Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 07:30 Heimir Hallgrímsson fagnar sigri Íra á Ungverjum á Puskás-leikvanginum í gær. Getty/ Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson fagnaði vel í leikslok en var yfirvegaður þegar hann mætti á blaðamannafundinn eftir dramatískan sigur á Ungverjum í Búdapest í gær. Undir hans stjórn gerðu Írar hið ótrúlega, unnu þrjá síðustu leiki sína í riðlinum og tryggðu sér sæti í umspilinu um laust HM-sæti. Blaðamaður Iris Mirror lýsti innkomu Eyjamannsins á blaðamannafundinn á Puskas-leikvanginum. „Hlátrasköllin og söngurinn heyrðust úr búningsklefa Íra niður ganginn frá risastóru blaðamannaherbergi Puskas-leikvangsins þegar írski landsliðsþjálfarinn settist niður til að kryfja það sem hann hafði nýverið orðið vitni að,“ skrifaði Mark McCadden hjá Irish Mirror. Súrrealískt að heyra þessi hljóð „Það var súrrealískt að heyra þessi hljóð og sjá í símunum okkar hvað var að gerast inni í búningsklefanum þökk sé Festy Ebosele, sem var með beina útsendingu af taumlausri gleðinni á Instagram. Á sama tíma var Hallgrímsson þó jafn svalur og búast mátti við af manni frá Íslandi,“ skrifaði McCadden. Hann sagði svo frá því sem Heimir talaði um á fundinum. „Ég veit hvar við erum stödd, ég veit hvað þetta þýðir, ekki bara fyrir þennan hóp,“ sagði Heimir. „Ég held að ef við höldum áfram að vaxa, ef við höldum áfram að vinna, þá snýst þetta ekki bara um þetta lið og vöxt þess og möguleikana á að komast á HM. Þetta mun hjálpa írska knattspyrnusambandinu fjárhagslega, sem mun svo aftur hjálpa öllum írskum fótbolta, kvennalandsliðinu, hverjum sem er,“ sagði Heimir. Fólk mun líta til baka eftir tíu ár „Þannig að nú er tími til að líta til baka og hugsa að þetta sé algjört tækifæri og möguleiki til vaxtar, ekki bara fyrir okkur heldur fyrir írskan fótbolta. Við ættum að meta það og hugsa um þessa stráka og ég vona að eftir tíu ár muni fólk líta til baka og segja að þessir strákar hafi byrjað þetta, að þetta sé liðið sem hóf þessa vegferð,“ sagði Heimir. Heimir hélt því fram á fundinum að hann lesi ekki blöðin og noti ekki samfélagsmiðla. Hann ætlar ekki að byrja á því eftir þennan frábæra árangur. „Þá væri kaldhæðnislegt að byrja að lesa allt þetta þegar maður afrekar eitthvað,“ sagði Heimir. Lýsti markinu við markið hans Arnórs á móti Austurríki Heimir lýsti sigurmarkinu hjá Troy Parrott samanborið við markið sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í sigri Íslands á móti Austurríkismönnum á Stade de France á EM 2016. Hann var spurður hvort hann hefði upplifað eitthvað svipað og alsæluna sem fylgdi sigurmarki Parrott á síðustu stundu. „Já, það hef ég,“ sagði hann. „Á síðustu mínútunum skoraði Ísland gegn Austurríki í úrslitakeppni EM, það var alveg eins og þetta. En þessar stundir man maður það sem eftir er ævinnar þegar þær gerast svona,“ sagði Heimir. Blaðamaðurinn vildi þó gera lítið úr því og sagði að Ísland hefði nægt jafntefli í þessum leik á móti Austurríkismönnum en áttaði sig ekki á því að íslenska liðið átti þá í vök að verjast gegn Austurríkismönnum auk þess sem að sigurinn tryggði liðinu langþráðan leik á móti Englandi. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Blaðamaður Iris Mirror lýsti innkomu Eyjamannsins á blaðamannafundinn á Puskas-leikvanginum. „Hlátrasköllin og söngurinn heyrðust úr búningsklefa Íra niður ganginn frá risastóru blaðamannaherbergi Puskas-leikvangsins þegar írski landsliðsþjálfarinn settist niður til að kryfja það sem hann hafði nýverið orðið vitni að,“ skrifaði Mark McCadden hjá Irish Mirror. Súrrealískt að heyra þessi hljóð „Það var súrrealískt að heyra þessi hljóð og sjá í símunum okkar hvað var að gerast inni í búningsklefanum þökk sé Festy Ebosele, sem var með beina útsendingu af taumlausri gleðinni á Instagram. Á sama tíma var Hallgrímsson þó jafn svalur og búast mátti við af manni frá Íslandi,“ skrifaði McCadden. Hann sagði svo frá því sem Heimir talaði um á fundinum. „Ég veit hvar við erum stödd, ég veit hvað þetta þýðir, ekki bara fyrir þennan hóp,“ sagði Heimir. „Ég held að ef við höldum áfram að vaxa, ef við höldum áfram að vinna, þá snýst þetta ekki bara um þetta lið og vöxt þess og möguleikana á að komast á HM. Þetta mun hjálpa írska knattspyrnusambandinu fjárhagslega, sem mun svo aftur hjálpa öllum írskum fótbolta, kvennalandsliðinu, hverjum sem er,“ sagði Heimir. Fólk mun líta til baka eftir tíu ár „Þannig að nú er tími til að líta til baka og hugsa að þetta sé algjört tækifæri og möguleiki til vaxtar, ekki bara fyrir okkur heldur fyrir írskan fótbolta. Við ættum að meta það og hugsa um þessa stráka og ég vona að eftir tíu ár muni fólk líta til baka og segja að þessir strákar hafi byrjað þetta, að þetta sé liðið sem hóf þessa vegferð,“ sagði Heimir. Heimir hélt því fram á fundinum að hann lesi ekki blöðin og noti ekki samfélagsmiðla. Hann ætlar ekki að byrja á því eftir þennan frábæra árangur. „Þá væri kaldhæðnislegt að byrja að lesa allt þetta þegar maður afrekar eitthvað,“ sagði Heimir. Lýsti markinu við markið hans Arnórs á móti Austurríki Heimir lýsti sigurmarkinu hjá Troy Parrott samanborið við markið sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í sigri Íslands á móti Austurríkismönnum á Stade de France á EM 2016. Hann var spurður hvort hann hefði upplifað eitthvað svipað og alsæluna sem fylgdi sigurmarki Parrott á síðustu stundu. „Já, það hef ég,“ sagði hann. „Á síðustu mínútunum skoraði Ísland gegn Austurríki í úrslitakeppni EM, það var alveg eins og þetta. En þessar stundir man maður það sem eftir er ævinnar þegar þær gerast svona,“ sagði Heimir. Blaðamaðurinn vildi þó gera lítið úr því og sagði að Ísland hefði nægt jafntefli í þessum leik á móti Austurríkismönnum en áttaði sig ekki á því að íslenska liðið átti þá í vök að verjast gegn Austurríkismönnum auk þess sem að sigurinn tryggði liðinu langþráðan leik á móti Englandi.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira