World Fitness-atvinnumannamótaraðarinnar í CrossFit sem fer fram þessa dagana í Kaupmannahöfn.

Bandaríkjamaðurinn Noah Ohlsen ætlaði að vera með en dró sig úr keppni fyrir fyrstu grein mótsins.

Innan við sólarhring fyrir keppni var hann heldur betur tilbúinn í slaginn ef marka mátti færslu hans á samfélagsmiðlum.

„Búinn að skrá mig til leiks og tilbúinn að láta til mín taka. Úrslit World Fitness hefjast á morgun. Níu greinar á næstu fjórum dögum og ég mun gera mitt besta til að gera ykkur stolt,“ skrifaði Noah Ohlsen.

Daginn eftir var komið allt annað hljóð í kappann. Fljótlega fréttist þó af því að Ohlsen hætti við að keppa út af hundinum sínum.

Hundurinn hans heitir Maximus og er þekktur innan CrossFit-heimsins enda elskaður og dáður af eigendum sínum.

Nú er svo komið að Maximus er á síðustu dögum ævi sinnar og Noah vildi frekar fara heim og eyða síðustu dögum Maximusar með hundinum og fjölskyldu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×