Lífið

Ómar Úlfur nýr dag­skrár­stjóri Bylgjunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Ómar Úlfur Eyþórsson.
Ómar Úlfur Eyþórsson. SÝN

Ómar Úlfur Eyþórsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Bylgjunnar og mun leiða áframhaldandi uppbyggingu dagskrárgerðar og þróunar stöðvarinnar.

Í tilkynningu segir að samhliða þessu muni Ívar Guðmundsson taka að sér lykilverkefni sem tengist samstarfi Bylgjunnar og stærstu viðburðum og tónleikum landsins ár hvert.

Haft er eftir Stefáni Valmundarsyni, útvarpsstjóra Sýnar, að reynsla og fagmennska séu styrkleikar sem einkenni þennan frábæra hóp sem starfi á Bylgjunni.

„Ívar hefur skilað frábæru starfi sem dagskrárstjóri og mun sú dýrmæta reynsla nú nýtast í því lykilverkefni að leiða og efla samstarf Bylgjunnar við stærstu viðburði og tónleika landsins.

Ómar Úlfar býr yfir mikilli reynslu og drifkrafti sem mun nýtast honum vel í nýju hlutverki. Hann mun gera gott enn betra sem dagskrárstjóri Bylgjunnar. Það er spennandi ár framundan hjá stærstu útvarpsstöð landsins,” segir Stefán.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.