Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2025 22:37 Andy Robertson og félagar hans í skoska landsliðinu réðu sér ekki fyrir kæti eftir að þeir tryggðu sér sæti á HM í kvöld. getty/Robbie Jay Barratt Andy Robertson, fyrirliði skoska fótboltalandsliðsins, var skiljanlega í skýjunum eftir að Skotland tryggði sér sæti á HM í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár. Diogo Jota heitinn, sem var samherji Robertsons hjá Liverpool, var honum ofarlega í huga í allan dag. Skotar þurftu að vinna Dani í hreinum úrslitaleik um toppsætið í C-riðli undankeppni HM til að komast í lokakeppnina í fyrsta sinn síðan 1998. Og það tókst á dramatískan hátt. Skoska liðið vann 4-2 sigur en tvö síðustu mörkin komu í uppbótartíma. Fyrst skoraði Kieran Tierney með nákvæmu skoti fyrir utan vítateig og svo Kevin McLean frá miðju. „Þetta er lýsandi fyrir þennan hóp. Við gefumst aldrei upp. Við höldum áfram allt til loka og þetta var klikkaður leikur,“ sagði Robertson eftir viðureignina eftirminnilegu á Hampden Park. „Við lögðum þetta á þjóðina en ég er viss um að það var þess virði. Við erum á leiðinni á HM. Ég faldi þetta vel en ég hef verið ein taugahrúga í dag. Ég vissi að þetta gæti verið mitt síðasta tækifæri til að komast á HM.“ Robertson var mikill vinur Jotas sem lést í bílslysi í sumar. Hann segist hafa hugsað til Portúgalans í dag. „Ég hugsaði um vin minn Diogo Jota í dag. Við töluðum svo mikið um að fara á HM. Ég veit að hann brosir til mín í dag. Ég er svo ánægður að þetta hafi endað svona,“ sagði Robertson. Ótrúleg þjálfararæða Robertson hrósaði Steve Clarke, þjálfara skoska liðsins, í hástert. Undir hans stjórn hafa Skotar komist á þrjú stórmót eftir langa eyðimerkurgöngu þar á undan. „Þessi hópur af strákum, þetta starfslið - þetta er besti hópur sem ég hef verið hluti af. Ræða þjálfarans fyrir leikinn var ótrúleg. Hann talaði um stóru augnablikin sem við höfum upplifað,“ sagði Robertson. „Hann mundi ekki alveg eftir því þegar við tryggðum okkur sæti á EM en sagði okkur að endurtaka leikinn. Tilfinningarnar voru miklar. Að gera þetta fyrir hann og fjölskyldur okkar; þetta er eitt besta kvöld lífs míns.“ Robertson var aðeins fjögurra ára þegar Skotar spiluðu síðast á HM, í Frakklandi 1998. Þeir féllu úr leik í riðlakeppninni eins og í öll skiptin sem þeir hafa verið með á HM. Dregið verður í riðla fyrir HM 2026 5. desember næstkomandi. HM 2026 í fótbolta Andlát Diogo Jota Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira
Skotar þurftu að vinna Dani í hreinum úrslitaleik um toppsætið í C-riðli undankeppni HM til að komast í lokakeppnina í fyrsta sinn síðan 1998. Og það tókst á dramatískan hátt. Skoska liðið vann 4-2 sigur en tvö síðustu mörkin komu í uppbótartíma. Fyrst skoraði Kieran Tierney með nákvæmu skoti fyrir utan vítateig og svo Kevin McLean frá miðju. „Þetta er lýsandi fyrir þennan hóp. Við gefumst aldrei upp. Við höldum áfram allt til loka og þetta var klikkaður leikur,“ sagði Robertson eftir viðureignina eftirminnilegu á Hampden Park. „Við lögðum þetta á þjóðina en ég er viss um að það var þess virði. Við erum á leiðinni á HM. Ég faldi þetta vel en ég hef verið ein taugahrúga í dag. Ég vissi að þetta gæti verið mitt síðasta tækifæri til að komast á HM.“ Robertson var mikill vinur Jotas sem lést í bílslysi í sumar. Hann segist hafa hugsað til Portúgalans í dag. „Ég hugsaði um vin minn Diogo Jota í dag. Við töluðum svo mikið um að fara á HM. Ég veit að hann brosir til mín í dag. Ég er svo ánægður að þetta hafi endað svona,“ sagði Robertson. Ótrúleg þjálfararæða Robertson hrósaði Steve Clarke, þjálfara skoska liðsins, í hástert. Undir hans stjórn hafa Skotar komist á þrjú stórmót eftir langa eyðimerkurgöngu þar á undan. „Þessi hópur af strákum, þetta starfslið - þetta er besti hópur sem ég hef verið hluti af. Ræða þjálfarans fyrir leikinn var ótrúleg. Hann talaði um stóru augnablikin sem við höfum upplifað,“ sagði Robertson. „Hann mundi ekki alveg eftir því þegar við tryggðum okkur sæti á EM en sagði okkur að endurtaka leikinn. Tilfinningarnar voru miklar. Að gera þetta fyrir hann og fjölskyldur okkar; þetta er eitt besta kvöld lífs míns.“ Robertson var aðeins fjögurra ára þegar Skotar spiluðu síðast á HM, í Frakklandi 1998. Þeir féllu úr leik í riðlakeppninni eins og í öll skiptin sem þeir hafa verið með á HM. Dregið verður í riðla fyrir HM 2026 5. desember næstkomandi.
HM 2026 í fótbolta Andlát Diogo Jota Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira