Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2025 15:35 Owen segist skilja líðan Salah vel en gjörðir hans verr. Samsett/Getty Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. Owen hefur unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi undanfarin ár en tjáði sig um mál Salah á samfélagsmiðlinum X í morgun. Salah fór hörðum orðum um stjórnendur Liverpool eftir leik liðsins við Leeds í gær sem lauk með 3-3 jafntefli. Um var að ræða þriðja leikinn í röð þar sem Salah sat á varamannabekknum eftir dræmt gengi í aðdragandanum. Salah sagði þá sem valdið hafa gera sig að blóraböggli og að samband hans við þjálfarann Arne Slot væri brostið. Owen segist skilja afstöðu Salah en skilur ekkert í því að hann láti hana í ljós með þessum hætti, og á þessum tímapunkti. „Ó, Mo Salah. Ég get ímyndað mér hvernig þér líður. Þú ert búinn að bera þetta lið á herðum þér í langan tíma og unnið allt sem hægt er að vinna. En þetta er liðsíþrótt og þú getur ekki sagt það sem þú sagðir,“ segir Owen og bætir við: Oh @mosalah 🫣 I can imagine how you feel. You’ve carried this team for a long time and won everything there is to win. But this is a team game and you simply can’t publicly say what you’ve said. You’re going to afcon in a week. Surely you bite your lip, enjoy representing your…— Michael Owen (@themichaelowen) December 7, 2025 „Þú ert á leið á Afríkukeppnina eftir viku. Þú hlýtur að geta haldið aftur af þér, notið þess að spila fyrir þjóð þína og séð hvernig landið liggur eftir viku?“ Ljóst er að nóg verður að gera á skrifstofu Liverpool næstu daga og óljóst hvað verður í framhaldinu. Ólíklegt þykir að Slot og Salah geti slíðrað sverðin og leiða má að því líkur að annar þeirra yfirgefi félagið, ef ekki hreinlega báðir. Liverpool á leik við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í Mílanó á þriðjudagskvöldið kemur og mætir síðan Brighton á Anfield næsta laugardag. Í kjölfarið heldur Salah á Afríkumótið með egypska landsliðinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46 Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Owen hefur unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi undanfarin ár en tjáði sig um mál Salah á samfélagsmiðlinum X í morgun. Salah fór hörðum orðum um stjórnendur Liverpool eftir leik liðsins við Leeds í gær sem lauk með 3-3 jafntefli. Um var að ræða þriðja leikinn í röð þar sem Salah sat á varamannabekknum eftir dræmt gengi í aðdragandanum. Salah sagði þá sem valdið hafa gera sig að blóraböggli og að samband hans við þjálfarann Arne Slot væri brostið. Owen segist skilja afstöðu Salah en skilur ekkert í því að hann láti hana í ljós með þessum hætti, og á þessum tímapunkti. „Ó, Mo Salah. Ég get ímyndað mér hvernig þér líður. Þú ert búinn að bera þetta lið á herðum þér í langan tíma og unnið allt sem hægt er að vinna. En þetta er liðsíþrótt og þú getur ekki sagt það sem þú sagðir,“ segir Owen og bætir við: Oh @mosalah 🫣 I can imagine how you feel. You’ve carried this team for a long time and won everything there is to win. But this is a team game and you simply can’t publicly say what you’ve said. You’re going to afcon in a week. Surely you bite your lip, enjoy representing your…— Michael Owen (@themichaelowen) December 7, 2025 „Þú ert á leið á Afríkukeppnina eftir viku. Þú hlýtur að geta haldið aftur af þér, notið þess að spila fyrir þjóð þína og séð hvernig landið liggur eftir viku?“ Ljóst er að nóg verður að gera á skrifstofu Liverpool næstu daga og óljóst hvað verður í framhaldinu. Ólíklegt þykir að Slot og Salah geti slíðrað sverðin og leiða má að því líkur að annar þeirra yfirgefi félagið, ef ekki hreinlega báðir. Liverpool á leik við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í Mílanó á þriðjudagskvöldið kemur og mætir síðan Brighton á Anfield næsta laugardag. Í kjölfarið heldur Salah á Afríkumótið með egypska landsliðinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46 Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46
Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04