Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Aron Guðmundsson skrifar 11. desember 2025 07:01 Stephen Bradley stýrir sínu liði gegn Breiðabliki á morgun. Sem Íri styður hann við bakið á Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara Írlands en væri til í að sjá meira af leikmönnum úr írsku deildinni fá tækifæri í landsliðinu Vísir/Samsett Stephen Bradley, þjálfari írska liðsins Shamrock Rovers sem mætir Breiðabliki í kvöld, segir það ekki í sínum verkahring að segja írska landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni hvernig hann eigi að sinna vinnunni sinni en væri til í að sjá sína leikmenn í landsliðinu. Breiðablik tekur á móti Shamrock Rovers á Laugardalsvelli klukkan korter í sex í kvöld í Sambandsdeild Evrópu. Bæði lið eru í leit að sínum fyrsta sigri og eiga enn möguleika á að tryggja sér sæti í umspili fyrir sextán liða úrslit deildarinnar. Klippa: Heimir hafi gert það sem af honum var ætlast Bradley er Íri sjálfur og hefur verið þjálfari Shamrock yfir margra ára skeið núna. Hann segir írsku þjóðina styðja við bakið á Heimi sem er tók við írska landsliðinu í fyrra og er búinn að koma því í umspil fyrir heimsmeistaramót næsta árs. „Hann hefur gert það sem af honum var ætlast,“ segir Stephen Bradley í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Fyrir mót var markmiðið að komast allavegana í umspilið fyrir HM. Honum hefur tekist að koma liðinu þangað. Allir á Írlandi vilja að við komumst alla leið á HM. Það styðja allir Írar við bakið á Heimi í því verkefni og vonandi tekst okkur að komast á HM.“ Stephen segir Heimi viðkunnalegan náunga. „Ég hef hitt hann og talað við hann. Við snæddum saman hádegisverð fyrir einhverju síðan. Það er góður maður þarna á ferð sem hefur tekist að framkalla það sem ætlast var til af honum.“ Shamrock Rovers vann tvennuna heima fyrir á Írlandi á nýafstöðnu tímabili og fyrr á árinu mátti lesa um það í írskum miðlum að Stephen kallaði eftir því að Heimir myndi leita meira í írsku deildina eftir leikmönnum fyrir landsliðið. Í síðustu verkefnum írska landsliðsins hefur það ekki verið raunin en erfitt er að gagnrýna val Heimis þegar að vel gengur hjá liðinu. Stephen ætlar hið minnsta ekki að segja Heimi hvernig hann eigi að haga vali sínu. „Hann sem þjálfari verður bara að taka þessar ákvarðanir. Það er ekki í mínum verkahring að segja honum hvaða leikmenn hann eigi að velja í landsliðið. Ég skil vel að það geti verið erfitt að velja á milli leikmanna þegar kemur að landsliðinu. Ég tel þó að það séu leikmenn í mínu liði sem og í öðrum liðum í írsku deildinni sem eru nógu góðir til þess að spila fyrir írska landsliðið. Ég trúi því af öllum hug. En sem þjálfari geturðu aldrei gert öllum til geðs, ég sýni honum skilning að því leiti að þetta er erfitt val.“ Virkar ekki par sáttur Á blaðamannafundi eftir viðtalið sem Stephen veitti íþróttadeild Sýnar gekk írskur blaðamaður á hann og spurði þjálfarann úti hugmyndir Heimis um að láta leikmenn úr írsku deildinni taka þátt í verkefni með írska landsliðinu utan hefðbundins landsleikjaglugga í janúar næstkomandi. Klippa: Ekki par sáttur með vinnubrögð Heimis Hugmyndina er Heimir sagður hafa viðrað í viðtali við fjölmiðla en þó svo að Stephen sé á því að fleiri leikmenn úr írsku deildinni ættu að fá tækifæri með landsliðinu, segir hann að svona hugmynd eigi að vera ræddar við þjálfara þeirra liða sem skipa írsku úrvalsdeildina af fyrra bragði en ekki viðraðar fyrst í fjölmiðlum. „Að mínu mati er ekki verið að fara réttu leiðina að þessu,“ sagði Stephen á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í gær. „Ef hann vill nota leikmenn úr deildinni þá ætti hann að ræða þá hugmynd sína við þjálfara í deildinni. Þetta er ekki flókið, eru ekki geimvísindi.“ Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hefst klukkan korter í sex í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Sambandsdeild Evrópu Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Breiðablik Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Breiðablik tekur á móti Shamrock Rovers á Laugardalsvelli klukkan korter í sex í kvöld í Sambandsdeild Evrópu. Bæði lið eru í leit að sínum fyrsta sigri og eiga enn möguleika á að tryggja sér sæti í umspili fyrir sextán liða úrslit deildarinnar. Klippa: Heimir hafi gert það sem af honum var ætlast Bradley er Íri sjálfur og hefur verið þjálfari Shamrock yfir margra ára skeið núna. Hann segir írsku þjóðina styðja við bakið á Heimi sem er tók við írska landsliðinu í fyrra og er búinn að koma því í umspil fyrir heimsmeistaramót næsta árs. „Hann hefur gert það sem af honum var ætlast,“ segir Stephen Bradley í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Fyrir mót var markmiðið að komast allavegana í umspilið fyrir HM. Honum hefur tekist að koma liðinu þangað. Allir á Írlandi vilja að við komumst alla leið á HM. Það styðja allir Írar við bakið á Heimi í því verkefni og vonandi tekst okkur að komast á HM.“ Stephen segir Heimi viðkunnalegan náunga. „Ég hef hitt hann og talað við hann. Við snæddum saman hádegisverð fyrir einhverju síðan. Það er góður maður þarna á ferð sem hefur tekist að framkalla það sem ætlast var til af honum.“ Shamrock Rovers vann tvennuna heima fyrir á Írlandi á nýafstöðnu tímabili og fyrr á árinu mátti lesa um það í írskum miðlum að Stephen kallaði eftir því að Heimir myndi leita meira í írsku deildina eftir leikmönnum fyrir landsliðið. Í síðustu verkefnum írska landsliðsins hefur það ekki verið raunin en erfitt er að gagnrýna val Heimis þegar að vel gengur hjá liðinu. Stephen ætlar hið minnsta ekki að segja Heimi hvernig hann eigi að haga vali sínu. „Hann sem þjálfari verður bara að taka þessar ákvarðanir. Það er ekki í mínum verkahring að segja honum hvaða leikmenn hann eigi að velja í landsliðið. Ég skil vel að það geti verið erfitt að velja á milli leikmanna þegar kemur að landsliðinu. Ég tel þó að það séu leikmenn í mínu liði sem og í öðrum liðum í írsku deildinni sem eru nógu góðir til þess að spila fyrir írska landsliðið. Ég trúi því af öllum hug. En sem þjálfari geturðu aldrei gert öllum til geðs, ég sýni honum skilning að því leiti að þetta er erfitt val.“ Virkar ekki par sáttur Á blaðamannafundi eftir viðtalið sem Stephen veitti íþróttadeild Sýnar gekk írskur blaðamaður á hann og spurði þjálfarann úti hugmyndir Heimis um að láta leikmenn úr írsku deildinni taka þátt í verkefni með írska landsliðinu utan hefðbundins landsleikjaglugga í janúar næstkomandi. Klippa: Ekki par sáttur með vinnubrögð Heimis Hugmyndina er Heimir sagður hafa viðrað í viðtali við fjölmiðla en þó svo að Stephen sé á því að fleiri leikmenn úr írsku deildinni ættu að fá tækifæri með landsliðinu, segir hann að svona hugmynd eigi að vera ræddar við þjálfara þeirra liða sem skipa írsku úrvalsdeildina af fyrra bragði en ekki viðraðar fyrst í fjölmiðlum. „Að mínu mati er ekki verið að fara réttu leiðina að þessu,“ sagði Stephen á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í gær. „Ef hann vill nota leikmenn úr deildinni þá ætti hann að ræða þá hugmynd sína við þjálfara í deildinni. Þetta er ekki flókið, eru ekki geimvísindi.“ Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hefst klukkan korter í sex í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay.
Sambandsdeild Evrópu Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Breiðablik Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu