„Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 17:16 Lamine Yamal hefur mjög sterk tengsl við Lionel Messi en vill ekki vera borinn saman við argentínsku goðsögnina. Getty/Rich Storry/ David Ramos Lamine Yamal hefur mjög sterk tengsl við Lionel Messi vegna uppkomu sinnar hjá Barcelona og hvernig hann töfrar fram tilþrif eins og ekkert sé auðveldara. Yamal segist þó ekki ætla sér að verða næsti Lionel Messi þar sem þessi hæfileikaríki táningur einbeiti sér að því að feta sína eigin slóð í fótboltanum. Hinum átján ára gamla Yamal hefur oft verið líkt við goðsögnina Messi hjá Barcelona af augljósum ástæðum: báðir leikmenn komu úr unglingaakademíu katalónska félagsins, spila hægra megin í sókninni og hafa nokkur líkindi í leikstíl sínum. Hins vegar fullyrðir Yamal, sem lenti í öðru sæti í Ballon d'Or-kjörinu í ár, verðlaunum sem Messi hefur unnið átta sinnum, að þetta sé stimpill sem hann vilji forðast. „Ég vissi að þessi spurning myndi koma,“ sagði Yamal í þættinum 60 Minutes á CBS þegar hann var spurður um samanburðinn við Messi. Barcelona soccer star Lamine Yamal is most closely associated with Barcelona icon Lionel Messi. Messi played for Barça from 2004 to 2021 and won eight Ballons d’Or, the award for the best soccer player of the season. https://t.co/UyWEYmWWLR pic.twitter.com/J6Fpd6Huh9— 60 Minutes (@60Minutes) December 1, 2025 „Ég ber virðingu fyrir honum, fyrir það sem hann hefur verið, fyrir það sem hann er fyrir fótboltann, og ef við mætumst einhvern tímann á vellinum mun ríkja gagnkvæm virðing því við erum leikmenn og því, fyrir mér, er hann sá besti í sögunni,“ sagði Yamal. „Hann veit líka að ég er leikmaður og ég ber virðingu fyrir honum, svo þetta er gagnkvæm virðing. Við vitum báðir að ég vil ekki vera Messi og Messi veit að ég vil ekki vera hann,“ sagði Yamal. „Ég vil fylgja minni eigin leið og það er allt og sumt. Ég ætla mér ekki að spila eins og hann eða klæðast treyju númer 10 sem Messi klæddist eða neitt slíkt.“ „Það skrýtna er að sem lítill krakki rak ég boltann ekki mikið,“ bætti hann við. „Ég skoraði mikið, ég hljóp mikið, en umfram allt hafði ég alltaf góða yfirsýn yfir leikinn. Sem krakki, kannski með því að fylgjast með Messi, tók ég eftir því að hann gaf öðruvísi sendingar. Ég hef séð góða sendingamenn gefa langar sendingar, eða hvað sem er, en Messi gaf sendingar sem voru eins og mörk, með utanverðum fætinum, og það var það sem ég einbeitti mér að,“ sagði Yamal. Yamal og Messi hafa aldrei mæst á vellinum, en það gæti hugsanlega breyst næsta sumar á heimsmeistaramótinu, sem bæði Spánn og Argentína hafa tryggt sér þátttökurétt á. Sem ríkjandi meistarar er Argentína meðal sigurstranglegustu liðanna fyrir mótið, sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó, á meðan Spánn er einnig meðal kandídata til að lyfta bikarnum eftir að hafa unnið Evrópumeistaratitilinn síðasta sumar undir forystu hins 16 ára gamla Yamal. Will Spain win the World Cup next summer? Lamine Yamal answers this question. https://t.co/LuMrpBxdZX pic.twitter.com/zMbApt2Rg3— 60 Minutes (@60Minutes) December 1, 2025 „Mjög miklar,“ sagði Yamal þegar hann var spurður um væntingar fyrir heimsmeistaramótið. „Það er langt síðan Spánn var alvöru keppinautur. Þjóðin er spennt, ég er spenntur. Þetta gæti ekki komið á betri tíma. Mér líður vel, ég finn að ég er mikilvægur,“ sagði Yamal. Þegar hann var spurður hvort Spánn myndi vinna heimsmeistaramótið svaraði hann með einu orði, á ensku: „Yes,“ sagði Yamal. Broadcaster Ray Hudson struggles to explain how he knows soccer star Lamine Yamal has “it.”“How do you describe moonlight? How do you describe candlelight? How do you count the bubbles in a glass of champagne? I don't know. I just know when I see it, it's bloody beautiful,” he… pic.twitter.com/jFBwBrSiXp— 60 Minutes (@60Minutes) December 1, 2025 Spænski boltinn Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sjá meira
Hinum átján ára gamla Yamal hefur oft verið líkt við goðsögnina Messi hjá Barcelona af augljósum ástæðum: báðir leikmenn komu úr unglingaakademíu katalónska félagsins, spila hægra megin í sókninni og hafa nokkur líkindi í leikstíl sínum. Hins vegar fullyrðir Yamal, sem lenti í öðru sæti í Ballon d'Or-kjörinu í ár, verðlaunum sem Messi hefur unnið átta sinnum, að þetta sé stimpill sem hann vilji forðast. „Ég vissi að þessi spurning myndi koma,“ sagði Yamal í þættinum 60 Minutes á CBS þegar hann var spurður um samanburðinn við Messi. Barcelona soccer star Lamine Yamal is most closely associated with Barcelona icon Lionel Messi. Messi played for Barça from 2004 to 2021 and won eight Ballons d’Or, the award for the best soccer player of the season. https://t.co/UyWEYmWWLR pic.twitter.com/J6Fpd6Huh9— 60 Minutes (@60Minutes) December 1, 2025 „Ég ber virðingu fyrir honum, fyrir það sem hann hefur verið, fyrir það sem hann er fyrir fótboltann, og ef við mætumst einhvern tímann á vellinum mun ríkja gagnkvæm virðing því við erum leikmenn og því, fyrir mér, er hann sá besti í sögunni,“ sagði Yamal. „Hann veit líka að ég er leikmaður og ég ber virðingu fyrir honum, svo þetta er gagnkvæm virðing. Við vitum báðir að ég vil ekki vera Messi og Messi veit að ég vil ekki vera hann,“ sagði Yamal. „Ég vil fylgja minni eigin leið og það er allt og sumt. Ég ætla mér ekki að spila eins og hann eða klæðast treyju númer 10 sem Messi klæddist eða neitt slíkt.“ „Það skrýtna er að sem lítill krakki rak ég boltann ekki mikið,“ bætti hann við. „Ég skoraði mikið, ég hljóp mikið, en umfram allt hafði ég alltaf góða yfirsýn yfir leikinn. Sem krakki, kannski með því að fylgjast með Messi, tók ég eftir því að hann gaf öðruvísi sendingar. Ég hef séð góða sendingamenn gefa langar sendingar, eða hvað sem er, en Messi gaf sendingar sem voru eins og mörk, með utanverðum fætinum, og það var það sem ég einbeitti mér að,“ sagði Yamal. Yamal og Messi hafa aldrei mæst á vellinum, en það gæti hugsanlega breyst næsta sumar á heimsmeistaramótinu, sem bæði Spánn og Argentína hafa tryggt sér þátttökurétt á. Sem ríkjandi meistarar er Argentína meðal sigurstranglegustu liðanna fyrir mótið, sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó, á meðan Spánn er einnig meðal kandídata til að lyfta bikarnum eftir að hafa unnið Evrópumeistaratitilinn síðasta sumar undir forystu hins 16 ára gamla Yamal. Will Spain win the World Cup next summer? Lamine Yamal answers this question. https://t.co/LuMrpBxdZX pic.twitter.com/zMbApt2Rg3— 60 Minutes (@60Minutes) December 1, 2025 „Mjög miklar,“ sagði Yamal þegar hann var spurður um væntingar fyrir heimsmeistaramótið. „Það er langt síðan Spánn var alvöru keppinautur. Þjóðin er spennt, ég er spenntur. Þetta gæti ekki komið á betri tíma. Mér líður vel, ég finn að ég er mikilvægur,“ sagði Yamal. Þegar hann var spurður hvort Spánn myndi vinna heimsmeistaramótið svaraði hann með einu orði, á ensku: „Yes,“ sagði Yamal. Broadcaster Ray Hudson struggles to explain how he knows soccer star Lamine Yamal has “it.”“How do you describe moonlight? How do you describe candlelight? How do you count the bubbles in a glass of champagne? I don't know. I just know when I see it, it's bloody beautiful,” he… pic.twitter.com/jFBwBrSiXp— 60 Minutes (@60Minutes) December 1, 2025
Spænski boltinn Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sjá meira