23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 14:15 Claudia Rizzo var glaðbeitt eftir að hafa verið kynnt sem nýr forseti Ternana. Ternana Calcio Claudia Rizzo er alveg til í að hrista vel upp í karlaveldinu á Ítalíu og það hefur hún heldur betur gert með því að komast til valda hjá ítölsku fótboltafélagi. „Fótbolti hefur lengi verið karlaheimur en hlutirnir eru að breytast. Konur geta komið með annað sjónarhorn og aukið virði, jafnvel á þessu sviði,“ sagði Claudia Rizzo í samtali við Guardian. Hin 23 ára gamla Rizzo varð fyrr á þessu tímabili fyrsti kvenkyns forseti C-deildarliðsins Ternana. „Þetta er gríðarleg ábyrgð en líka tækifæri til að koma með eitthvað nýtt. Ég vil sanna að konur geti leitt í fótbolta alveg eins og á hvaða öðru sviði sem er,“ sagði Rizzo. Félagið hundrað ára í ár Ternana Calcio heldur upp á hundrað ára afmæli sitt á þessu ári en það var endurvakið árið 1993. Ternana er núna í C-deildinni en hefur spilað tvö tímabil í Seríu A (tímabilin 1972–73 og 1974–75) auk þess að hafa spilað 28 tímabil í Seríu B. Félagið er frá borginni Terni í Úmbríu-héraði á Mið-Ítalíu en hún er með yfir hundrað þúsund íbúa. Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín Rizzo byrjaði að vinna fyrir fjölskyldufyrirtækið áður en hún færði sig yfir í íþróttirnar. „Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín. Þegar þetta tækifæri bauðst, þökk sé fjölskyldu minni, ákvað ég að grípa það. Á þessum aldri er rétt að taka áhættu og henda sér út í hlutina. Maður fæðist ekki frumkvöðull, maður verður það,“ sagði Rizzo. Viðtalið við hana í Guardian.Guardian Þrátt fyrir að nafn fjölskyldu hennar sé áberandi í rekstrinum er hún staðráðin í að vera sjálfstæður forseti. „Það er mikilvægt fyrir mig að sýna að ég er ekki bara hér vegna fjölskyldu minnar. Ég er hér til að vinna, læra og ávinna mér virðingu,“ sagði Rizzo. Forseti ætti ekki að vera fjarlægur Hún fer sínar eigin leiðir sem forseti. „Forseti ætti ekki að vera fjarlægur. Leikmennirnir verða að finna að það er stuðningur og stöðugleiki á bak við þá. Sú ró er nauðsynleg og ég er viss um að með skuldbindingu og réttu hugarfari getum við átt gott tímabil og gert alla stolta,“ sagði Rizzo en er hún of ung fyrir starfið? „Ég lít á aldur minn og æskuna sem styrk. Hún gerir manni kleift að koma með ferskar hugmyndir og nútímalega nálgun. Hjá Ternana er mikilvægt að byggja brú milli nýrra og eldri kynslóða á meðan sjálfsmynd félagsins er haldið lifandi. Ég vil standa mig vel hér og uppfylla væntingar stuðningsmanna, liðsins og starfsfólksins,“ sagði Rizzo. „Lykillinn er að senda skýr skilaboð: þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag eða vinna í stjórnun fótbolta. Framtíðin er kvenkyns og smátt og smátt mun fótboltinn bjóða velkomnar fleiri konur sem geta gefið íþróttinni ferska orku og jákvæða framþróun,“ sagði Rizzo. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Ítalski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Sjá meira
„Fótbolti hefur lengi verið karlaheimur en hlutirnir eru að breytast. Konur geta komið með annað sjónarhorn og aukið virði, jafnvel á þessu sviði,“ sagði Claudia Rizzo í samtali við Guardian. Hin 23 ára gamla Rizzo varð fyrr á þessu tímabili fyrsti kvenkyns forseti C-deildarliðsins Ternana. „Þetta er gríðarleg ábyrgð en líka tækifæri til að koma með eitthvað nýtt. Ég vil sanna að konur geti leitt í fótbolta alveg eins og á hvaða öðru sviði sem er,“ sagði Rizzo. Félagið hundrað ára í ár Ternana Calcio heldur upp á hundrað ára afmæli sitt á þessu ári en það var endurvakið árið 1993. Ternana er núna í C-deildinni en hefur spilað tvö tímabil í Seríu A (tímabilin 1972–73 og 1974–75) auk þess að hafa spilað 28 tímabil í Seríu B. Félagið er frá borginni Terni í Úmbríu-héraði á Mið-Ítalíu en hún er með yfir hundrað þúsund íbúa. Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín Rizzo byrjaði að vinna fyrir fjölskyldufyrirtækið áður en hún færði sig yfir í íþróttirnar. „Fótbolti hefur alltaf verið sönn ástríða mín. Þegar þetta tækifæri bauðst, þökk sé fjölskyldu minni, ákvað ég að grípa það. Á þessum aldri er rétt að taka áhættu og henda sér út í hlutina. Maður fæðist ekki frumkvöðull, maður verður það,“ sagði Rizzo. Viðtalið við hana í Guardian.Guardian Þrátt fyrir að nafn fjölskyldu hennar sé áberandi í rekstrinum er hún staðráðin í að vera sjálfstæður forseti. „Það er mikilvægt fyrir mig að sýna að ég er ekki bara hér vegna fjölskyldu minnar. Ég er hér til að vinna, læra og ávinna mér virðingu,“ sagði Rizzo. Forseti ætti ekki að vera fjarlægur Hún fer sínar eigin leiðir sem forseti. „Forseti ætti ekki að vera fjarlægur. Leikmennirnir verða að finna að það er stuðningur og stöðugleiki á bak við þá. Sú ró er nauðsynleg og ég er viss um að með skuldbindingu og réttu hugarfari getum við átt gott tímabil og gert alla stolta,“ sagði Rizzo en er hún of ung fyrir starfið? „Ég lít á aldur minn og æskuna sem styrk. Hún gerir manni kleift að koma með ferskar hugmyndir og nútímalega nálgun. Hjá Ternana er mikilvægt að byggja brú milli nýrra og eldri kynslóða á meðan sjálfsmynd félagsins er haldið lifandi. Ég vil standa mig vel hér og uppfylla væntingar stuðningsmanna, liðsins og starfsfólksins,“ sagði Rizzo. „Lykillinn er að senda skýr skilaboð: þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag eða vinna í stjórnun fótbolta. Framtíðin er kvenkyns og smátt og smátt mun fótboltinn bjóða velkomnar fleiri konur sem geta gefið íþróttinni ferska orku og jákvæða framþróun,“ sagði Rizzo. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Ítalski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Sjá meira