Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 14:31 Pierre-Emile Hojbjerg og Christian Eriksen eru leiðtogar og reynsluboltar danska fótboltalandsliðsins. Getty/Dean Mouhtaropoulos Í kvöld geta Danir fetað í fótspor Norðmanna og tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Til þess þurfa þeir að ná stigi á móti Skotum á Hampden Park. Noregur hefur þegar tryggt sér sæti á HM. Útséð er með að Finnland og Ísland komist í lokakeppnina en Svíar eiga enn von um að komast þangað bakdyramegin vegna árangurs í Þjóðadeildinni. „Hættan á klúðri er til staðar,“ sagði Peter Graulund, fótboltasérfræðingur hjá TV2 í Danmörku. Danmörk verður að ná í stig á þjóðarleikvangi Skota. Ef ekki, þá eru það Skotarnir sem geta fagnað sæti á stórmótinu á næsta ári. Fyrir Dani er orðið eðlilegt að taka þátt í stórmótum á sumrin. Þeir hafa tekið þátt í síðustu þremur alþjóðlegu stórmótunum. Erum með betra fótboltalið „Danmörk er sigurstranglegri og við erum bjartsýnir. Við erum með betra fótboltalið en Skotland,“ sagði Graulund. En nú hefur danski fótboltasérfræðingurinn áhyggjur af því að Skotland geri eins og Noregur. „Ef við lítum á þær Evrópuþjóðir sem hafa tryggt sér sæti á HM 2026, þá eru það sigurstranglegustu liðin í riðlunum sem hafa komist áfram. Við óttumst að Skotland geri eins og Noregur og komi á óvart,“ sagði Graulund. Vitum að þetta verður erfitt Á meðan Danir naga neglurnar heima fyrir er verið að undirbúa hátíð í Skotlandi. Þar geta þeir tryggt sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti síðan 1998. Þá enduðu þeir í neðsta sæti í riðli Noregs. „Við vitum vel að þetta verður erfitt. Það gæti orðið mikil stemning, en Danmörk ætti samt að ná að fá með sér stig, telur Graulund. Graulund útskýrir að hugsanlegt tap gegn Skotlandi megi kalla stórslys, en að samtals eitt stig í nóvember gegn Hvíta-Rússlandi og Skotlandi sé ekki nógu gott. „Stóra stórslysið lætur þó á sér standa. Það kemur umspil ef við komumst ekki beint áfram. Við erum bjartsýnir fyrir leik kvöldsins, en 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Hvíta-Rússlandi olli áhyggjum,“ sagði Graulund. Það munu þó kannski færri Danir en ella fylgjast með leiknum í sjónvarpinu. Þetta kvöld er það ekki bara fótboltaleikurinn í Glasgow sem skapar spennu í Danmörku. Það eru nefnilega líka sveitarstjórnarkosningar í landinu. Mikið í gangi hjá Dönum í kvöld „Stór sjónvarpsvandi – ætlar þú að horfa á sveitarstjórnarkosningar eða landsleik?“, hljóðar fyrirsögnin hjá dönsku TV2. Búist er við að kosningaúrslit frá Kaupmannahöfn verði ljós klukkan 22:30 en leiknum í Skotlandi lýkur um klukkan 22:45. Fyrir Graulund er valið einfalt. „Það er rétt að það eru kosningar í dag, en ég ætla að horfa á fótbolta. Sveitarstjórnarkosningarnar okkar eru mikilvægar, en fótboltaleikur Danmerkur er mikilvægastur,“ sagði Graulund. Leikurinn verður sýndur beint á SÝN Sport Viaplay frá klukkan 19.35. Danmörk HM 2026 í fótbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira
Noregur hefur þegar tryggt sér sæti á HM. Útséð er með að Finnland og Ísland komist í lokakeppnina en Svíar eiga enn von um að komast þangað bakdyramegin vegna árangurs í Þjóðadeildinni. „Hættan á klúðri er til staðar,“ sagði Peter Graulund, fótboltasérfræðingur hjá TV2 í Danmörku. Danmörk verður að ná í stig á þjóðarleikvangi Skota. Ef ekki, þá eru það Skotarnir sem geta fagnað sæti á stórmótinu á næsta ári. Fyrir Dani er orðið eðlilegt að taka þátt í stórmótum á sumrin. Þeir hafa tekið þátt í síðustu þremur alþjóðlegu stórmótunum. Erum með betra fótboltalið „Danmörk er sigurstranglegri og við erum bjartsýnir. Við erum með betra fótboltalið en Skotland,“ sagði Graulund. En nú hefur danski fótboltasérfræðingurinn áhyggjur af því að Skotland geri eins og Noregur. „Ef við lítum á þær Evrópuþjóðir sem hafa tryggt sér sæti á HM 2026, þá eru það sigurstranglegustu liðin í riðlunum sem hafa komist áfram. Við óttumst að Skotland geri eins og Noregur og komi á óvart,“ sagði Graulund. Vitum að þetta verður erfitt Á meðan Danir naga neglurnar heima fyrir er verið að undirbúa hátíð í Skotlandi. Þar geta þeir tryggt sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti síðan 1998. Þá enduðu þeir í neðsta sæti í riðli Noregs. „Við vitum vel að þetta verður erfitt. Það gæti orðið mikil stemning, en Danmörk ætti samt að ná að fá með sér stig, telur Graulund. Graulund útskýrir að hugsanlegt tap gegn Skotlandi megi kalla stórslys, en að samtals eitt stig í nóvember gegn Hvíta-Rússlandi og Skotlandi sé ekki nógu gott. „Stóra stórslysið lætur þó á sér standa. Það kemur umspil ef við komumst ekki beint áfram. Við erum bjartsýnir fyrir leik kvöldsins, en 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Hvíta-Rússlandi olli áhyggjum,“ sagði Graulund. Það munu þó kannski færri Danir en ella fylgjast með leiknum í sjónvarpinu. Þetta kvöld er það ekki bara fótboltaleikurinn í Glasgow sem skapar spennu í Danmörku. Það eru nefnilega líka sveitarstjórnarkosningar í landinu. Mikið í gangi hjá Dönum í kvöld „Stór sjónvarpsvandi – ætlar þú að horfa á sveitarstjórnarkosningar eða landsleik?“, hljóðar fyrirsögnin hjá dönsku TV2. Búist er við að kosningaúrslit frá Kaupmannahöfn verði ljós klukkan 22:30 en leiknum í Skotlandi lýkur um klukkan 22:45. Fyrir Graulund er valið einfalt. „Það er rétt að það eru kosningar í dag, en ég ætla að horfa á fótbolta. Sveitarstjórnarkosningarnar okkar eru mikilvægar, en fótboltaleikur Danmerkur er mikilvægastur,“ sagði Graulund. Leikurinn verður sýndur beint á SÝN Sport Viaplay frá klukkan 19.35.
Danmörk HM 2026 í fótbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira