Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2025 16:32 Það er mikill stærðarmunur á þeim Anthony Joshua og Jake Paul eins og sást vel þegar þeir stilltu sér upp hvor á móti öðrum á blaðamannafundi. Getty/Jesus Olarte Eddie Hearn, umboðsmaður Anthony Joshua, er fullviss um að breski þungavigtarkappinn muni klára dæmið snemma í bardaganum sínum gegn Jake Paul. Tvöfaldi heimsmeistarinn Anthony Joshua mun mæta samfélagsmiðlastjörnunni Jake Paul í bardaga í Miami á Flórída 19. desember næstkomandi. Jake Paul hefur verið að skipuleggja bardaga síðustu ár og mesta athygli vakti bardagi hans við Mike Tyson. Bardagarnir hafa vakið mikla athygli og skilað þátttakendum miklum tekjum. Hearn skrifaði pistil um bardagann fyrir breska ríkisútvarpið. „Ég hef enga raunverulega vörn fyrir bardaga Anthony Joshua og Jake Paul. Það er galið að þetta sé að gerast og ég held að gagnrýnendur hafi hárrétt fyrir sér,“ skrifaði Eddie Hearn. „Við gátum einfaldlega ekki hafnað þessu. Enginn hnefaleikari með réttu ráði hefði sagt nei. Allir sem segjast hefðu gert það eru að ljúga blákalt. Við tókum bardaga sem við teljum að verði mjög einfaldur, muni gefa AJ gríðarlega mikla athygli í Ameríku og eina hæstu launaávísun ferilsins,“ skrifaði Hearn. „Jake og teymi hans vonast eftir mörgu. Þeir vona að AJ vanmeti hann, vona að AJ sé búinn á því, vona að óvirkni AJ muni koma honum í koll, vona að sjálfstraust AJ sé lítið, vona að hakan á AJ sé ekki eins og hún var einu sinni,“ skrifaði Hearn. „En, því miður fyrir þá, er AJ algjörlega á tánum. Hann er búinn að vera í æfingabúðum og æfir eins og hann sé að fara að berjast við Oleksandr Usyk eða í endurbardaga við Daniel Dubois,“ skrifaði Hearn. „Ég býst við því að minn maður vinni innan tveggja lota með hrikalegu rothöggi,“ skrifaði Hearn. „Hann gæti kýlt Jake í búkinn og rifbeinsbrotið hann þannig að hann kæmist ekki á fætur. Ef hann hittir hann hreint, þá mun hann rota hann, steinrota hann. Eða dómarinn gæti stokkið inn í,“ skrifaði Hearn. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Box Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Tvöfaldi heimsmeistarinn Anthony Joshua mun mæta samfélagsmiðlastjörnunni Jake Paul í bardaga í Miami á Flórída 19. desember næstkomandi. Jake Paul hefur verið að skipuleggja bardaga síðustu ár og mesta athygli vakti bardagi hans við Mike Tyson. Bardagarnir hafa vakið mikla athygli og skilað þátttakendum miklum tekjum. Hearn skrifaði pistil um bardagann fyrir breska ríkisútvarpið. „Ég hef enga raunverulega vörn fyrir bardaga Anthony Joshua og Jake Paul. Það er galið að þetta sé að gerast og ég held að gagnrýnendur hafi hárrétt fyrir sér,“ skrifaði Eddie Hearn. „Við gátum einfaldlega ekki hafnað þessu. Enginn hnefaleikari með réttu ráði hefði sagt nei. Allir sem segjast hefðu gert það eru að ljúga blákalt. Við tókum bardaga sem við teljum að verði mjög einfaldur, muni gefa AJ gríðarlega mikla athygli í Ameríku og eina hæstu launaávísun ferilsins,“ skrifaði Hearn. „Jake og teymi hans vonast eftir mörgu. Þeir vona að AJ vanmeti hann, vona að AJ sé búinn á því, vona að óvirkni AJ muni koma honum í koll, vona að sjálfstraust AJ sé lítið, vona að hakan á AJ sé ekki eins og hún var einu sinni,“ skrifaði Hearn. „En, því miður fyrir þá, er AJ algjörlega á tánum. Hann er búinn að vera í æfingabúðum og æfir eins og hann sé að fara að berjast við Oleksandr Usyk eða í endurbardaga við Daniel Dubois,“ skrifaði Hearn. „Ég býst við því að minn maður vinni innan tveggja lota með hrikalegu rothöggi,“ skrifaði Hearn. „Hann gæti kýlt Jake í búkinn og rifbeinsbrotið hann þannig að hann kæmist ekki á fætur. Ef hann hittir hann hreint, þá mun hann rota hann, steinrota hann. Eða dómarinn gæti stokkið inn í,“ skrifaði Hearn. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Box Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira