Veður

All­hvasst syðst en hægari vindur annars staðar

Atli Ísleifsson skrifar
Frost verður yfirleitt núll til fimm stig síðdegis í dag.
Frost verður yfirleitt núll til fimm stig síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm

Lægðasvæði suður og suðvestur af landinu beinir austlægari átt að landinu í dag með allhvössum vindi syðst á landinu en hægari annars staðar.

Á vef Veðurstofunnar segir að það gangi á með éljum, einkum á Norðaustur- og Austurlandi en létti til sunnan- og vestanlands.

Fram kemur að frost verði yfirleitt núll til fimm stig síðdegis í dag.

„Norðaustan kaldi eða strekkingur á morgun og snjókoma eða rigning með köflum, en þurrt suðvestantil á landinu fram eftir degi. Hiti kringum frostmark,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðaustan 8-15 m/s og snjókoma eða rigning norðan- og austanlands, en bjartviðri suðvestantil. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag: Norðaustan 8-15, en hægari norðaustanlands. Rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á laugardag: Norðaustlæg átt með vætu suðaustan- og austanlands, annars yfirleitt þurrt. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag: Norðaustanátt og skúrir eða él norðan- og austantil. Hiti 0 til 5 stig.

Á mánudag og þriðjudag: Austan- og norðaustanátt, rigning eða slydda með köflum en úrkomulítið vestanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×