Segir síðasta ár hafa verið strembið Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2025 10:01 Jóhann segir að lífið sé ekki jafnflókið og við stundum gerum það. Þessir litlu hlutir að eiga góðar stundir með vinum og fjölskyldu séu hlutirnir sem raunverulega skipti máli. Jóhann Kristófer Stefánsson segir síðastliðið ár hafa verið strembið í lífi sínu og að hann hafi á tímabili verið farinn að ofnota símann sinn til þess að flýja veruleikann. Hann hafi í kjölfarið ákveðið að byrja meðvitað að æfa sig í að ná athygli sinni til baka og draga úr áreiti. Jóhann Kristófer, betur þekktur sem Joey Christ, er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar segist hann stundum upplifa þá tíma sem við lifum á núna sem tíma handan sannleika, þar sem ekkert er hætt að koma á óvart og allt geti gerst. „Við búum náttúrulega í „Post Truth” veruleika, þar sem hvað sem er gengur. Eftir að kristin trú hætti að vera eini sannleikurinn höfum við hægt og rólega verið að færast í átt að heimi handan sannleika. Núna eru bara í gangi milljarðar lítilla sagna í stað þess að það sé ein stór og allir eru sagnamenn og allir hafa rétt fyrir sér. Mér líður aðeins eins og það geti hvað sem er gerst í heiminum og það er ekkert hætt að koma manni á óvart. Ég lærði sviðslist og hef gert mér far um að horfa á flest af því sem er að gerast í heiminum sem áhorfandi og vera ekki að velja mér einhverjar hliðar um leið og það er gert krafa um það. En í grunninn trúi ég á jöfnuð og vil búa í samfélagi þar sem þegnunum líður vel og við eigum saman fallegt samfélag. Ég trúi á einkaframtakið, en á sama tíma hefur mikið af okkar stærstu framþróun í gegnum söguna átt sér stað af því að við gerum eitthvað saman sem heild. Það er núna í gangi mikil peningadýrkun.“ Stundirnar með vinum og fjölskyldu það sem skipti máli Jóhann segir að lífið sé ekki jafnflókið og við stundum gerum það. Þessir litlu hlutir að eiga góðar stundir með vinum og fjölskyldu séu hlutirnir sem raunverulega skipti máli. „Finna fyrir væntumþykju og sýna öðrum væntumþykju, upplifa list og fegurð og þar fram eftir götunum. Mér finnst stundum að það sé búið að skilyrða okkur í þá átt að lífið sé rosalega flókið, en ég trúi því einlæglega að það sé ekki þannig. Ég minni mig reglulega á að „the journey is the destination“ og það er lykilatriði að vera ekki að bíða eftir að eitthvað verði betra seinna.“ Joey segist eins og aðrir í íslensku samfélagi reglulega þurfa að minna sig á að hægja á sér, vera minna í símanum og draga úr áreiti til þess að finna aftur sköpunarkraft og geta hvílt betur í stað og stund. „Ég er búinn að leika mig grátt með símanum. Ég hef farið upp í tólf tíma í „screentime“ sem er ekki til eftirbreytni. En þetta er búið að vera strembið ár hjá mér og síminn hefur stundum orðið að leið til að flýja veruleikann eða fá „breik“ frá því að vera manneskja eða eiga við flókna og erfiða hluti. Ég er nokkuð viss um að ég er ekki einn í þessu. Það hefur verið talað um að þriðja heimsstyrjöldin sé stríðið um að taka yfir vitundina okkar. Stríð um „consciousness“ og ég er ekki frá því að það sé svolítið að gerast núna. Þetta stríð er hafið og þau öfl sem vilja ná stjórn á athygli okkar og vitund eru á góðri leið og hefur tekist nokkuð vel upp hingað til sýnist mér.” Stutt í ofbeldissamband við símann Jóhann segir að meðalmanneskjan sé farin að eiga í erfiðleikum með að halda athygli við að lesa bók eða horfa á heila bíómynd. „Það er ekki skrýtið ef við horfum á það hvernig er hægt og rólega búið að gera okkur háð því að vera stöðugt að nota símann í alla hluti. Ég á Teslu og ég þarf að opna bílinn með símanum, svo þarf síma til að borga í bílastæði og það þarf símann til að opna dyrnar að vinnustaðnum og svo framvegis og svo framvegis. Þetta er „cooked“ ástand og maður þarf að vera í mikilli meðvitund til að missa ekki stjórn á þessu. Auðvitað vill maður á endanum elska símann sinn og nota hann bara í rétta hluti, en það getur orðið stutt í að þetta verði að ofbeldissambandi. Þegar símanotkunin mín var orðið allt of mikil byrjaði ég á að þjálfa mig aftur í að horfa á bíómyndir í heilu lagi í stað þess að vera alltaf að kíkja á símann. Það gerðist fullt við það, enda eru bíómyndir á ákveðinn hátt fyrsta ástin í lífi mínu,” segir Jóhann. Hann hefur alltaf verið viðloðandi listir og vissi alltaf að það væri það sem hann vildi gera. „Þetta er líklega blanda af uppeldi og umhverfi. Ég hef alltaf hlustað mikið á tónlist og haft áhuga á sögum síðan ég var barn. Það er einhver þörf í mér sem hefur fundið sér farveg í sköpun. Ég var á öðru ári í MH þegar ég fór í það sem nú er sviðshöfundabraut og þar fær maður grunn í alls kyns hlutum tengdum listsköpum. Það voru forréttindi að alast upp í kringum listir og ég vissi alltaf að ég gæti farið í að starfa við að skapa og búa eitthvað til. Mér hefur aldrei dottið neitt annað í hug en að það sé það sem ég á að gera í lífinu.” Hægt er að nálgast viðtalið við Joey og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Sjá meira
