Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2025 09:04 Salah fékk ekki að stíga á völlinn í leik gærkvöldsins og lýsti yfir óánægju sinni eftir leik. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. Liverpool hefur átt erfitt að undanförnu og Salah verið meðal þeirra sem hafa leikið undir getu það sem af er vetri. Hann hefur verið settur til hliðar af þjálfaranum Arne Slot í síðustu þremur leikjum; í sigri á West Ham og jafnteflum við Sunderland og síðast Leeds í gær. Salah fór á blaðamannasvæðið á Elland Road eftir skrautlegt 3-3 jafntefli Liverpool við Leeds í gær og kvaðst óánægður með stöðuna. Hann sagði samband sitt við Slot skyndilega brostið og sagði félagið gera hann að blóraböggli. Það væri skýrt að einhver hjá félaginu vildi ekki hafa hann þar lengur og að vel mætti vera að leikur Liverpool við Brighton næstu helgi yrði hans síðasti. Salah fer eftir þann leik til móts við egypska landsliðið fyrir Afríkukeppnina og janúar-glugginn verður opinn að henni lokinni. Sjálfhverft og veldur öðrum vandræðum Ummæli Salah voru til umræðu í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, í gær þar sem Danny Murphy, sem lék yfir 200 leiki fyrir Liverpool á árunum 1997 til 2004, gagnrýndi leiðina sem Salah fór. „Maður getur verið tilfinningaríkur, reiður eða fundið til gremju. Hann hefur gert magnaða hluti fyrir félagið. En hann verður að halda þessu innan fjögurra veggja félagsins. Bankaðu upp á hjá þjálfaranum, farðu og hittu stjórnarformanninn, eða hvern sem er, gerðu það sem þú þarft að gera og tjáðu þig um gremju þína þar,“ segir Murphy. 🗣️ “You don’t deal with it like this!” ❌ Danny Murphy gives his verdict on Mohamed Salah’s comments about his situation at Liverpool 💬 pic.twitter.com/csf0yQ4kBl— BBC Sport (@BBCSport) December 7, 2025 „En með því að gera þetta sem hann hefur gert er hann að valda liðinu vandræðum, hann er að valda þjálfaranum vandræðum og lætur þetta allt snúast um sig. En það getur þú ekki gert. Hvort sem þú ert sammála honum eða ekki þá er ekki rétt að meðhöndla stöðuna svona,“ bætir hann við. Ummæli Salah hafa sannarlega ekki bætt stöðu Liverpool-liðs sem hefur verið í ákveðinni krísu að undanförnu. Arne Slot berst fyrir starfi sínu og hefur verið greint frá því í breskum miðlum að stemningin á heimferð Liverpool-liðsins eftir leik hafi verið sérlega súr eftir ummæli Salah. Aðspurður um hvort hann búist við að sjá Salah spila aftur fyrir Liverpool segir Muprhy: „Ég held að við sjáum hann spila aftur fyrir Liverpool og ég vona það.“ Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Liverpool hefur átt erfitt að undanförnu og Salah verið meðal þeirra sem hafa leikið undir getu það sem af er vetri. Hann hefur verið settur til hliðar af þjálfaranum Arne Slot í síðustu þremur leikjum; í sigri á West Ham og jafnteflum við Sunderland og síðast Leeds í gær. Salah fór á blaðamannasvæðið á Elland Road eftir skrautlegt 3-3 jafntefli Liverpool við Leeds í gær og kvaðst óánægður með stöðuna. Hann sagði samband sitt við Slot skyndilega brostið og sagði félagið gera hann að blóraböggli. Það væri skýrt að einhver hjá félaginu vildi ekki hafa hann þar lengur og að vel mætti vera að leikur Liverpool við Brighton næstu helgi yrði hans síðasti. Salah fer eftir þann leik til móts við egypska landsliðið fyrir Afríkukeppnina og janúar-glugginn verður opinn að henni lokinni. Sjálfhverft og veldur öðrum vandræðum Ummæli Salah voru til umræðu í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, í gær þar sem Danny Murphy, sem lék yfir 200 leiki fyrir Liverpool á árunum 1997 til 2004, gagnrýndi leiðina sem Salah fór. „Maður getur verið tilfinningaríkur, reiður eða fundið til gremju. Hann hefur gert magnaða hluti fyrir félagið. En hann verður að halda þessu innan fjögurra veggja félagsins. Bankaðu upp á hjá þjálfaranum, farðu og hittu stjórnarformanninn, eða hvern sem er, gerðu það sem þú þarft að gera og tjáðu þig um gremju þína þar,“ segir Murphy. 🗣️ “You don’t deal with it like this!” ❌ Danny Murphy gives his verdict on Mohamed Salah’s comments about his situation at Liverpool 💬 pic.twitter.com/csf0yQ4kBl— BBC Sport (@BBCSport) December 7, 2025 „En með því að gera þetta sem hann hefur gert er hann að valda liðinu vandræðum, hann er að valda þjálfaranum vandræðum og lætur þetta allt snúast um sig. En það getur þú ekki gert. Hvort sem þú ert sammála honum eða ekki þá er ekki rétt að meðhöndla stöðuna svona,“ bætir hann við. Ummæli Salah hafa sannarlega ekki bætt stöðu Liverpool-liðs sem hefur verið í ákveðinni krísu að undanförnu. Arne Slot berst fyrir starfi sínu og hefur verið greint frá því í breskum miðlum að stemningin á heimferð Liverpool-liðsins eftir leik hafi verið sérlega súr eftir ummæli Salah. Aðspurður um hvort hann búist við að sjá Salah spila aftur fyrir Liverpool segir Muprhy: „Ég held að við sjáum hann spila aftur fyrir Liverpool og ég vona það.“
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira