Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 06:32 Hér á Íslandi er mjög algengt að börn og unglingar séu í beinni útsendingu á netinu. Getty/ Shauna Clinton Með nýrri tækni verður auðveldara að senda beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum barna og unglinga. Þetta er slæm þróun að meti þeirra sem ráða í sænsku íþróttalífi. Sænskum íþróttahreyfingum er nú ráðlagt frá því að senda út frá barnaíþróttum í sínum íþróttagreinum. Sænska frjálsíþróttasambandið hefur þegar tekið ákvörðun um að hætta slíkum útsendingum. Engin ástæða tl að sýna börn „Það er engin ástæða fyrir okkur að sýna börn,“ sagði David Fridell, framkvæmdastjóri sænska frjálsíþróttasambandsins, í samtali Í byrjun september gaf Íþróttasamband Svíþjóðar út nýjar leiðbeiningar um útsendingar frá barnaíþróttum. Þá var það látið eftir hverju sérsambandi að taka sína eigin ákvörðun en þeim voru gefnar tvær skýrar ráðleggingar: Íþróttasamband Svíþjóðar mælir með því að hvert sérsamband sem hefur barna- og unglingastarfsemi útbúi leiðbeiningar eða sambærilegt fyrir streymi, þar sem hluta starfseminnar má meta sem hentuga til streymis eftir íþróttalegar og lagalegar íhuganir og þegar metið hefur verið að það sé framkvæmanlegt. Aðeins þegar það er talið réttlætanlegt Almenn ráðlegging Íþróttasambands Svíþjóðar er sú að sérsambönd og félög ættu almennt að forðast að streyma, og að streymi frá unglingaíþróttum ætti aðeins að eiga sér stað þegar það er talið réttlætanlegt eftir vandlega íhugun. Sportbladet fjallar um breytingarnar í Svíþjóð þegar kemur að útsendingum frá íþróttum barna og unglinga.@Sportbladet Í samtali við Sportbladet gefa landssambönd handbolta og innanhússbandýs, sem og hestaíþrótta og sunds, til kynna að þau séu nú að endurskoða leiðbeiningar sínar í þessum greinilega viðkvæma málaflokki. Kannski verið of hröð „Tækniþróunin hefur verið hröð. Að vissu leyti hefur hún kannski verið of hröð. Bara af því að maður getur gert eitthvað þýðir það ekki sjálfkrafa að maður eigi að gera það. Þetta er eitthvað sem öll íþróttahreyfingin þarf að skoða nánar og þess vegna er mjög áríðandi fyrir okkur að gera greiningu á því hvernig nýjar leiðbeiningar Íþróttasambands Svíþjóðar skuli innleiddar innan hestaíþrótta,“ skrifar sænska hestaíþróttasambandið í svari til Sportbladet. „Okkur finnst að það þurfi að vera sérstakar ástæður til að sýna börn á þennan hátt og það er engin ástæða fyrir okkur að sýna börn í þeim keppnum sem við berum ábyrgð á og sendum út í gegnum okkar vettvang,“ sagði Fridell en hvað um það að geta aflað peninga og fengið kynningu fyrir íþróttina sína með því að sýna frá keppnum barna og unglinga? Vekur vissulega upp tilfinningar „Þróunin sem á sér stað vekur vissulega upp tilfinningar, og fyrir einstaka íþróttaforeldra eða aðstandendur er gríðarlega mikið gildi í því að geta séð barnið sitt þótt þú getir ekki verið á staðnum. En við sem samband getum ekki litið á það sem nauðsyn að veita þá þjónustu,“ sagði Fridell. Svíþjóð Íþróttir barna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Sænskum íþróttahreyfingum er nú ráðlagt frá því að senda út frá barnaíþróttum í sínum íþróttagreinum. Sænska frjálsíþróttasambandið hefur þegar tekið ákvörðun um að hætta slíkum útsendingum. Engin ástæða tl að sýna börn „Það er engin ástæða fyrir okkur að sýna börn,“ sagði David Fridell, framkvæmdastjóri sænska frjálsíþróttasambandsins, í samtali Í byrjun september gaf Íþróttasamband Svíþjóðar út nýjar leiðbeiningar um útsendingar frá barnaíþróttum. Þá var það látið eftir hverju sérsambandi að taka sína eigin ákvörðun en þeim voru gefnar tvær skýrar ráðleggingar: Íþróttasamband Svíþjóðar mælir með því að hvert sérsamband sem hefur barna- og unglingastarfsemi útbúi leiðbeiningar eða sambærilegt fyrir streymi, þar sem hluta starfseminnar má meta sem hentuga til streymis eftir íþróttalegar og lagalegar íhuganir og þegar metið hefur verið að það sé framkvæmanlegt. Aðeins þegar það er talið réttlætanlegt Almenn ráðlegging Íþróttasambands Svíþjóðar er sú að sérsambönd og félög ættu almennt að forðast að streyma, og að streymi frá unglingaíþróttum ætti aðeins að eiga sér stað þegar það er talið réttlætanlegt eftir vandlega íhugun. Sportbladet fjallar um breytingarnar í Svíþjóð þegar kemur að útsendingum frá íþróttum barna og unglinga.@Sportbladet Í samtali við Sportbladet gefa landssambönd handbolta og innanhússbandýs, sem og hestaíþrótta og sunds, til kynna að þau séu nú að endurskoða leiðbeiningar sínar í þessum greinilega viðkvæma málaflokki. Kannski verið of hröð „Tækniþróunin hefur verið hröð. Að vissu leyti hefur hún kannski verið of hröð. Bara af því að maður getur gert eitthvað þýðir það ekki sjálfkrafa að maður eigi að gera það. Þetta er eitthvað sem öll íþróttahreyfingin þarf að skoða nánar og þess vegna er mjög áríðandi fyrir okkur að gera greiningu á því hvernig nýjar leiðbeiningar Íþróttasambands Svíþjóðar skuli innleiddar innan hestaíþrótta,“ skrifar sænska hestaíþróttasambandið í svari til Sportbladet. „Okkur finnst að það þurfi að vera sérstakar ástæður til að sýna börn á þennan hátt og það er engin ástæða fyrir okkur að sýna börn í þeim keppnum sem við berum ábyrgð á og sendum út í gegnum okkar vettvang,“ sagði Fridell en hvað um það að geta aflað peninga og fengið kynningu fyrir íþróttina sína með því að sýna frá keppnum barna og unglinga? Vekur vissulega upp tilfinningar „Þróunin sem á sér stað vekur vissulega upp tilfinningar, og fyrir einstaka íþróttaforeldra eða aðstandendur er gríðarlega mikið gildi í því að geta séð barnið sitt þótt þú getir ekki verið á staðnum. En við sem samband getum ekki litið á það sem nauðsyn að veita þá þjónustu,“ sagði Fridell.
Svíþjóð Íþróttir barna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum