Fótbolti

Mikael og fé­lögum kastað öfugum út úr bikarnum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Mikael og liðsfélagar hans í Genoa eru úr leik í ítalska bikarnum.
Mikael og liðsfélagar hans í Genoa eru úr leik í ítalska bikarnum. sportinfoto/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images

Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson spilaði allan leikinn fyrir Genoa er liðið þurfti að þola stórtap, 4-0, fyrir Atalanta í 16-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í fótbolta.

Mikael var á sínum stað í byrjunarliði Genoa sem sótti Atalanta heim til Bergamó í dag. Liðið var lent undir eftir tæplega tuttugu mínútna leik og var manni færri frá 36. mínútu þegar Seydou Fini fékk að líta rautt spjald.

Róðurinn var þungur eftir það og Atalanta bætti þremur mörkum við eftir hlé til að vinna 4-0 sigur og tryggja nokkuð örugglega sæti sitt í 8-liða úrslitum.

Berat Djimsiti, Mario Pasalic, Marten de Roon og Honest Ahanor skoruðu mörk Atalanta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×