Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar 29. nóvember 2025 09:30 Á þingi er kynjajafnréttisáætlun til afgreiðslu. Það er sláandi að af 40 aðgerðum eru einungis 2 sem snúna beint að körlum, eða 5%. Í umsögnum um frumvarpið koma karlar fyrir sem samanburðarhópur eða sýndir sem ofbeldismenn. Karlar sem standa höllum fæti í Íslensku samfélagi hafa verið afskiptir og staða þeirra í mætir afgangi. Tölfræðin segir okkur t.d. að karlar: Lendi ekkert síður í ofbeldi Eru 75% þeirra sem taka sitt eigið líf og eru 88% af þeim deyja í umferðinni Standi efnahagslega verr eftir skilnaði og umgengi við börn sín stundum skert Eru mun oftar heimilislausir og eru meginþorri fanga Eru verr læsir og eru 23% fleiri en stúlkur, sem ekki eru í skóla og án vinnu Lifa 3-4 árum skemur en konur Það skýtur því skökku við að ekki séu t.d. til sambærileg úrræði fyrir heimillausa karla og konur s.s. Konukot og Kvennaathvarf eins og margir t.a.m. lögreglan hefur ítrekað bent á. Rannsóknir hérlendis benda til að drengir verði fyrir meira líkamlegu- og andlegu ofbeldi en stúlkur verði fyrir meira kynferðislegu ofbeldi og vanrækslu, fyrir 18 ára aldur. Þetta er þó alls ekki bara bundið við Ísland, þetta er alheimsvírus: Fyrir stuttu var 303 þremur nemendum, stúlkum og drengjum, rænt í Nígeríu. Hátt settur embættismaður Sameinuðuþjóðanna (SÞ), Amina Mohammed, fordæmdi eðlilega verknaðinn en beindi bara sjónum sínum að stúlkunum. Árið 2014 réðist Boko Haram inn í drengjaskóla og myrti 59 drengi. Sá atburður fékk litla sem enga umfjöllun. Mánuði síðar gerðis sá hörmulegi atburður að rúmlega 250 stúlkum var rænt af sama hópi manna. Sá atburður var í heimsfréttum og fréttum hérlendis mánuðum saman og Michelle Obama lét sig málið varða, sem var gott. SÞ halda ágætis dag gegn ofbeldi kvenna, engin slíkur er fyrir karla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birtir skýrslu um ofbeldi gegn konum, ekki körlum. Konur eru stór meirihluti í valdastöðum hérlendis hvað kynjajafnrétti varðar. Eftir að hafa fjallað um kynjajafnréttisáætlun ríkisins í allsherjar- og menntamálanefnd er mín tilfinning, eftir samtöl við fjölda kvenna en fáa karla sem komu fyrir nefndina, þessi: Því miður skipti kyn máli hvað aðgerðir, fjármagn og áætlanagerð varðar. Jafnréttislög og erindisbréf mega sín lítils. Öll elskum við einhvern karlkyns og við getum ekki boðið drengjum og körlum upp á þessa stöðu. Hver veit hvenær þeir þurfa að styrkjandi hönd að halda einhvern tímann í lífinu? Sem betur fer er staðan skárri hjá konum hvað úrræðin varðar en líf karla eiga ekki að hafa lægri verðmiða en líf kvenna. Drögum fólk ekki í dilka eftir t.d. kyni, aldri eða efnahag. Við skiptum öll máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á þingi er kynjajafnréttisáætlun til afgreiðslu. Það er sláandi að af 40 aðgerðum eru einungis 2 sem snúna beint að körlum, eða 5%. Í umsögnum um frumvarpið koma karlar fyrir sem samanburðarhópur eða sýndir sem ofbeldismenn. Karlar sem standa höllum fæti í Íslensku samfélagi hafa verið afskiptir og staða þeirra í mætir afgangi. Tölfræðin segir okkur t.d. að karlar: Lendi ekkert síður í ofbeldi Eru 75% þeirra sem taka sitt eigið líf og eru 88% af þeim deyja í umferðinni Standi efnahagslega verr eftir skilnaði og umgengi við börn sín stundum skert Eru mun oftar heimilislausir og eru meginþorri fanga Eru verr læsir og eru 23% fleiri en stúlkur, sem ekki eru í skóla og án vinnu Lifa 3-4 árum skemur en konur Það skýtur því skökku við að ekki séu t.d. til sambærileg úrræði fyrir heimillausa karla og konur s.s. Konukot og Kvennaathvarf eins og margir t.a.m. lögreglan hefur ítrekað bent á. Rannsóknir hérlendis benda til að drengir verði fyrir meira líkamlegu- og andlegu ofbeldi en stúlkur verði fyrir meira kynferðislegu ofbeldi og vanrækslu, fyrir 18 ára aldur. Þetta er þó alls ekki bara bundið við Ísland, þetta er alheimsvírus: Fyrir stuttu var 303 þremur nemendum, stúlkum og drengjum, rænt í Nígeríu. Hátt settur embættismaður Sameinuðuþjóðanna (SÞ), Amina Mohammed, fordæmdi eðlilega verknaðinn en beindi bara sjónum sínum að stúlkunum. Árið 2014 réðist Boko Haram inn í drengjaskóla og myrti 59 drengi. Sá atburður fékk litla sem enga umfjöllun. Mánuði síðar gerðis sá hörmulegi atburður að rúmlega 250 stúlkum var rænt af sama hópi manna. Sá atburður var í heimsfréttum og fréttum hérlendis mánuðum saman og Michelle Obama lét sig málið varða, sem var gott. SÞ halda ágætis dag gegn ofbeldi kvenna, engin slíkur er fyrir karla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birtir skýrslu um ofbeldi gegn konum, ekki körlum. Konur eru stór meirihluti í valdastöðum hérlendis hvað kynjajafnrétti varðar. Eftir að hafa fjallað um kynjajafnréttisáætlun ríkisins í allsherjar- og menntamálanefnd er mín tilfinning, eftir samtöl við fjölda kvenna en fáa karla sem komu fyrir nefndina, þessi: Því miður skipti kyn máli hvað aðgerðir, fjármagn og áætlanagerð varðar. Jafnréttislög og erindisbréf mega sín lítils. Öll elskum við einhvern karlkyns og við getum ekki boðið drengjum og körlum upp á þessa stöðu. Hver veit hvenær þeir þurfa að styrkjandi hönd að halda einhvern tímann í lífinu? Sem betur fer er staðan skárri hjá konum hvað úrræðin varðar en líf karla eiga ekki að hafa lægri verðmiða en líf kvenna. Drögum fólk ekki í dilka eftir t.d. kyni, aldri eða efnahag. Við skiptum öll máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun