Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta 25. nóvember 2025 12:17 Hjónin Helga Dís Daníelsdóttir og Heimir Jónasson keyptu rekstur verslunarinnar Nínu árið 2007 og hafa síðan þá lagt allan sinn metnað í að byggja upp eina vinsælustu tískuvöruverslun landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Verslunin Nína er á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki þriðja árið í röð. Það er alltaf líf og fjör í tískuvöruversluninni Nínu á Akranesi. Þar standa hjónin Helga Dís Daníelsdóttir og Heimir Jónasson vaktina af óbilandi eldmóði, hvort sem það er snemma morguns eða undir lok vinnudags. Tískuvöruverslunin Nína hefur verið fastur punktur í bæjarlífinu frá árinu 1982 en þá opnuðu foreldrar Helgu litla verslun í 35 fermetra rými. „Það var eiginlega bara búðarkrókur,“ segir Helga Dís hlæjandi. „Svo stækkaði þetta eins og lítil smákaka í ofni, hægt og rólega.“ Hjónin keyptu reksturinn árið 2007 og hafa síðan þá lagt allan sinn metnað í að byggja upp eina vinsælustu tískuvöruverslun landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Árið 2019 flutti Nína í nýtt og rúmgott húsnæði og er í dag orðin fastur viðkomustaður bæði Skagamanna, íbúa úr nágranna sveitarfélögum og sífellt fleiri borgarbúa. Í dag býður verslunin upp á fatnað fyrir bæði konur og karla, vinsæl skómerki, íþróttaföt og úrval fylgihluta. Verslunin Nína á Akranesi býður upp á gott úrval af fatnaði fyrir bæði konur og karla, vinsæl skómerki, íþróttaföt og úrval fylgihluta. Þrjú ár í röð á lista Framúrskarandi fyrirtækja Það er engin smá viðurkenning að lenda þrjú ár í röð á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki og hjónin eru augljóslega stolt. „Viðurkenningin hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Við lítum á hana sem staðfestingu á því að vinnan sem við höfum lagt í reksturinn hafi svo sannarlega skilað sér,“ segir Heimir. „Hún er bæði hvatning fyrir okkur og starfsfólk okkar að halda áfram að gera vel. Við höfum verið lánsöm með frábært starfsfólk gegnum árin og hefðum aldrei náð svona langt án þeirra. Og nú hefur þriðji ættliðurinn hafið störf því dóttir okkar, Anna Berta, er komin á fullt með okkur í reksturinn.“ Helga Dís bætir við að þessi viðurkenning hafi líka áhrif út á við. „Við fáum mikið hrós frá viðskiptavinum sem koma frá höfuðborgarsvæðinu og jafnvel frá birgjum. Það er bara tekið eftir þessu. Við fengum meira að segja köku frá Íslandsbanka,“ segir hún og brosir. Þau eru sérstaklega ánægð með hvað margir borgarbúar leggja leið sína til Akraness. „Þessi hópur er ekki bara ánægður með vöruúrvalið og verðlagninguna heldur er mikið talað um hversu góða þjónustu við veitum og segja margir ekki fá sambærilega þjónustu á sínum heimaslóðum. Þetta skiptir auðvitað miklu máli og sýnir að persónuleg þjónusta er ennþá eitthvað sem er ofarlega í huga fólks.“ Helga Dís (t.v.) ásamt dóttur þeirra hjóna sem er nýjasti starfsmaður verslunarinnar. Ganga í öll verk með bros á vör Rekstur tískuvöruverslunar í um 8.300 manna bæjarfélagi hljómar eins og stór áskorun fyrir óbreyttan leikmann. En Helga Dís og Heimir segja að þetta snúist um að vita hvað maður er að gera, að fylgjast vel með og bara einfaldlega að mæta á gólfið hvern dag með bros á vör. „Við erum alltaf á gólfinu og göngum eiginlega í öll störf,“ segir Helga Dís. „Ekkert verkefni er of stórt eða lítið fyrir okkur og það er ótrúlega stór hluti af velgengninni.“ Að þekkja viðskiptavinina skiptir öllu máli. „Við vitum yfirleitt hvað hentar kúnnahópi okkar og hvað ekki,“ segir Heimir. „Auðvitað heppnast ekki allar pantanir alltaf 100% en þannig er bara þessi bransi. En eftir öll þessi ár erum við orðin nokkuð sjóuð.“ Fjölbreytileiki í bænum skiptir máli Hjónin eru sammála um að klassískar verslanir séu mikilvægur hluti af bæjarlífinu á Akranesi. „Við viljum að fólk geti verslað sem mest í sinni heimabyggð,“ segir Helga Dís. „Það þarf að vera fjölbreytt úrval í litlu bæjarfélagi.“ Þó að engar stórar breytingar séu á teikniborðinu þá útiloka þau hjón aldrei neitt. „Ef við sjáum tækifæri sem gæti hentað okkur og viðskiptavinum okkar þá skoðum við það,“ segir Heimir. „Við lokum engum dyrum.“ Þessar vikurnar standa þau í ströngu við að uppfæra vefverslunina ninaverslun.is og samfélagsmiðlana verslunarinnar. „Þetta eru gríðarlega spennandi verkefni og nauðsynleg fyrir verslun eins og okkar,“ segja þau bæði. Það er alltaf gaman í vinnunni. Þau segjast stefna ótrauð á áframhaldandi veru á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki. „Við stefnum klárlega á að halda áfram að vera á lista þeirra,“ segja þau ákveðin. „Það ýtir okkur áfram og heldur okkur á tánum.“ Eitt er þó ljóst: Ástríða, þjónusta og endalaus vinnusemi eru hjartað í Nínu. Og svo er það hlýlegu brosin á gólfinu, þau sem hafa fylgt versluninni frá fyrsta degi árið 1982 og fylgja henni enn í dag. Þessi grein er unnin í samstarfi við Verslunina Nínu. Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Akranes Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Fjölskyldufyrirtæki sem heldur vélunum gangandi Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Íslensk framleiðsla sem endist Sjá meira
Tískuvöruverslunin Nína hefur verið fastur punktur í bæjarlífinu frá árinu 1982 en þá opnuðu foreldrar Helgu litla verslun í 35 fermetra rými. „Það var eiginlega bara búðarkrókur,“ segir Helga Dís hlæjandi. „Svo stækkaði þetta eins og lítil smákaka í ofni, hægt og rólega.“ Hjónin keyptu reksturinn árið 2007 og hafa síðan þá lagt allan sinn metnað í að byggja upp eina vinsælustu tískuvöruverslun landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Árið 2019 flutti Nína í nýtt og rúmgott húsnæði og er í dag orðin fastur viðkomustaður bæði Skagamanna, íbúa úr nágranna sveitarfélögum og sífellt fleiri borgarbúa. Í dag býður verslunin upp á fatnað fyrir bæði konur og karla, vinsæl skómerki, íþróttaföt og úrval fylgihluta. Verslunin Nína á Akranesi býður upp á gott úrval af fatnaði fyrir bæði konur og karla, vinsæl skómerki, íþróttaföt og úrval fylgihluta. Þrjú ár í röð á lista Framúrskarandi fyrirtækja Það er engin smá viðurkenning að lenda þrjú ár í röð á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki og hjónin eru augljóslega stolt. „Viðurkenningin hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Við lítum á hana sem staðfestingu á því að vinnan sem við höfum lagt í reksturinn hafi svo sannarlega skilað sér,“ segir Heimir. „Hún er bæði hvatning fyrir okkur og starfsfólk okkar að halda áfram að gera vel. Við höfum verið lánsöm með frábært starfsfólk gegnum árin og hefðum aldrei náð svona langt án þeirra. Og nú hefur þriðji ættliðurinn hafið störf því dóttir okkar, Anna Berta, er komin á fullt með okkur í reksturinn.“ Helga Dís bætir við að þessi viðurkenning hafi líka áhrif út á við. „Við fáum mikið hrós frá viðskiptavinum sem koma frá höfuðborgarsvæðinu og jafnvel frá birgjum. Það er bara tekið eftir þessu. Við fengum meira að segja köku frá Íslandsbanka,“ segir hún og brosir. Þau eru sérstaklega ánægð með hvað margir borgarbúar leggja leið sína til Akraness. „Þessi hópur er ekki bara ánægður með vöruúrvalið og verðlagninguna heldur er mikið talað um hversu góða þjónustu við veitum og segja margir ekki fá sambærilega þjónustu á sínum heimaslóðum. Þetta skiptir auðvitað miklu máli og sýnir að persónuleg þjónusta er ennþá eitthvað sem er ofarlega í huga fólks.“ Helga Dís (t.v.) ásamt dóttur þeirra hjóna sem er nýjasti starfsmaður verslunarinnar. Ganga í öll verk með bros á vör Rekstur tískuvöruverslunar í um 8.300 manna bæjarfélagi hljómar eins og stór áskorun fyrir óbreyttan leikmann. En Helga Dís og Heimir segja að þetta snúist um að vita hvað maður er að gera, að fylgjast vel með og bara einfaldlega að mæta á gólfið hvern dag með bros á vör. „Við erum alltaf á gólfinu og göngum eiginlega í öll störf,“ segir Helga Dís. „Ekkert verkefni er of stórt eða lítið fyrir okkur og það er ótrúlega stór hluti af velgengninni.“ Að þekkja viðskiptavinina skiptir öllu máli. „Við vitum yfirleitt hvað hentar kúnnahópi okkar og hvað ekki,“ segir Heimir. „Auðvitað heppnast ekki allar pantanir alltaf 100% en þannig er bara þessi bransi. En eftir öll þessi ár erum við orðin nokkuð sjóuð.“ Fjölbreytileiki í bænum skiptir máli Hjónin eru sammála um að klassískar verslanir séu mikilvægur hluti af bæjarlífinu á Akranesi. „Við viljum að fólk geti verslað sem mest í sinni heimabyggð,“ segir Helga Dís. „Það þarf að vera fjölbreytt úrval í litlu bæjarfélagi.“ Þó að engar stórar breytingar séu á teikniborðinu þá útiloka þau hjón aldrei neitt. „Ef við sjáum tækifæri sem gæti hentað okkur og viðskiptavinum okkar þá skoðum við það,“ segir Heimir. „Við lokum engum dyrum.“ Þessar vikurnar standa þau í ströngu við að uppfæra vefverslunina ninaverslun.is og samfélagsmiðlana verslunarinnar. „Þetta eru gríðarlega spennandi verkefni og nauðsynleg fyrir verslun eins og okkar,“ segja þau bæði. Það er alltaf gaman í vinnunni. Þau segjast stefna ótrauð á áframhaldandi veru á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki. „Við stefnum klárlega á að halda áfram að vera á lista þeirra,“ segja þau ákveðin. „Það ýtir okkur áfram og heldur okkur á tánum.“ Eitt er þó ljóst: Ástríða, þjónusta og endalaus vinnusemi eru hjartað í Nínu. Og svo er það hlýlegu brosin á gólfinu, þau sem hafa fylgt versluninni frá fyrsta degi árið 1982 og fylgja henni enn í dag. Þessi grein er unnin í samstarfi við Verslunina Nínu.
Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Akranes Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Fjölskyldufyrirtæki sem heldur vélunum gangandi Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Íslensk framleiðsla sem endist Sjá meira