Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 14:31 Pierre-Emile Hojbjerg og Christian Eriksen eru leiðtogar og reynsluboltar danska fótboltalandsliðsins. Getty/Dean Mouhtaropoulos Í kvöld geta Danir fetað í fótspor Norðmanna og tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Til þess þurfa þeir að ná stigi á móti Skotum á Hampden Park. Noregur hefur þegar tryggt sér sæti á HM. Útséð er með að Finnland og Ísland komist í lokakeppnina en Svíar eiga enn von um að komast þangað bakdyramegin vegna árangurs í Þjóðadeildinni. „Hættan á klúðri er til staðar,“ sagði Peter Graulund, fótboltasérfræðingur hjá TV2 í Danmörku. Danmörk verður að ná í stig á þjóðarleikvangi Skota. Ef ekki, þá eru það Skotarnir sem geta fagnað sæti á stórmótinu á næsta ári. Fyrir Dani er orðið eðlilegt að taka þátt í stórmótum á sumrin. Þeir hafa tekið þátt í síðustu þremur alþjóðlegu stórmótunum. Erum með betra fótboltalið „Danmörk er sigurstranglegri og við erum bjartsýnir. Við erum með betra fótboltalið en Skotland,“ sagði Graulund. En nú hefur danski fótboltasérfræðingurinn áhyggjur af því að Skotland geri eins og Noregur. „Ef við lítum á þær Evrópuþjóðir sem hafa tryggt sér sæti á HM 2026, þá eru það sigurstranglegustu liðin í riðlunum sem hafa komist áfram. Við óttumst að Skotland geri eins og Noregur og komi á óvart,“ sagði Graulund. Vitum að þetta verður erfitt Á meðan Danir naga neglurnar heima fyrir er verið að undirbúa hátíð í Skotlandi. Þar geta þeir tryggt sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti síðan 1998. Þá enduðu þeir í neðsta sæti í riðli Noregs. „Við vitum vel að þetta verður erfitt. Það gæti orðið mikil stemning, en Danmörk ætti samt að ná að fá með sér stig, telur Graulund. Graulund útskýrir að hugsanlegt tap gegn Skotlandi megi kalla stórslys, en að samtals eitt stig í nóvember gegn Hvíta-Rússlandi og Skotlandi sé ekki nógu gott. „Stóra stórslysið lætur þó á sér standa. Það kemur umspil ef við komumst ekki beint áfram. Við erum bjartsýnir fyrir leik kvöldsins, en 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Hvíta-Rússlandi olli áhyggjum,“ sagði Graulund. Það munu þó kannski færri Danir en ella fylgjast með leiknum í sjónvarpinu. Þetta kvöld er það ekki bara fótboltaleikurinn í Glasgow sem skapar spennu í Danmörku. Það eru nefnilega líka sveitarstjórnarkosningar í landinu. Mikið í gangi hjá Dönum í kvöld „Stór sjónvarpsvandi – ætlar þú að horfa á sveitarstjórnarkosningar eða landsleik?“, hljóðar fyrirsögnin hjá dönsku TV2. Búist er við að kosningaúrslit frá Kaupmannahöfn verði ljós klukkan 22:30 en leiknum í Skotlandi lýkur um klukkan 22:45. Fyrir Graulund er valið einfalt. „Það er rétt að það eru kosningar í dag, en ég ætla að horfa á fótbolta. Sveitarstjórnarkosningarnar okkar eru mikilvægar, en fótboltaleikur Danmerkur er mikilvægastur,“ sagði Graulund. Leikurinn verður sýndur beint á SÝN Sport Viaplay frá klukkan 19.35. Danmörk HM 2026 í fótbolta Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Sjá meira
Noregur hefur þegar tryggt sér sæti á HM. Útséð er með að Finnland og Ísland komist í lokakeppnina en Svíar eiga enn von um að komast þangað bakdyramegin vegna árangurs í Þjóðadeildinni. „Hættan á klúðri er til staðar,“ sagði Peter Graulund, fótboltasérfræðingur hjá TV2 í Danmörku. Danmörk verður að ná í stig á þjóðarleikvangi Skota. Ef ekki, þá eru það Skotarnir sem geta fagnað sæti á stórmótinu á næsta ári. Fyrir Dani er orðið eðlilegt að taka þátt í stórmótum á sumrin. Þeir hafa tekið þátt í síðustu þremur alþjóðlegu stórmótunum. Erum með betra fótboltalið „Danmörk er sigurstranglegri og við erum bjartsýnir. Við erum með betra fótboltalið en Skotland,“ sagði Graulund. En nú hefur danski fótboltasérfræðingurinn áhyggjur af því að Skotland geri eins og Noregur. „Ef við lítum á þær Evrópuþjóðir sem hafa tryggt sér sæti á HM 2026, þá eru það sigurstranglegustu liðin í riðlunum sem hafa komist áfram. Við óttumst að Skotland geri eins og Noregur og komi á óvart,“ sagði Graulund. Vitum að þetta verður erfitt Á meðan Danir naga neglurnar heima fyrir er verið að undirbúa hátíð í Skotlandi. Þar geta þeir tryggt sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti síðan 1998. Þá enduðu þeir í neðsta sæti í riðli Noregs. „Við vitum vel að þetta verður erfitt. Það gæti orðið mikil stemning, en Danmörk ætti samt að ná að fá með sér stig, telur Graulund. Graulund útskýrir að hugsanlegt tap gegn Skotlandi megi kalla stórslys, en að samtals eitt stig í nóvember gegn Hvíta-Rússlandi og Skotlandi sé ekki nógu gott. „Stóra stórslysið lætur þó á sér standa. Það kemur umspil ef við komumst ekki beint áfram. Við erum bjartsýnir fyrir leik kvöldsins, en 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Hvíta-Rússlandi olli áhyggjum,“ sagði Graulund. Það munu þó kannski færri Danir en ella fylgjast með leiknum í sjónvarpinu. Þetta kvöld er það ekki bara fótboltaleikurinn í Glasgow sem skapar spennu í Danmörku. Það eru nefnilega líka sveitarstjórnarkosningar í landinu. Mikið í gangi hjá Dönum í kvöld „Stór sjónvarpsvandi – ætlar þú að horfa á sveitarstjórnarkosningar eða landsleik?“, hljóðar fyrirsögnin hjá dönsku TV2. Búist er við að kosningaúrslit frá Kaupmannahöfn verði ljós klukkan 22:30 en leiknum í Skotlandi lýkur um klukkan 22:45. Fyrir Graulund er valið einfalt. „Það er rétt að það eru kosningar í dag, en ég ætla að horfa á fótbolta. Sveitarstjórnarkosningarnar okkar eru mikilvægar, en fótboltaleikur Danmerkur er mikilvægastur,“ sagði Graulund. Leikurinn verður sýndur beint á SÝN Sport Viaplay frá klukkan 19.35.
Danmörk HM 2026 í fótbolta Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Sjá meira