Veður

Hvasst sunnan­til og víða rigning eða slydda

Atli Ísleifsson skrifar
Vakin er athygli gildandi á veðurviðvörnum fyrir Suður- og Suðausturland.
Vakin er athygli gildandi á veðurviðvörnum fyrir Suður- og Suðausturland. Vísir/RAX

Víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu veldur áframhaldandi austan- og norðaustanáttum með rigningu eða slyddu öðru hvoru, þó að verði lengst af þurrviðri á Suður- og Vesturland.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði hvasst sunnantil, einkum í Öræfum, Mýrdal og undir Eyjaföllum, en þar megi einnig búast við snörpum vindhviðum við fjöll sem geti verið varhugaverðar ökutækjum sem taki á sig mikinn vind.

Vakin er athygli gildandi á veðurviðvörnum fyrir Suður- og Suðausturland.

Hiti verður á bilinu tvö til átta stig, mildast syðst.

Dregur smám saman úr vindi á morgun, en áfram strekkingur eða allhvasst um kvöldið.

Á fimmtudag nálgast kröpp og djúp lægð úr suðri, en tölvuspár eru nokkuð á reiki um feril hennar. Sumar spár gera ráð fyrir að lægðin verði all nærgöngul og er þá er búist við austanhvassviðri eða -stormi með talsverðri rigningu og hlýindum.

Spákort fyrir klukkan 15.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Austan og norðaustan 10-18 m/s og víða él, en skýjað sunnantil og sums staðar rigning við ströndina. Hiti víða 2 til 6 stig, en nærri frostmarki norðantil.

Á fimmtudag: Vaxandi austanátt, hvassviðri eða stormur með rigningu, slyddu eða eða snjókomu uppúr hádegi, talsverð úrkoma suðaustantil seinnipartinn. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á föstudag: Stíf austan- og norðaustanátt og víða rigning eða slydda, en él norðantil. Hiti 0 til 5 stig.

Á laugardag: Suðlæg eða breytileg átt og slydda eða snjókoma með köflum, en dálítil él norðan heiða. Hiti nærri frostmarki.

Á sunnudag: Útlit fyrir ákveðna vestlæga eða norðvestlæga átt með snjókomu eða éljum í flestum landshlutum og kólnandi veður.

Á mánudag: Líklega hægir vindar, stöku él og svalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×