Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. desember 2025 20:00 Lauren Sanchéz og Jeff Bezos giftu sig eftirminnilega í Feneyjum. Instagram Ástin blómstraði sem aldrei fyrr í Hollywood á árinu sem er senn að líða og brjálæðislega kostnaðarsöm brúðkaup vöktu athygli á heimsvísu í bland við einlægri athafnir. Hér verður farið yfir nokkur af stærstu stjörnubrúðkaupum ársins. Jeff Bezos og Lauren Sanchéz View this post on Instagram A post shared by Lauren Sánchez Bezos (@laurensanchezbezos) Líklega eitthvert dýrasta brúðkaup sögunnar og sömuleiðis umdeildasta. Amazon auðjöfurinn Bezos gekk að eiga fyrrum fjölmiðlakonuna og nýlegan geimfarann Sanchés við mjög svo hátíðlega athöfn í Feneyjum þar sem hjúin gerðu tilraun til að taka ítalska svæðið alveg yfir við mikil mótmæli innfæddra. Ef einhvern tíma má segja að gestalisti hafi verið stjörnum prýddur þá var það í þessu tilfelli. Stórstjörnur úr tónlist, kvikmyndum, pólítík og raunveruleikasjónvarpi komu þarna saman og má meðal annars nefna Kardashian fjölskylduna, Opruh Winfrey, Leonardo DiCaprio, Usher og svo lengi mætti telja. Talið er að brúðkaupið hafi kostað um sjö milljarða. Demi Lovato og Jordan Lutes View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Poppstjarnan Demi Lovato gekk að eiga sinn heittelskaða Jordan Lutes tónlistarmann við aðeins einlægri athöfn í Santa Barbara en brúðkaupið var engu að síður glæsilegt. Ástin tók yfir í vorblíðunni í Kaliforníu þar sem þau fögnuðu með fjölskyldu og bestu vinum. Lovato klæddist stórglæsilegum brúðarkjól frá Vivienne Westwood og Lutes jakkafötum frá franska tískurisanum Saint Laurent. Selena Gomez og Benny Blanco View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) Tónlistarkonan fræga Selena Gomez og pródúserinn Benny Blanco giftu sig líka í Santa Barbara umkringd náttúrufegurð í haust. Hjónin klæddust bæði sérsaumuðum klæðum frá tískurisanum Ralph Lauren og gestalistinn var svakalegur þar sem Taylor Swift, Paris Hilton, Ed Sheeran og Steve Martin létu sig ekki vanta. Charli XCX og George Daniel View this post on Instagram A post shared by Charli (@charli_xcx) Poppprinsessan Charli XCX giftist trommaranum og plötusnúðnum George Daniel fyrst við litla athöfn í ráðhúsi í London og svo með glæsilegu teiti í Sikiley. Charli skartaði gegnsæjum hvítum flæðandi kjól frá Danielle Frankel og Daniel sérsaumuðum jakkafötum frá Carter Young. Á gestalista mátti finna nöfn á borð við Troye Sivan, Amelia Dimoldenberg, Devon Lee Carlson, Shygirl, Matty Healy og Gabbriette. Hailee Steinfeld og Josh Allen View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Hollywood bomban, tónlistarkonan og leikkonan Hailee Steinfeld giftist leikstjórnandanum (e. quarterback) og NFL stjörnunni Josh Allen 31. maí í sólríku Kaliforníu. Parið hafði þá verið saman í tvö ár og virðast algjörlega ástfangin upp fyrir haus. Steinfeld skein skært í kjól frá tískuhúsi Tamara Ralph en hún sló nýverið í gegn í kvikmyndinni Sinners. Allen spilar fyrir Buffalo Bills og voru ótal margar stjörnur úr íþróttalífinu vestanhafs meðal gesta. Má þar nefna Spencer Brown og Dawson Knox. Leikarinn fyndni Larry David lét sig ekki heldur vanta. Hollywood Brúðkaup Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Sjá meira
Hér verður farið yfir nokkur af stærstu stjörnubrúðkaupum ársins. Jeff Bezos og Lauren Sanchéz View this post on Instagram A post shared by Lauren Sánchez Bezos (@laurensanchezbezos) Líklega eitthvert dýrasta brúðkaup sögunnar og sömuleiðis umdeildasta. Amazon auðjöfurinn Bezos gekk að eiga fyrrum fjölmiðlakonuna og nýlegan geimfarann Sanchés við mjög svo hátíðlega athöfn í Feneyjum þar sem hjúin gerðu tilraun til að taka ítalska svæðið alveg yfir við mikil mótmæli innfæddra. Ef einhvern tíma má segja að gestalisti hafi verið stjörnum prýddur þá var það í þessu tilfelli. Stórstjörnur úr tónlist, kvikmyndum, pólítík og raunveruleikasjónvarpi komu þarna saman og má meðal annars nefna Kardashian fjölskylduna, Opruh Winfrey, Leonardo DiCaprio, Usher og svo lengi mætti telja. Talið er að brúðkaupið hafi kostað um sjö milljarða. Demi Lovato og Jordan Lutes View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Poppstjarnan Demi Lovato gekk að eiga sinn heittelskaða Jordan Lutes tónlistarmann við aðeins einlægri athöfn í Santa Barbara en brúðkaupið var engu að síður glæsilegt. Ástin tók yfir í vorblíðunni í Kaliforníu þar sem þau fögnuðu með fjölskyldu og bestu vinum. Lovato klæddist stórglæsilegum brúðarkjól frá Vivienne Westwood og Lutes jakkafötum frá franska tískurisanum Saint Laurent. Selena Gomez og Benny Blanco View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) Tónlistarkonan fræga Selena Gomez og pródúserinn Benny Blanco giftu sig líka í Santa Barbara umkringd náttúrufegurð í haust. Hjónin klæddust bæði sérsaumuðum klæðum frá tískurisanum Ralph Lauren og gestalistinn var svakalegur þar sem Taylor Swift, Paris Hilton, Ed Sheeran og Steve Martin létu sig ekki vanta. Charli XCX og George Daniel View this post on Instagram A post shared by Charli (@charli_xcx) Poppprinsessan Charli XCX giftist trommaranum og plötusnúðnum George Daniel fyrst við litla athöfn í ráðhúsi í London og svo með glæsilegu teiti í Sikiley. Charli skartaði gegnsæjum hvítum flæðandi kjól frá Danielle Frankel og Daniel sérsaumuðum jakkafötum frá Carter Young. Á gestalista mátti finna nöfn á borð við Troye Sivan, Amelia Dimoldenberg, Devon Lee Carlson, Shygirl, Matty Healy og Gabbriette. Hailee Steinfeld og Josh Allen View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Hollywood bomban, tónlistarkonan og leikkonan Hailee Steinfeld giftist leikstjórnandanum (e. quarterback) og NFL stjörnunni Josh Allen 31. maí í sólríku Kaliforníu. Parið hafði þá verið saman í tvö ár og virðast algjörlega ástfangin upp fyrir haus. Steinfeld skein skært í kjól frá tískuhúsi Tamara Ralph en hún sló nýverið í gegn í kvikmyndinni Sinners. Allen spilar fyrir Buffalo Bills og voru ótal margar stjörnur úr íþróttalífinu vestanhafs meðal gesta. Má þar nefna Spencer Brown og Dawson Knox. Leikarinn fyndni Larry David lét sig ekki heldur vanta.
Hollywood Brúðkaup Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning