Sport

„Ég ætla að brjóta á honum and­litið“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Anthony Joshua og Jake Paul mætast í hringnum þann 19. desember.
Anthony Joshua og Jake Paul mætast í hringnum þann 19. desember. Vísir/Getty

Anthony Joshua, fyrrverandi tvöfaldi heimsmeistarinn í þungavigt í boxi, sparaði ekki stóru orðin á blaðamannafundi í aðdraganda bardaga hans við Jake Paul.

Joshua og fyrrverandi Youtube-stjarnan Paul mætast í hringnum þann 19. desember næstkomandi.

Þeir félagar voru mættir saman til að kynna bardagann, sem fram fer í Kaseya Center í Miami. Fyrirfram er gert ráð fyrir að Joshua sé miklu mun sigurstranglegri, en Paul hefur áður komið á óvart. Þó kannski ekki á þessum skala.

Þó kynningin hafi að mestu farið vinsamlega fram á milli þeirra tveggja er óhætt að segja að Joshua hafi farið ófögrum orðum um það sem hann ætlar að gera við Paul í bardaganum.

„Ég ætla að brjóta andlitið á honum og brjóta allan líkama hans,“ sagði hinn 35 ára gamli Joshua. „Ég er mættur til að sýna að ég er betri boxari.“

„Ég ætla að traðka á honum. Það er hugarfarið sem bardagamaður þarf að hafa. Ég mun vilja meiða hann. Það er það sem ég vil gera.“

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×