Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar 29. nóvember 2025 09:30 Á þingi er kynjajafnréttisáætlun til afgreiðslu. Það er sláandi að af 40 aðgerðum eru einungis 2 sem snúna beint að körlum, eða 5%. Í umsögnum um frumvarpið koma karlar fyrir sem samanburðarhópur eða sýndir sem ofbeldismenn. Karlar sem standa höllum fæti í Íslensku samfélagi hafa verið afskiptir og staða þeirra í mætir afgangi. Tölfræðin segir okkur t.d. að karlar: Lendi ekkert síður í ofbeldi Eru 75% þeirra sem taka sitt eigið líf og eru 88% af þeim deyja í umferðinni Standi efnahagslega verr eftir skilnaði og umgengi við börn sín stundum skert Eru mun oftar heimilislausir og eru meginþorri fanga Eru verr læsir og eru 23% fleiri en stúlkur, sem ekki eru í skóla og án vinnu Lifa 3-4 árum skemur en konur Það skýtur því skökku við að ekki séu t.d. til sambærileg úrræði fyrir heimillausa karla og konur s.s. Konukot og Kvennaathvarf eins og margir t.a.m. lögreglan hefur ítrekað bent á. Rannsóknir hérlendis benda til að drengir verði fyrir meira líkamlegu- og andlegu ofbeldi en stúlkur verði fyrir meira kynferðislegu ofbeldi og vanrækslu, fyrir 18 ára aldur. Þetta er þó alls ekki bara bundið við Ísland, þetta er alheimsvírus: Fyrir stuttu var 303 þremur nemendum, stúlkum og drengjum, rænt í Nígeríu. Hátt settur embættismaður Sameinuðuþjóðanna (SÞ), Amina Mohammed, fordæmdi eðlilega verknaðinn en beindi bara sjónum sínum að stúlkunum. Árið 2014 réðist Boko Haram inn í drengjaskóla og myrti 59 drengi. Sá atburður fékk litla sem enga umfjöllun. Mánuði síðar gerðis sá hörmulegi atburður að rúmlega 250 stúlkum var rænt af sama hópi manna. Sá atburður var í heimsfréttum og fréttum hérlendis mánuðum saman og Michelle Obama lét sig málið varða, sem var gott. SÞ halda ágætis dag gegn ofbeldi kvenna, engin slíkur er fyrir karla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birtir skýrslu um ofbeldi gegn konum, ekki körlum. Konur eru stór meirihluti í valdastöðum hérlendis hvað kynjajafnrétti varðar. Eftir að hafa fjallað um kynjajafnréttisáætlun ríkisins í allsherjar- og menntamálanefnd er mín tilfinning, eftir samtöl við fjölda kvenna en fáa karla sem komu fyrir nefndina, þessi: Því miður skipti kyn máli hvað aðgerðir, fjármagn og áætlanagerð varðar. Jafnréttislög og erindisbréf mega sín lítils. Öll elskum við einhvern karlkyns og við getum ekki boðið drengjum og körlum upp á þessa stöðu. Hver veit hvenær þeir þurfa að styrkjandi hönd að halda einhvern tímann í lífinu? Sem betur fer er staðan skárri hjá konum hvað úrræðin varðar en líf karla eiga ekki að hafa lægri verðmiða en líf kvenna. Drögum fólk ekki í dilka eftir t.d. kyni, aldri eða efnahag. Við skiptum öll máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Á þingi er kynjajafnréttisáætlun til afgreiðslu. Það er sláandi að af 40 aðgerðum eru einungis 2 sem snúna beint að körlum, eða 5%. Í umsögnum um frumvarpið koma karlar fyrir sem samanburðarhópur eða sýndir sem ofbeldismenn. Karlar sem standa höllum fæti í Íslensku samfélagi hafa verið afskiptir og staða þeirra í mætir afgangi. Tölfræðin segir okkur t.d. að karlar: Lendi ekkert síður í ofbeldi Eru 75% þeirra sem taka sitt eigið líf og eru 88% af þeim deyja í umferðinni Standi efnahagslega verr eftir skilnaði og umgengi við börn sín stundum skert Eru mun oftar heimilislausir og eru meginþorri fanga Eru verr læsir og eru 23% fleiri en stúlkur, sem ekki eru í skóla og án vinnu Lifa 3-4 árum skemur en konur Það skýtur því skökku við að ekki séu t.d. til sambærileg úrræði fyrir heimillausa karla og konur s.s. Konukot og Kvennaathvarf eins og margir t.a.m. lögreglan hefur ítrekað bent á. Rannsóknir hérlendis benda til að drengir verði fyrir meira líkamlegu- og andlegu ofbeldi en stúlkur verði fyrir meira kynferðislegu ofbeldi og vanrækslu, fyrir 18 ára aldur. Þetta er þó alls ekki bara bundið við Ísland, þetta er alheimsvírus: Fyrir stuttu var 303 þremur nemendum, stúlkum og drengjum, rænt í Nígeríu. Hátt settur embættismaður Sameinuðuþjóðanna (SÞ), Amina Mohammed, fordæmdi eðlilega verknaðinn en beindi bara sjónum sínum að stúlkunum. Árið 2014 réðist Boko Haram inn í drengjaskóla og myrti 59 drengi. Sá atburður fékk litla sem enga umfjöllun. Mánuði síðar gerðis sá hörmulegi atburður að rúmlega 250 stúlkum var rænt af sama hópi manna. Sá atburður var í heimsfréttum og fréttum hérlendis mánuðum saman og Michelle Obama lét sig málið varða, sem var gott. SÞ halda ágætis dag gegn ofbeldi kvenna, engin slíkur er fyrir karla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birtir skýrslu um ofbeldi gegn konum, ekki körlum. Konur eru stór meirihluti í valdastöðum hérlendis hvað kynjajafnrétti varðar. Eftir að hafa fjallað um kynjajafnréttisáætlun ríkisins í allsherjar- og menntamálanefnd er mín tilfinning, eftir samtöl við fjölda kvenna en fáa karla sem komu fyrir nefndina, þessi: Því miður skipti kyn máli hvað aðgerðir, fjármagn og áætlanagerð varðar. Jafnréttislög og erindisbréf mega sín lítils. Öll elskum við einhvern karlkyns og við getum ekki boðið drengjum og körlum upp á þessa stöðu. Hver veit hvenær þeir þurfa að styrkjandi hönd að halda einhvern tímann í lífinu? Sem betur fer er staðan skárri hjá konum hvað úrræðin varðar en líf karla eiga ekki að hafa lægri verðmiða en líf kvenna. Drögum fólk ekki í dilka eftir t.d. kyni, aldri eða efnahag. Við skiptum öll máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun