Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2025 07:02 DeAndre Kane fór hundfúll af velli, mátti þola hróp og köll, og skömmu síðar fór ruslatunnan á flug. Skjáskot/Sýn Sport „Ég hef aldrei séð þetta áður, að maður fái tvær tæknivillur og hendi svo ruslatunnu,“ sagði Teitur Örlygsson í Tilþrifunum á Sýn Sport, þegar hegðun Grindvíkingsins DeAndre Kane í Breiðholti í gærkvöld var til umræðu. Kane var rekinn úr húsi í fjórða leikhluta, eftir tvær tæknivillur, og var því ekki viðstaddur í lokin þegar topplið Bónus-deildarinnar í körfubolta fagnaði sínum sjöunda sigri í röð. Bandaríkjamaðurinn var vægast sagt óánægður með ákvörðun dómaranna og eflaust hefur ekki hjálpað til að þurfa að hlusta á hróp og köll líflegra stuðningsmanna ÍR í Skógarselinu. Hann tók sér sinn tíma í að fara af velli og stoppaði svo við útganginn, á milli stuðningsmanna liðanna, í drjúga stund áður en ruslatunnan sem þar var fór svo á flug. Meira sást svo ekki til Kane. Sérfræðingarnir í Tilþrifunum, Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson, voru ekki beinlínis undrandi á því að Kane væri að koma sér í fréttirnar af óæskilegum ástæðum enda hefur það gerst ítrekað síðustu ár. Klippa: Umræða um Kane og ruslakastið „Þetta er gömul saga og ný, svo við verðum nú aðeins hóflegir. Það gerist ekkert. Hann fer í eitthvað bann í versta falli og svo bara áfram gakk,“ sagði Jón Halldór, eða Jonni, og voru þeir Teitur ánægðir með viðbrögð Jóhanns Þórs Ólafssonar, þjálfara Grindavíkur. „Þetta gerist einu sinni á ári, búið að gerast síðustu þrjú ár,“ sagði Jóhann í viðtali eftir leik. „Ég er búinn að gera mitt, ég er búinn að spjalla við hann og hann er búinn að biðjast afsökunar á þessu. Svo er það bara þeirra sem stýra skútunni fyrir utan völlinn að ákveða hvert framhaldið verður. Ég var að horfa á Last Dance aftur, og þar talaði Phil Jackson um það að í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak. Við skulum bara hafa það þannig,“ sagði Jóhann og Teitur hreifst af þessum viðbrögðum: „Jói er ekki að eyða neinni orku eða dramatík í þetta lengur. Hann lætur bara einhverja aðra fyrir utan völlinn sjá um það og einbeitir sér bara að liðinu. Hann veit alveg að Kane kemur bara sterkari til baka,“ sagði Teitur. Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands óttast ekki fjölgun mála á borð við það sem körfuknattleiksdeild Grindavíkur var dæmd fyrir, vegna hegðunar DeAndre Kane í hálfleik gegn Hetti í Bónus-deildinni, þrátt fyrir lága sekt. 12. nóvember 2024 11:33 „Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. 17. október 2024 22:52 „Varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert“ Starfsmaður Stöðvar 2 kemur við sögu í dómi aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands vegna máls DeAndre Kane. Nú er hægt að lesa allan dóminn á heimasíðu KKÍ. 4. maí 2024 11:31 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Kane var rekinn úr húsi í fjórða leikhluta, eftir tvær tæknivillur, og var því ekki viðstaddur í lokin þegar topplið Bónus-deildarinnar í körfubolta fagnaði sínum sjöunda sigri í röð. Bandaríkjamaðurinn var vægast sagt óánægður með ákvörðun dómaranna og eflaust hefur ekki hjálpað til að þurfa að hlusta á hróp og köll líflegra stuðningsmanna ÍR í Skógarselinu. Hann tók sér sinn tíma í að fara af velli og stoppaði svo við útganginn, á milli stuðningsmanna liðanna, í drjúga stund áður en ruslatunnan sem þar var fór svo á flug. Meira sást svo ekki til Kane. Sérfræðingarnir í Tilþrifunum, Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson, voru ekki beinlínis undrandi á því að Kane væri að koma sér í fréttirnar af óæskilegum ástæðum enda hefur það gerst ítrekað síðustu ár. Klippa: Umræða um Kane og ruslakastið „Þetta er gömul saga og ný, svo við verðum nú aðeins hóflegir. Það gerist ekkert. Hann fer í eitthvað bann í versta falli og svo bara áfram gakk,“ sagði Jón Halldór, eða Jonni, og voru þeir Teitur ánægðir með viðbrögð Jóhanns Þórs Ólafssonar, þjálfara Grindavíkur. „Þetta gerist einu sinni á ári, búið að gerast síðustu þrjú ár,“ sagði Jóhann í viðtali eftir leik. „Ég er búinn að gera mitt, ég er búinn að spjalla við hann og hann er búinn að biðjast afsökunar á þessu. Svo er það bara þeirra sem stýra skútunni fyrir utan völlinn að ákveða hvert framhaldið verður. Ég var að horfa á Last Dance aftur, og þar talaði Phil Jackson um það að í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak. Við skulum bara hafa það þannig,“ sagði Jóhann og Teitur hreifst af þessum viðbrögðum: „Jói er ekki að eyða neinni orku eða dramatík í þetta lengur. Hann lætur bara einhverja aðra fyrir utan völlinn sjá um það og einbeitir sér bara að liðinu. Hann veit alveg að Kane kemur bara sterkari til baka,“ sagði Teitur.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands óttast ekki fjölgun mála á borð við það sem körfuknattleiksdeild Grindavíkur var dæmd fyrir, vegna hegðunar DeAndre Kane í hálfleik gegn Hetti í Bónus-deildinni, þrátt fyrir lága sekt. 12. nóvember 2024 11:33 „Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. 17. október 2024 22:52 „Varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert“ Starfsmaður Stöðvar 2 kemur við sögu í dómi aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands vegna máls DeAndre Kane. Nú er hægt að lesa allan dóminn á heimasíðu KKÍ. 4. maí 2024 11:31 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
„Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands óttast ekki fjölgun mála á borð við það sem körfuknattleiksdeild Grindavíkur var dæmd fyrir, vegna hegðunar DeAndre Kane í hálfleik gegn Hetti í Bónus-deildinni, þrátt fyrir lága sekt. 12. nóvember 2024 11:33
„Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. 17. október 2024 22:52
„Varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert“ Starfsmaður Stöðvar 2 kemur við sögu í dómi aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands vegna máls DeAndre Kane. Nú er hægt að lesa allan dóminn á heimasíðu KKÍ. 4. maí 2024 11:31