Fótbolti

Stöngin inn hjá Ás­dísi skilaði sigri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ásdís Karen tryggði Braga sigur gegn Sporting.
Ásdís Karen tryggði Braga sigur gegn Sporting. braga

Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fyrir Braga í 1-0 sigri gegn Sporting í sextán liða úrslitum portúgölsku bikarkeppninnar í fótbolta.

Mark Ásdísar undir lok leiks dugði heimakonum til sigurs gegn stórliði Sporting.

Ásdís sótti upp vinstri vænginn, virtist ætla að gefa boltann fyrir en hitti hann betur en hún ætlaði sér og horfði á hann svífa yfir markmanninn, í stöngina og inn.

Annar Íslendingur var í byrjunarliðinu, Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörninni og sá um að halda markinu hreinu.

Braga heldur nú áfram í átta liða úrslit bikarkeppninnar en óvíst er hver næsti andstæðingur verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×