23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 14:15 Claudia Rizzo var glaðbeitt eftir að hafa verið kynnt sem nýr forseti Ternana. Ternana Calcio Claudia Rizzo er alveg til í að hrista vel upp í karlaveldinu á Ítalíu og það hefur hún heldur betur gert með því að komast til valda hjá ítölsku fótboltafélagi. „Fótbolti hefur lengi verið karlaheimur en hlutirnir eru að breytast. Konur geta komið með annað sjónarhorn og aukið virði, jafnvel á þessu sviði,“ sagði Claudia Rizzo í samtali við Guardian. Hin 23 ára gamla Rizzo varð fyrr á þessu tímabili fyrsti kvenkyns forseti C-deildarliðsins Ternana. „Þetta er gríðarleg ábyrgð en líka tækifæri til að koma með eitthvað nýtt. Ég vil sanna að konur geti leitt í fótbolta alveg eins og á hvaða öðru sviði sem er,“ sagði Rizzo. Félagið hundrað ára í ár Ternana Calcio heldur upp á hundrað ára afmæli sitt á þessu ári en það var endurvakið árið 1993. Ternana er núna í C-deildinni en hefur spilað tvö tímabil í Seríu A (tímabilin 1972–73 og 1974–75) auk þess að hafa spilað 28 tímabil í Seríu B. Félagið er frá borginni Terni í Úmbríu-héraði á Mið-Ítalíu en hún er með yfir hundrað þúsund íbúa. Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín Rizzo byrjaði að vinna fyrir fjölskyldufyrirtækið áður en hún færði sig yfir í íþróttirnar. „Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín. Þegar þetta tækifæri bauðst, þökk sé fjölskyldu minni, ákvað ég að grípa það. Á þessum aldri er rétt að taka áhættu og henda sér út í hlutina. Maður fæðist ekki frumkvöðull, maður verður það,“ sagði Rizzo. Viðtalið við hana í Guardian.Guardian Þrátt fyrir að nafn fjölskyldu hennar sé áberandi í rekstrinum er hún staðráðin í að vera sjálfstæður forseti. „Það er mikilvægt fyrir mig að sýna að ég er ekki bara hér vegna fjölskyldu minnar. Ég er hér til að vinna, læra og ávinna mér virðingu,“ sagði Rizzo. Forseti ætti ekki að vera fjarlægur Hún fer sínar eigin leiðir sem forseti. „Forseti ætti ekki að vera fjarlægur. Leikmennirnir verða að finna að það er stuðningur og stöðugleiki á bak við þá. Sú ró er nauðsynleg og ég er viss um að með skuldbindingu og réttu hugarfari getum við átt gott tímabil og gert alla stolta,“ sagði Rizzo en er hún of ung fyrir starfið? „Ég lít á aldur minn og æskuna sem styrk. Hún gerir manni kleift að koma með ferskar hugmyndir og nútímalega nálgun. Hjá Ternana er mikilvægt að byggja brú milli nýrra og eldri kynslóða á meðan sjálfsmynd félagsins er haldið lifandi. Ég vil standa mig vel hér og uppfylla væntingar stuðningsmanna, liðsins og starfsfólksins,“ sagði Rizzo. „Lykillinn er að senda skýr skilaboð: þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag eða vinna í stjórnun fótbolta. Framtíðin er kvenkyns og smátt og smátt mun fótboltinn bjóða velkomnar fleiri konur sem geta gefið íþróttinni ferska orku og jákvæða framþróun,“ sagði Rizzo. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Ítalski boltinn Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
„Fótbolti hefur lengi verið karlaheimur en hlutirnir eru að breytast. Konur geta komið með annað sjónarhorn og aukið virði, jafnvel á þessu sviði,“ sagði Claudia Rizzo í samtali við Guardian. Hin 23 ára gamla Rizzo varð fyrr á þessu tímabili fyrsti kvenkyns forseti C-deildarliðsins Ternana. „Þetta er gríðarleg ábyrgð en líka tækifæri til að koma með eitthvað nýtt. Ég vil sanna að konur geti leitt í fótbolta alveg eins og á hvaða öðru sviði sem er,“ sagði Rizzo. Félagið hundrað ára í ár Ternana Calcio heldur upp á hundrað ára afmæli sitt á þessu ári en það var endurvakið árið 1993. Ternana er núna í C-deildinni en hefur spilað tvö tímabil í Seríu A (tímabilin 1972–73 og 1974–75) auk þess að hafa spilað 28 tímabil í Seríu B. Félagið er frá borginni Terni í Úmbríu-héraði á Mið-Ítalíu en hún er með yfir hundrað þúsund íbúa. Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín Rizzo byrjaði að vinna fyrir fjölskyldufyrirtækið áður en hún færði sig yfir í íþróttirnar. „Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín. Þegar þetta tækifæri bauðst, þökk sé fjölskyldu minni, ákvað ég að grípa það. Á þessum aldri er rétt að taka áhættu og henda sér út í hlutina. Maður fæðist ekki frumkvöðull, maður verður það,“ sagði Rizzo. Viðtalið við hana í Guardian.Guardian Þrátt fyrir að nafn fjölskyldu hennar sé áberandi í rekstrinum er hún staðráðin í að vera sjálfstæður forseti. „Það er mikilvægt fyrir mig að sýna að ég er ekki bara hér vegna fjölskyldu minnar. Ég er hér til að vinna, læra og ávinna mér virðingu,“ sagði Rizzo. Forseti ætti ekki að vera fjarlægur Hún fer sínar eigin leiðir sem forseti. „Forseti ætti ekki að vera fjarlægur. Leikmennirnir verða að finna að það er stuðningur og stöðugleiki á bak við þá. Sú ró er nauðsynleg og ég er viss um að með skuldbindingu og réttu hugarfari getum við átt gott tímabil og gert alla stolta,“ sagði Rizzo en er hún of ung fyrir starfið? „Ég lít á aldur minn og æskuna sem styrk. Hún gerir manni kleift að koma með ferskar hugmyndir og nútímalega nálgun. Hjá Ternana er mikilvægt að byggja brú milli nýrra og eldri kynslóða á meðan sjálfsmynd félagsins er haldið lifandi. Ég vil standa mig vel hér og uppfylla væntingar stuðningsmanna, liðsins og starfsfólksins,“ sagði Rizzo. „Lykillinn er að senda skýr skilaboð: þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag eða vinna í stjórnun fótbolta. Framtíðin er kvenkyns og smátt og smátt mun fótboltinn bjóða velkomnar fleiri konur sem geta gefið íþróttinni ferska orku og jákvæða framþróun,“ sagði Rizzo. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Ítalski boltinn Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira