Lífið

Reyni­hvammur 39 jóla­hús Kópa­vogs­bæjar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Nóg af skrauti og ljósum í garðinum.
Nóg af skrauti og ljósum í garðinum. Kópavogsbær

Reynihvammur 39 valið jólahús Kópavogsbæjar árið 2025.

„Við erum byrjuð að skreyta í október og erum að þar til aðventan hefst, þannig að þetta er að koma svona smátt og smátt á þeim tíma,“ segja þau Kristín Gísladóttir og Sigurður Þorsteinsson en þau eru eigendur hússins.

Jólalegt í garðinum. Kópavogsbær

Í tilkynningu kemur fram að fjölskyldan hafi sankað að sér ýmsu jólaskrauti í gegnum tíðina úr verslun sinni, Garðheimum, en fari líka óhefðbundnar leiðir. Til dæmis hafi Sigurður gert upp gamlan sleða og byggði leikkofa fyrir barnabarn sitt.

„Það er sérlega jólalegt og hlýlegt hér í garðinum. Margt sem gleður augað og mörg skemmtilegt smáatriði sem gera heildina sérstaklega glæsilega,“ segir Elísabet Berglind Sveinsdóttir, formaður menningar- og mannlífsnefndar Kópavogsbæjar, í tilkynningu. 

Sleðinn sem Sigurður gerði. Kópavogsbær

Hún afhenti þeim Kristínu Gísladóttur og Sigurði Þorsteinssyni, eigendum hússins, blóm og gjafakort í Salnum í Kópavogi af þessu tilefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.