Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2025 16:56 Jóhann Kristófer leggur tónlistarútgáfu sína að veði í deilum sínum við HúbbaBúbba-strákana. Rapparinn Jóhann Kristófer hefur svarað disslagi sem Eyþór Wöhler í HúbbaBúbba birti í gærkvöldi. Jóhann segir sveitina ekki eiga skilið disslag á móti en hann skorar á þá: Sá sem er seinni til að selja upp jólatónleika sína þarf að hætta að gefa út tónlist. Eftir að Eyþór Wöhler, annar helmingur Húbbabúbba, og rapparinn Joey Christ baunuðu hvor á annan á mánudag droppaði Wöhler disslaginu „Lag til 32 ára karlmanns sem er með mig á heilanum“ á Jóhann í gærkvöldi. Eyþór hæddist þar að vinsældum rapparans, sagði hann aldrei vera bókaðan og því hataði hann HúbbaBúbba. Vísir fjallaði um málið í dag og ræddi blaðamaður við stríðandi fylkingar. Jóhann Kristófer sagðist lítið pæla í HúbbaBúbba nema hvað tónlist sveitarinnar hefði slæm líkamleg áhrif á hann. Inntur eftir svörum við því sagði Eyþór að Jóhann væri með sveitina á heilanum því honum gengi sjálfum ekki eins vel og þeim. Eigi ekki skilið disslag Umfjöllunin vakti töluverð viðbrögð og rétt fyrir fjögur nú síðdegis svaraði Jóhann Kristófer fyrir sig á Instagram með myndbandi sem hann titlar „Áskorun á hubabuba“. „Núna er Eyþór Wöhler búinn að droppa versta disslagi sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Ég myndi gera disslag á HúbbaBúbba ef þeir ættu það skilið, þeir eiga það bara því miður ekki skilið,“ segir hann í myndbandinu. „Ég held ég tali fyrir hönd allra þegar ég segi að það væri bara best ef þeir myndu hætta að gera lög. Þar sem er eiginlega verst við þetta er að þeir eru alltaf að gera lög,“ bætir hann við. View this post on Instagram A post shared by joey (@jhnnkrstfr) Hann leggur því fram áskorun: „Þeir eru með tónleika 19. desember í Austurbæ, ég er með tónleika 20. Sá sem er seinni til að selja upp tónleikana þarf að hætta að gefa út tónlist þanig ég skora á HúbbaBúbba-menn að taka þátt í þessu með mér. Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist,“ segir hann að lokum. Við myndbandið, sem um tíu þúsund manns hafa séð síðastliðinn klukkutímann, skrifar hann: „Losum okkur við þessa gaura fr 🤣“ Tónlist Menning Jól Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
Eftir að Eyþór Wöhler, annar helmingur Húbbabúbba, og rapparinn Joey Christ baunuðu hvor á annan á mánudag droppaði Wöhler disslaginu „Lag til 32 ára karlmanns sem er með mig á heilanum“ á Jóhann í gærkvöldi. Eyþór hæddist þar að vinsældum rapparans, sagði hann aldrei vera bókaðan og því hataði hann HúbbaBúbba. Vísir fjallaði um málið í dag og ræddi blaðamaður við stríðandi fylkingar. Jóhann Kristófer sagðist lítið pæla í HúbbaBúbba nema hvað tónlist sveitarinnar hefði slæm líkamleg áhrif á hann. Inntur eftir svörum við því sagði Eyþór að Jóhann væri með sveitina á heilanum því honum gengi sjálfum ekki eins vel og þeim. Eigi ekki skilið disslag Umfjöllunin vakti töluverð viðbrögð og rétt fyrir fjögur nú síðdegis svaraði Jóhann Kristófer fyrir sig á Instagram með myndbandi sem hann titlar „Áskorun á hubabuba“. „Núna er Eyþór Wöhler búinn að droppa versta disslagi sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Ég myndi gera disslag á HúbbaBúbba ef þeir ættu það skilið, þeir eiga það bara því miður ekki skilið,“ segir hann í myndbandinu. „Ég held ég tali fyrir hönd allra þegar ég segi að það væri bara best ef þeir myndu hætta að gera lög. Þar sem er eiginlega verst við þetta er að þeir eru alltaf að gera lög,“ bætir hann við. View this post on Instagram A post shared by joey (@jhnnkrstfr) Hann leggur því fram áskorun: „Þeir eru með tónleika 19. desember í Austurbæ, ég er með tónleika 20. Sá sem er seinni til að selja upp tónleikana þarf að hætta að gefa út tónlist þanig ég skora á HúbbaBúbba-menn að taka þátt í þessu með mér. Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist,“ segir hann að lokum. Við myndbandið, sem um tíu þúsund manns hafa séð síðastliðinn klukkutímann, skrifar hann: „Losum okkur við þessa gaura fr 🤣“
Tónlist Menning Jól Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira