Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. desember 2025 16:33 Þorbjörg Sigríður var á óformlegum ráðherrafundi. Stjórnarráðið Ísland er meðal 27 ríkja sem standa að sameiginlegri yfirlýsingu um tillögur að breytingu á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Tiltekin aðildarríki hafi áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og standi þau frammi fyrir áskorunum líkt og útlendingar sem gerast sekir um alvarleg brot. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sótti óformlegan ráðherrafund Evrópuráðsins í Strassborg. Til umræðu voru fólksflutningar í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu en tiltekin aðildarríki hafa áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Á fundinum undirbjuggu viðstaddir yfirlýsingu, en meðal viðstaddra voru fulltrúar Danmerkur, Ítalíu, Írlands, Svíþjóðar, Bretlands og Hollands. „Yfirlýsingunni er ætlað að árétta skuldbindingu aðildarríkja Evrópuráðsins til að tryggja að allir innan lögsögu þeirra njóti þeirra réttinda sem mannréttindasáttmálinn kveður á um samhliða því að horfast í augu við áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, einkum í tengslum við óreglulega fólksflutninga, útlendinga sem gerast sekir um alvarleg afbrot og brottvísanir,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Þorbjörgu að á sama tíma og Mannréttindadómstóllinn hafi reynst Íslendingum vel megi ekki loka augunum fyrir þeirri ógn sem skipulögð brotastarfsemi og misnotkun á viðkvæmum hópum felur í sér. Ýmsar ófyrirséðar áskoranir Í yfirlýsingunni er miklum stuðningi lýst við Evrópuráðið en einnig bent á áskoranir aðildarríkjanna í útlendingamálum og hvernig ríkin geti best tekist á við þær með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar kemur fram að flóknar og skaðvænlegu áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, líkt og mansal og misnotkun á fólki í pólitískum tilgangi, hafi verið ófyrirséðar á þeim tíma sem Mannréttindasáttmálinn var undirritaður. Meðal þess sem ríkin 27 vilja að verði gert skýrar í sáttmálanum er að aðildarríkjum verði heimilt að vísa útlendingum úr landi ef þeir hafa verið dæmdir fyrir alvarlega glæpi og hann viðurkenni viðkvæma heimssamfélagið og þörfina á að tryggja þjóðaröryggi og almannaöryggi á réttan hátt, þar á meðal þegar mannréttindi og grundvallarfrelsi eru misnotuð af fjandsamlegum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sótti óformlegan ráðherrafund Evrópuráðsins í Strassborg. Til umræðu voru fólksflutningar í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu en tiltekin aðildarríki hafa áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Á fundinum undirbjuggu viðstaddir yfirlýsingu, en meðal viðstaddra voru fulltrúar Danmerkur, Ítalíu, Írlands, Svíþjóðar, Bretlands og Hollands. „Yfirlýsingunni er ætlað að árétta skuldbindingu aðildarríkja Evrópuráðsins til að tryggja að allir innan lögsögu þeirra njóti þeirra réttinda sem mannréttindasáttmálinn kveður á um samhliða því að horfast í augu við áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, einkum í tengslum við óreglulega fólksflutninga, útlendinga sem gerast sekir um alvarleg afbrot og brottvísanir,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Þorbjörgu að á sama tíma og Mannréttindadómstóllinn hafi reynst Íslendingum vel megi ekki loka augunum fyrir þeirri ógn sem skipulögð brotastarfsemi og misnotkun á viðkvæmum hópum felur í sér. Ýmsar ófyrirséðar áskoranir Í yfirlýsingunni er miklum stuðningi lýst við Evrópuráðið en einnig bent á áskoranir aðildarríkjanna í útlendingamálum og hvernig ríkin geti best tekist á við þær með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar kemur fram að flóknar og skaðvænlegu áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, líkt og mansal og misnotkun á fólki í pólitískum tilgangi, hafi verið ófyrirséðar á þeim tíma sem Mannréttindasáttmálinn var undirritaður. Meðal þess sem ríkin 27 vilja að verði gert skýrar í sáttmálanum er að aðildarríkjum verði heimilt að vísa útlendingum úr landi ef þeir hafa verið dæmdir fyrir alvarlega glæpi og hann viðurkenni viðkvæma heimssamfélagið og þörfina á að tryggja þjóðaröryggi og almannaöryggi á réttan hátt, þar á meðal þegar mannréttindi og grundvallarfrelsi eru misnotuð af fjandsamlegum stjórnvöldum.
Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira