Íslenski boltinn

Sjáðu mörk Ís­lands í Bakú

Sindri Sverrisson skrifar
Sverrir Ingi Ingason fagnaði vel eftir að hafa kmið Íslandi í 2-0. Hann hafði ekki skorað fyrir landsliðið í níu ár.
Sverrir Ingi Ingason fagnaði vel eftir að hafa kmið Íslandi í 2-0. Hann hafði ekki skorað fyrir landsliðið í níu ár. Getty/Aziz Karimov

Ísland leikur ákaflega mikilvægan leik við Aserbaísjan í Bakú í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta. Mörkin úr leiknum má sjá á Vísi.

Albert Guðmundsson kom Íslandi yfir eftir tuttugu mínútna leik, eftir snilldarlega sendingu Ísaks Bergmanns Jóhannessonar inn í teig heimamanna.

Sverrir Ingi Ingason bætti svo við öðru marki, sínu fyrsta fyrir Ísland síðan árið 2016, með frábærum skalla eftir ekki síðri fyrirgjöf Jóhanns Bergs Guðmundssonar í hundraðasta leik Jóhanns.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×