Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 06:30 Gianni Infantino, forseti FIFA, talar í Hvíta húsinu en Donald Trump hlustar. HM-bikarinn var kominn á skrifstofu Trump en sleppur vonandi út aftur. Getty/Win McNamee Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram næsta sumar í Bandaríkjunum og það bættust við þátttökuþjóðir á hverjum degi í þessum landsliðsglugga. Margir hafa aftur á móti áhyggjur af vandræðum innflytjenda í Bandaríkjunum en forseti FIFA reyndi að létta eitthvað af þeim áhyggjum eftir fund með Bandaríkjaforseta. Þeir sem eiga miða á heimsmeistaramót FIFA munu þannig fá forgang í vegabréfsáritunarviðtöl áður en þeir koma til Bandaríkjanna á mótið. Þessi tilkynning kom á mánudag eftir fund Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, starfshóps Hvíta hússins og Gianni Infantino, forseta FIFA. Forgangskerfi FIFA fyrir bókun viðtala, eða FIFA PASS, er ætlað að hjálpa ríkisstjórn Trumps að samræma strangt innflytjendakerfi og tryggja um leið að gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta komist vandræðalaust inn í Bandaríkin. „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn,“ sagði Infantino í yfirlýsingu. „Við höfum alltaf sagt að þetta verði stærsta og víðtækasta heimsmeistaramót FIFA í sögunni og FIFA PASS-þjónustan er mjög áþreifanlegt dæmi um það,“ sagði Infantino. Ellefu bandarískar borgir munu halda 78 leiki á mótinu þar sem 48 lið keppa, en þrjár borgir í Mexíkó og tvær í Kanada munu einnig halda leiki. Vikum eftir að miðasala hófst í október tilkynnti FIFA að þegar væri búið að selja yfir milljón miða og tilkynnti að annar áfangi miðasölu væri hafinn í lok október fyrir næstu milljón miða. Lið víðs vegar að úr heiminum eru á lokastigum undankeppninnar til að fylla í 48 liða hópinn, en gestgjafarnir Bandaríkin, Mexíkó og Kanada hafa þegar tryggt sér sæti. Dregið verður í riðla þann 5. desember. Trump sagðist „hvetja eindregið“ þá sem ferðast til Bandaríkjanna vegna heimsmeistaramótsins til að sækja um vegabréfsáritun „strax.“ Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að stjórnvöld hefðu sent yfir fjögur hundruð viðbótarræðismenn víðs vegar um heiminn til að takast á við eftirspurn eftir vegabréfsáritunum og að í um áttatíu prósentum heimsins gætu ferðamenn til Bandaríkjanna fengið viðtalstíma fyrir vegabréfsáritun innan sextíu daga FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Þeir sem eiga miða á heimsmeistaramót FIFA munu þannig fá forgang í vegabréfsáritunarviðtöl áður en þeir koma til Bandaríkjanna á mótið. Þessi tilkynning kom á mánudag eftir fund Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, starfshóps Hvíta hússins og Gianni Infantino, forseta FIFA. Forgangskerfi FIFA fyrir bókun viðtala, eða FIFA PASS, er ætlað að hjálpa ríkisstjórn Trumps að samræma strangt innflytjendakerfi og tryggja um leið að gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta komist vandræðalaust inn í Bandaríkin. „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn,“ sagði Infantino í yfirlýsingu. „Við höfum alltaf sagt að þetta verði stærsta og víðtækasta heimsmeistaramót FIFA í sögunni og FIFA PASS-þjónustan er mjög áþreifanlegt dæmi um það,“ sagði Infantino. Ellefu bandarískar borgir munu halda 78 leiki á mótinu þar sem 48 lið keppa, en þrjár borgir í Mexíkó og tvær í Kanada munu einnig halda leiki. Vikum eftir að miðasala hófst í október tilkynnti FIFA að þegar væri búið að selja yfir milljón miða og tilkynnti að annar áfangi miðasölu væri hafinn í lok október fyrir næstu milljón miða. Lið víðs vegar að úr heiminum eru á lokastigum undankeppninnar til að fylla í 48 liða hópinn, en gestgjafarnir Bandaríkin, Mexíkó og Kanada hafa þegar tryggt sér sæti. Dregið verður í riðla þann 5. desember. Trump sagðist „hvetja eindregið“ þá sem ferðast til Bandaríkjanna vegna heimsmeistaramótsins til að sækja um vegabréfsáritun „strax.“ Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að stjórnvöld hefðu sent yfir fjögur hundruð viðbótarræðismenn víðs vegar um heiminn til að takast á við eftirspurn eftir vegabréfsáritunum og að í um áttatíu prósentum heimsins gætu ferðamenn til Bandaríkjanna fengið viðtalstíma fyrir vegabréfsáritun innan sextíu daga
FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira