„Við þurfum bara að keyra á þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2025 16:03 Ólafur Ingi ætlar að láta reyna á hápressuna í kvöld. vísir Breiðablik þarf að sækja sigur gegn taplausa toppliðinu Strasbourg í kvöld til að eiga möguleika á því að komast áfram í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Eftir sigur gegn Shamrock Rovers í síðustu umferð eru Blikarnir með fimm stig úr fimm leikjum, rétt fyrir utan efstu 24 sætin. Sénsinn á umspili er enn til staðar en þá dugir ekkert minna en sigur. „Þeir eru klárlega sigurstranglegri“ sagði þjálfari Breiðabliks, Ólafur Ingi Skúlason, um toppliðið sem hefur ekki enn tapað leik í Sambandsdeildinni og lagði Crystal Palace í síðasta heimaleik. „Þetta er mjög öflugt, ungt og vel þjálfað lið. Þeir spila mjög sóknarþenkjandi og skemmtilegan fótbolta. Reyna mikið að spila sig í gegnum lið. Þetta er lið með góða liðsheild en engu að síður hörku einstaklinga“ sagði Ólafur einnig en vildi ekki nefna neinn sérstaklega hættulegan leikmann hjá Strasbourg. Í því samhengi má þó nefna leikmenn eins og Valentín Barco og Julio Enciso, sem voru hjá Brighton í fyrra. Eða Ben Chilwell, sem kom frá venslaliðinu Chelsea. Jafnvel vængbakverðina Diego Moreira og Guéla Doué, eða fyrirliðann sem spilar fremst, Emmanuel Emegha. „Það eru hörku einstaklingar í hverri stöðu, þannig að það er svosem enginn sem maður horfir sérstaklega til, þetta eru allt mjög öflugir fótboltamenn.“ Vonast eftir vanmati Þó líkurnar séu sannarlega ekki með Breiðablik í liði þá getur auðvitað allt gerst í fótbolta. Sérstaklega þegar sigurstranglegra liðið er búið að tryggja sig áfram í sextán liða úrslit og gæti vanmetið lítilmagnann. „Það er bara vatn á okkur myllu. Við höfum engu að tapa og ég held að það sé lykillinn í þessu í dag fyrir okkur. Við þurfum bara að keyra á þetta… Við viljum fara brattir inn í þennan leik, stíga á þá og reyna að pressa á þá. Þetta er lið sem vill spila frá marki og tekur ákveðnar áhættur í því, þannig að við mætum aggressívir og ætlum að setja þá undir pressu, svo þurfum við að sjá bara hvernig það gengur.“ Nánar verður rætt við Ólaf Inga um leik kvöldsins og meiðslavandræði liðsins í Sportpakka Sýnar. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Danski framherjinn Tobias Thomsen er ekki með leikmannahópi Breiðabliks sem spilar við Strasbourg í Frakklandi í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Hann hefur samið við danskt félag og tekur ekki þátt í verkefninu. Þrír Blikar eru þá meiddir. 17. desember 2025 18:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Eftir sigur gegn Shamrock Rovers í síðustu umferð eru Blikarnir með fimm stig úr fimm leikjum, rétt fyrir utan efstu 24 sætin. Sénsinn á umspili er enn til staðar en þá dugir ekkert minna en sigur. „Þeir eru klárlega sigurstranglegri“ sagði þjálfari Breiðabliks, Ólafur Ingi Skúlason, um toppliðið sem hefur ekki enn tapað leik í Sambandsdeildinni og lagði Crystal Palace í síðasta heimaleik. „Þetta er mjög öflugt, ungt og vel þjálfað lið. Þeir spila mjög sóknarþenkjandi og skemmtilegan fótbolta. Reyna mikið að spila sig í gegnum lið. Þetta er lið með góða liðsheild en engu að síður hörku einstaklinga“ sagði Ólafur einnig en vildi ekki nefna neinn sérstaklega hættulegan leikmann hjá Strasbourg. Í því samhengi má þó nefna leikmenn eins og Valentín Barco og Julio Enciso, sem voru hjá Brighton í fyrra. Eða Ben Chilwell, sem kom frá venslaliðinu Chelsea. Jafnvel vængbakverðina Diego Moreira og Guéla Doué, eða fyrirliðann sem spilar fremst, Emmanuel Emegha. „Það eru hörku einstaklingar í hverri stöðu, þannig að það er svosem enginn sem maður horfir sérstaklega til, þetta eru allt mjög öflugir fótboltamenn.“ Vonast eftir vanmati Þó líkurnar séu sannarlega ekki með Breiðablik í liði þá getur auðvitað allt gerst í fótbolta. Sérstaklega þegar sigurstranglegra liðið er búið að tryggja sig áfram í sextán liða úrslit og gæti vanmetið lítilmagnann. „Það er bara vatn á okkur myllu. Við höfum engu að tapa og ég held að það sé lykillinn í þessu í dag fyrir okkur. Við þurfum bara að keyra á þetta… Við viljum fara brattir inn í þennan leik, stíga á þá og reyna að pressa á þá. Þetta er lið sem vill spila frá marki og tekur ákveðnar áhættur í því, þannig að við mætum aggressívir og ætlum að setja þá undir pressu, svo þurfum við að sjá bara hvernig það gengur.“ Nánar verður rætt við Ólaf Inga um leik kvöldsins og meiðslavandræði liðsins í Sportpakka Sýnar.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Danski framherjinn Tobias Thomsen er ekki með leikmannahópi Breiðabliks sem spilar við Strasbourg í Frakklandi í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Hann hefur samið við danskt félag og tekur ekki þátt í verkefninu. Þrír Blikar eru þá meiddir. 17. desember 2025 18:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Fjórir frá hjá Blikum á morgun Danski framherjinn Tobias Thomsen er ekki með leikmannahópi Breiðabliks sem spilar við Strasbourg í Frakklandi í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Hann hefur samið við danskt félag og tekur ekki þátt í verkefninu. Þrír Blikar eru þá meiddir. 17. desember 2025 18:00