Enski boltinn

Kærasta Haaland hefur fengið nóg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland og kærasta hans Isabel Haugseng Johansen.
Erling Haaland og kærasta hans Isabel Haugseng Johansen. Getty/Nicolò Campo

Kærasta Erlings Braut Haaland hefur fengið sig fullsadda á einu í hans fari. Norski framherjinn horfir á allt of mikinn fótbolta fyrir hennar smekk.

Haaland vakti mikla kátínu þegar hann var gestur í hlaðvarpinu „The Rest Is Football“ eins og sjá má hér fyrir neðan.

Hinum megin við borðið sátu fyrrverandi stórleikmennirnir Alan Shearer og Gary Lineker forvitnir og spurðu hvort Haaland horfði á fótbolta í frítíma sínum.

Svarið var skýrt. „Já, ég er fótboltaáhugamaður. Ég horfi á alls konar fótbolta,“ sagði Haaland.

Framherji Manchester City minnist í framhaldinu kvöldverðar nokkrum dögum áður, þegar hugsunin laust niður í hann: Er enginn fótbolti í sjónvarpinu?

„Jú, það var víst fótbolti í sjónvarpinu og stuttu síðar sátu þau fyrir framan leik Manchester United og West Ham,“ sagði Haaland.

Það líkaði Isabellu Haugseng Johansen ekki. Hún hefur fengið nóg af öllum leikjunum sem Haaland velur að horfa á.

„Kærastan mín sagði: ‚Ég er orðin svo þreytt á fótbolta. Við horfum á hann alltaf,' segir Haaland með bros á vör.

Hún fékk svar um hæl.

„Já, það er nú ástæðan fyrir því að við erum þar sem við erum,“ sagði Haaland við frú sína.

Haaland og Haugseng Johansen hafa verið saman síðan á Bryne-árunum og eignuðust sitt fyrsta barn í desember 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×