Jóhann Kristófer, betur þekktur sem Joey Christ, er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar segist hann stundum upplifa þá tíma sem við lifum á núna sem tíma handan sannleika, þar sem ekkert er hætt að koma á óvart og allt geti gerst. „Við búum náttúrulega í „Post Truth” veruleika, þar sem hvað sem er gengur. Eftir að kristin trú hætti að vera eini sannleikurinn höfum við hægt og rólega verið að færast í átt að heimi handan sannleika. Núna eru bara í gangi milljarðar lítilla sagna í stað þess að það sé ein stór og allir eru sagnamenn og allir hafa rétt fyrir sér. Mér líður aðeins eins og það geti hvað sem er gerst í heiminum og það er ekkert hætt að koma manni á óvart. Ég lærði sviðslist og hef gert mér far um að horfa á flest af því sem er að gerast í heiminum sem áhorfandi og vera ekki að velja mér einhverjar hliðar um leið og það er gert krafa um það. En í grunninn trúi ég á jöfnuð og vil búa í samfélagi þar sem þegnunum líður vel og við eigum saman fallegt samfélag. Ég trúi á einkaframtakið, en á sama tíma hefur mikið af okkar stærstu framþróun í gegnum söguna átt sér stað af því að við gerum eitthvað saman sem heild. Það er núna í gangi mikil peningadýrkun.“ Stundirnar með vinum og fjölskyldu það sem skipti máli Jóhann segir að lífið sé ekki jafnflókið og við stundum gerum það. Þessir litlu hlutir að eiga góðar stundir með vinum og fjölskyldu séu hlutirnir sem raunverulega skipti máli. „Finna fyrir væntumþykju og sýna öðrum væntumþykju, upplifa list og fegurð og þar fram eftir götunum. Mér finnst stundum að það sé búið að skilyrða okkur í þá átt að lífið sé rosalega flókið, en ég trúi því einlæglega að það sé ekki þannig. Ég minni mig reglulega á að „the journey is the destination“ og það er lykilatriði að vera ekki að bíða eftir að eitthvað verði betra seinna.“ Joey segist eins og aðrir í íslensku samfélagi reglulega þurfa að minna sig á að hægja á sér, vera minna í símanum og draga úr áreiti til þess að finna aftur sköpunarkraft og geta hvílt betur í stað og stund. „Ég er búinn að leika mig grátt með símanum. Ég hef farið upp í tólf tíma í „screentime“ sem er ekki til eftirbreytni. En þetta er búið að vera strembið ár hjá mér og síminn hefur stundum orðið að leið til að flýja veruleikann eða fá „breik“ frá því að vera manneskja eða eiga við flókna og erfiða hluti. Ég er nokkuð viss um að ég er ekki einn í þessu. Það hefur verið talað um að þriðja heimsstyrjöldin sé stríðið um að taka yfir vitundina okkar. Stríð um „consciousness“ og ég er ekki frá því að það sé svolítið að gerast núna. Þetta stríð er hafið og þau öfl sem vilja ná stjórn á athygli okkar og vitund eru á góðri leið og hefur tekist nokkuð vel upp hingað til sýnist mér.” Stutt í ofbeldissamband við símann Jóhann segir að meðalmanneskjan sé farin að eiga í erfiðleikum með að halda athygli við að lesa bók eða horfa á heila bíómynd. „Það er ekki skrýtið ef við horfum á það hvernig er hægt og rólega búið að gera okkur háð því að vera stöðugt að nota símann í alla hluti. Ég á Teslu og ég þarf að opna bílinn með símanum, svo þarf síma til að borga í bílastæði og það þarf símann til að opna dyrnar að vinnustaðnum og svo framvegis og svo framvegis. Þetta er „cooked“ ástand og maður þarf að vera í mikilli meðvitund til að missa ekki stjórn á þessu. Auðvitað vill maður á endanum elska símann sinn og nota hann bara í rétta hluti, en það getur orðið stutt í að þetta verði að ofbeldissambandi. Þegar símanotkunin mín var orðið allt of mikil byrjaði ég á að þjálfa mig aftur í að horfa á bíómyndir í heilu lagi í stað þess að vera alltaf að kíkja á símann. Það gerðist fullt við það, enda eru bíómyndir á ákveðinn hátt fyrsta ástin í lífi mínu,” segir Jóhann. Hann hefur alltaf verið viðloðandi listir og vissi alltaf að það væri það sem hann vildi gera. „Þetta er líklega blanda af uppeldi og umhverfi. Ég hef alltaf hlustað mikið á tónlist og haft áhuga á sögum síðan ég var barn. Það er einhver þörf í mér sem hefur fundið sér farveg í sköpun. Ég var á öðru ári í MH þegar ég fór í það sem nú er sviðshöfundabraut og þar fær maður grunn í alls kyns hlutum tengdum listsköpum. Það voru forréttindi að alast upp í kringum listir og ég vissi alltaf að ég gæti farið í að starfa við að skapa og búa eitthvað til. Mér hefur aldrei dottið neitt annað í hug en að það sé það sem ég á að gera í lífinu.” Hægt er að nálgast viðtalið við Joey og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið