Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2025 22:20 Margrét skráði sig til leiks eftir að vinkona hennar spurði hvað hún myndi gera ef hún væri laus við allan ótta. Margrét Sól Torfadóttir Upptökum á úrslitaþætti Den Store Bagedyst er lokið og er læknaneminn Margrét Sól Torfadóttir því ein fárra sem vita hver stendur uppi sem sigurvegari dönsku bakstursþáttanna þetta árið. Margrét keppir þar til úrslita en almenningur þarf að bíða fram á laugardagskvöld til að sjá hvort hún verði annar Íslendingurinn til að hrifsa sigursætið af dönskum áhugabökurum. Den Store Bagedyst er danska útgáfan af vinsælu bresku raunveruleikaþáttunum The Great British Bake Off þar sem fólk keppir í því að baka besta og fallegasta bakkelsið. Margrét þagnar stundarkorn þegar hún er spurð hvort hægt sé að greina óþolinmóðum Íslendingum frá einhverju úr lokaþættinum. „Ah, ekki mikið meira en að þið verðið bara að fylgjast með ef þið viljið vita meira held ég,“ sagði hún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sæþór Kristinsson stóð uppi sem sigurvegari dönsku þáttaraðarinnar árið 2021, þá 29 ára gamall. Þannig að þú ert að fara í fótspor hans? „Við vonum það. Við krossum allavega fingur,“ svarar Margrét og hlær. Fram að þessu hafi aðeins einn annar Íslendingur tekið þátt og sá farið með sigur af hólmi. Tölfræðin sé því ansi góð. „Þannig að ég vona að ég nái að halda þessum tölum uppi.“ Komist ekki upp með að eigna sér lakkrísinn Margrét segist hafa verið með íslenskar áherslur í þáttunum og til að mynda mikið unnið með lakkrís og súkkulaði í sínum bakstri. Þá hafi hún gert sérstaka útgáfu af hjónabandssælu. „Ég reyni svona að taka allavega íslenskt hráefni og smá íslenska matarmenningu inn í kökuna mína. Mér finnst það svolítið gaman.“ Það varð uppi fótur og fit árið 2022 þegar danski sælgætisframleiðandinn Johan Bülow reyndi að eigna sér heiðurinn af þeirri íslensku sælgætishefð að húða lakkrís með súkkulaði. Margrét tekur þetta ekki í mál. „Ég sagði þeim náttúrulega bara hvaðan þetta kemur og þau reyna ekki að abbast upp á mig lengur eftir að við fórum yfir þessi mál.“ Þess má geta að síðar sama ár dró áðurnefndi lakkrísgerðarmaðurinn Johan Bülow í land og sagði sig hafa sótt innblástur til Íslands. Keppendur fjórtándu seríu í byrjun áður en kvarnaðist úr hópnum. Hvetur fólk til að taka stökkið Örlög Margrétar eru í höndum tveggja dómara sem dæma baksturinn meðal annars út frá bragði, útliti og tæknilegri færni. Hún segir galdurinn felast í því að setja kærleika í baksturinn, hafa smá gaman og æfa sig. „Þá á maður bara von á að þetta endi vel.“ Margrét er á sjötta og síðasta árinu í grunnnámi í læknisfræði og flutti til Kaupmannahafnar fyrir fimm árum. Margrét hefur sýnt í þáttunum að hún kann ýmislegt að baka. Hún kveðst ekki vera búin að ákveða hvað taki við eftir grunnnámið en hún fari mögulega út í skurðlækningar og endi einn daginn aftur heima á Íslandi. Hún segir fátt líkt með bakstrinum og læknanáminu. Margrét mælir eindregið með því að fólk láti slag standa og skrái sig til leiks í bakstursþætti. „Ég er búin að læra ótrúlega margt og prófa eitthvað sem ég hafði aldrei prófað áður. Svo er ég náttúrulega búin að kynnast fullt af ótrúlega skemmtilegum manneskjum á leiðinni. Það er alltaf gott fyrir mann að stíga aðeins út fyrir þægindarammann og sjá hvað maður getur.“ Ákvað að skrá sig eftir afdrifaríka kráarferð Margrét segist hafa verið stödd á bar með vinkonu sinni fyrir nokkru þegar sú spurði hvað hún myndi gera ef hún óttaðist ekki neitt. „Þá sagði ég að ég myndi bara skrá mig í þessa baksturskeppni. Einhvern veginn eftir það þá gat ég ekki hætt að hugsa um það þannig að ég prófaði bara að skrá mig.“ Hún sér ekki eftir því í dag. Reykjavík síðdegis Íslendingar erlendis Danmörk Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Læknaneminn Margrét Sól Torfadóttir keppir til úrslita í dönsku bakarakeppninni Den store bagedyst, Stóra Bakaraslagnum. Hún er annar Íslendingurinn til að taka þátt og hefur þrívegis verið valin meistarabakari vikunnar. 17. nóvember 2025 12:22 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira
Margrét keppir þar til úrslita en almenningur þarf að bíða fram á laugardagskvöld til að sjá hvort hún verði annar Íslendingurinn til að hrifsa sigursætið af dönskum áhugabökurum. Den Store Bagedyst er danska útgáfan af vinsælu bresku raunveruleikaþáttunum The Great British Bake Off þar sem fólk keppir í því að baka besta og fallegasta bakkelsið. Margrét þagnar stundarkorn þegar hún er spurð hvort hægt sé að greina óþolinmóðum Íslendingum frá einhverju úr lokaþættinum. „Ah, ekki mikið meira en að þið verðið bara að fylgjast með ef þið viljið vita meira held ég,“ sagði hún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sæþór Kristinsson stóð uppi sem sigurvegari dönsku þáttaraðarinnar árið 2021, þá 29 ára gamall. Þannig að þú ert að fara í fótspor hans? „Við vonum það. Við krossum allavega fingur,“ svarar Margrét og hlær. Fram að þessu hafi aðeins einn annar Íslendingur tekið þátt og sá farið með sigur af hólmi. Tölfræðin sé því ansi góð. „Þannig að ég vona að ég nái að halda þessum tölum uppi.“ Komist ekki upp með að eigna sér lakkrísinn Margrét segist hafa verið með íslenskar áherslur í þáttunum og til að mynda mikið unnið með lakkrís og súkkulaði í sínum bakstri. Þá hafi hún gert sérstaka útgáfu af hjónabandssælu. „Ég reyni svona að taka allavega íslenskt hráefni og smá íslenska matarmenningu inn í kökuna mína. Mér finnst það svolítið gaman.“ Það varð uppi fótur og fit árið 2022 þegar danski sælgætisframleiðandinn Johan Bülow reyndi að eigna sér heiðurinn af þeirri íslensku sælgætishefð að húða lakkrís með súkkulaði. Margrét tekur þetta ekki í mál. „Ég sagði þeim náttúrulega bara hvaðan þetta kemur og þau reyna ekki að abbast upp á mig lengur eftir að við fórum yfir þessi mál.“ Þess má geta að síðar sama ár dró áðurnefndi lakkrísgerðarmaðurinn Johan Bülow í land og sagði sig hafa sótt innblástur til Íslands. Keppendur fjórtándu seríu í byrjun áður en kvarnaðist úr hópnum. Hvetur fólk til að taka stökkið Örlög Margrétar eru í höndum tveggja dómara sem dæma baksturinn meðal annars út frá bragði, útliti og tæknilegri færni. Hún segir galdurinn felast í því að setja kærleika í baksturinn, hafa smá gaman og æfa sig. „Þá á maður bara von á að þetta endi vel.“ Margrét er á sjötta og síðasta árinu í grunnnámi í læknisfræði og flutti til Kaupmannahafnar fyrir fimm árum. Margrét hefur sýnt í þáttunum að hún kann ýmislegt að baka. Hún kveðst ekki vera búin að ákveða hvað taki við eftir grunnnámið en hún fari mögulega út í skurðlækningar og endi einn daginn aftur heima á Íslandi. Hún segir fátt líkt með bakstrinum og læknanáminu. Margrét mælir eindregið með því að fólk láti slag standa og skrái sig til leiks í bakstursþætti. „Ég er búin að læra ótrúlega margt og prófa eitthvað sem ég hafði aldrei prófað áður. Svo er ég náttúrulega búin að kynnast fullt af ótrúlega skemmtilegum manneskjum á leiðinni. Það er alltaf gott fyrir mann að stíga aðeins út fyrir þægindarammann og sjá hvað maður getur.“ Ákvað að skrá sig eftir afdrifaríka kráarferð Margrét segist hafa verið stödd á bar með vinkonu sinni fyrir nokkru þegar sú spurði hvað hún myndi gera ef hún óttaðist ekki neitt. „Þá sagði ég að ég myndi bara skrá mig í þessa baksturskeppni. Einhvern veginn eftir það þá gat ég ekki hætt að hugsa um það þannig að ég prófaði bara að skrá mig.“ Hún sér ekki eftir því í dag.
Reykjavík síðdegis Íslendingar erlendis Danmörk Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Læknaneminn Margrét Sól Torfadóttir keppir til úrslita í dönsku bakarakeppninni Den store bagedyst, Stóra Bakaraslagnum. Hún er annar Íslendingurinn til að taka þátt og hefur þrívegis verið valin meistarabakari vikunnar. 17. nóvember 2025 12:22 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Fleiri fréttir Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Sjá meira
Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Læknaneminn Margrét Sól Torfadóttir keppir til úrslita í dönsku bakarakeppninni Den store bagedyst, Stóra Bakaraslagnum. Hún er annar Íslendingurinn til að taka þátt og hefur þrívegis verið valin meistarabakari vikunnar. 17. nóvember 2025 12:22