FIFA setur nettröllin á svartan lista Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2025 16:33 Gianni Infantino, forseti FIFA, (t.h.) með heimsmeistarabikarinn í hönd við hlið Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. EPA/ANNABELLE GORDON Alþjóðaknattspyrnusambandið grípur til harðra aðgerða gegn einstaklingum sem hafa sent frá sér hatursfull ummæli og hótanir á alheimsnetinu. Áætlunin er að koma í veg fyrir að þeir mæti á heimsmeistaramótið næsta sumar. Aðgerðirnar koma fram í nýrri skýrslu sem kynnt var hjá FIFA um helgina. Fifa hefur með þessu hert baráttuna gegn hatri og hótunum á samfélagsmiðlum eftir að hafa áður fengið gagnrýni fyrir að vernda ekki leikmenn í heimsfótboltanum nægilega vel. Skýrsla frá leikmannasamtökunum Fifpro hefur meðal annars bent á að einn af hverjum fimm leikmönnum hafi orðið fyrir munnlegu ofbeldi á HM kvenna árið 2023. Fifa hefur brugðist við gagnrýninni með því að innleiða tólið „Social Media Protection Service“, sem er sambland af tæknilegum hjálpartækjum og sveigjanlegri viðvörunaraðgerðum til að vernda leikmenn. „Ég vil taka það skýrt fram að fótbolti verður að vera öruggt og inngildandi umhverfi, bæði á vellinum, í stúkunni og á netinu,“ segir Gianni Infantino, forseti FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið greinir frá því að sambandið hafi tilkynnt yfir þrjátíu þúsund hótandi færslur í tengslum við mót sín á þessu ári til samfélagsmiðlafyrirtækja. Ellefu einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu í löndum eins og Argentínu, Brasilíu, Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Eitt mál hefur verið afhent Interpol, Alþjóðalögreglunni. Auk lögreglumálanna grípur FIFA einnig til eigin aðgerða til að refsa nettröllunum. Meðal annars er einstaklingum sem sambandið hefur auðkennt sem ógnandi nú meinað að kaupa miða á komandi viðburði eins og HM karla í Norður-Ameríku á næsta ári. HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Aðgerðirnar koma fram í nýrri skýrslu sem kynnt var hjá FIFA um helgina. Fifa hefur með þessu hert baráttuna gegn hatri og hótunum á samfélagsmiðlum eftir að hafa áður fengið gagnrýni fyrir að vernda ekki leikmenn í heimsfótboltanum nægilega vel. Skýrsla frá leikmannasamtökunum Fifpro hefur meðal annars bent á að einn af hverjum fimm leikmönnum hafi orðið fyrir munnlegu ofbeldi á HM kvenna árið 2023. Fifa hefur brugðist við gagnrýninni með því að innleiða tólið „Social Media Protection Service“, sem er sambland af tæknilegum hjálpartækjum og sveigjanlegri viðvörunaraðgerðum til að vernda leikmenn. „Ég vil taka það skýrt fram að fótbolti verður að vera öruggt og inngildandi umhverfi, bæði á vellinum, í stúkunni og á netinu,“ segir Gianni Infantino, forseti FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið greinir frá því að sambandið hafi tilkynnt yfir þrjátíu þúsund hótandi færslur í tengslum við mót sín á þessu ári til samfélagsmiðlafyrirtækja. Ellefu einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu í löndum eins og Argentínu, Brasilíu, Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Eitt mál hefur verið afhent Interpol, Alþjóðalögreglunni. Auk lögreglumálanna grípur FIFA einnig til eigin aðgerða til að refsa nettröllunum. Meðal annars er einstaklingum sem sambandið hefur auðkennt sem ógnandi nú meinað að kaupa miða á komandi viðburði eins og HM karla í Norður-Ameríku á næsta ári.
HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira