Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 09:31 Ólafur Jóhannesson segir að Eiður Smári Guðjohnsen sé langstærsta nafn sem hann hafi þjálfað. Getty/ Steve Welsh/Barrington Coombs Ólafur Jóhannesson talar um tíma sinn sem landsliðsþjálfari í nýrri ævisögu sinni sem kemur nú út fyrir jólin. Þar á meðal ræðir hann samskipti sín við Eið Smára Guðjohnsen, sem var fyrirliði landsliðsins og langstærsta fótboltastjarna Íslands, þegar Ólafur tók við liðinu. Út er komin ævisaga knattspyrnuþjálfarans Ólafs Jóhannessonar. Bókin: Óli Jó – fótboltasaga, er rituð af Ingva Þór Sæmundssyni íþróttafréttamanni og í henni segir Ólafur sína sögu, þar á meðal frá því að hann var landsliðsþjálfari árin 2007 til 2011. Tók fyrirliðabandið af Eiði Ólafur, sem kom víða við á sínum ferli og gerði FH meðal annars að stórveldi, segir sögu sína á fádæma skemmtilegan og beinskeyttan hátt í bókinni og hann fer einnig vel yfir árin sín sem landsliðsþjálfari þar sem margir af leikmönnum sem mynduðu gullkynslóðina stigu sín fyrstu spor. Ólafur tók fyrirliðabandið af Eiði Smára fljótlega eftir að hann tók við liðinu. „Þarna var ég búinn að ákveða að taka fyrirliðabandið af Eiði. Eftir samtalið við hann þegar ég tók við ákvað ég að gera það og mat það þannig að það myndi létta aðeins af honum. En hann var mjög ósáttur við mig og það var ekkert skrítið,“ sagði Ólafur í bókinni. Langstærsta nafnið sem hann hafði þjálfað „Eiður var langstærsta nafn sem ég hafði þjálfað, stór í heimsfótboltanum og það er enginn vafi að hann er hæfileikaríkasti leikmaður sem ég þjálfaði á ferlinum. Hann varð Evrópumeistari með Barcelona og þótt hann hafi ekki alltaf verið fastamaður í liðinu spilaði hann reglulega með því. Það var ekki erfitt að þjálfa Eið, hann var ljúfur sem lamb,“ sagði Ólafur. „Stundum vissi ég ekki alveg hvar ég hafði Eið því hann sagði ekki mikið en þegar hann gerði það hlustuðu menn á hann. Einu sinni hafði ég samband við hann og vildi hitta hann úti á Englandi til spjalla við hann. Hann sagði að það væri ekkert mál,“ sagði Ólafur en þetta varð að fýluferð til Englands. Náði aldrei á hann „Ég fór út en hitti hann aldrei. Ég náði aldrei á hann og þegar ég kom heim var ég ansi fúll út í hann, var óákveðinn hvað ég ætlaði að gera og hugsaði að nú hætti ég að velja hann. Ég hugsaði hvort hann væri búinn að missa metnaðinn fyrir landsliðinu því þegar ég talaði við hann eftir að ég tók við sagðist hann vera orðinn þreyttur á landsliðsumhverfinu,“ sagði Ólafur Fínir mátar í dag „Hann kom samt eftir það og var fínn. Þarna efaðist ég samt um að hann hefði áhuga á þessu lengur og ræddi það við menn í kringum mig sem ég treysti. En úr varð að ég valdi hann. Hann var bara það góður í fótbolta að ég var klár á því að hann myndi nýtast okkur. Alveg eins og þegar ég talaði við Janus Guðlaugsson þegar ég tók við FH á sínum tíma voru þetta stór nöfn sem ég þurfti að eiga við. Ég þurfti að tala við þessa gæja og ég er ánægður að hafa gert það. Heilt yfir gekk þetta ágætlega milli okkar Eiðs, það voru engin leiðindi og þegar ég hitti hann í dag erum við fínir mátar,“ sagði Ólafur. Hann talar samt um að hann hefði viljað að Eiður Smári hefði gefið meira af sér þann tíma sem hann þjálfaði hann í landsliðinu. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Út er komin ævisaga knattspyrnuþjálfarans Ólafs Jóhannessonar. Bókin: Óli Jó – fótboltasaga, er rituð af Ingva Þór Sæmundssyni íþróttafréttamanni og í henni segir Ólafur sína sögu, þar á meðal frá því að hann var landsliðsþjálfari árin 2007 til 2011. Tók fyrirliðabandið af Eiði Ólafur, sem kom víða við á sínum ferli og gerði FH meðal annars að stórveldi, segir sögu sína á fádæma skemmtilegan og beinskeyttan hátt í bókinni og hann fer einnig vel yfir árin sín sem landsliðsþjálfari þar sem margir af leikmönnum sem mynduðu gullkynslóðina stigu sín fyrstu spor. Ólafur tók fyrirliðabandið af Eiði Smára fljótlega eftir að hann tók við liðinu. „Þarna var ég búinn að ákveða að taka fyrirliðabandið af Eiði. Eftir samtalið við hann þegar ég tók við ákvað ég að gera það og mat það þannig að það myndi létta aðeins af honum. En hann var mjög ósáttur við mig og það var ekkert skrítið,“ sagði Ólafur í bókinni. Langstærsta nafnið sem hann hafði þjálfað „Eiður var langstærsta nafn sem ég hafði þjálfað, stór í heimsfótboltanum og það er enginn vafi að hann er hæfileikaríkasti leikmaður sem ég þjálfaði á ferlinum. Hann varð Evrópumeistari með Barcelona og þótt hann hafi ekki alltaf verið fastamaður í liðinu spilaði hann reglulega með því. Það var ekki erfitt að þjálfa Eið, hann var ljúfur sem lamb,“ sagði Ólafur. „Stundum vissi ég ekki alveg hvar ég hafði Eið því hann sagði ekki mikið en þegar hann gerði það hlustuðu menn á hann. Einu sinni hafði ég samband við hann og vildi hitta hann úti á Englandi til spjalla við hann. Hann sagði að það væri ekkert mál,“ sagði Ólafur en þetta varð að fýluferð til Englands. Náði aldrei á hann „Ég fór út en hitti hann aldrei. Ég náði aldrei á hann og þegar ég kom heim var ég ansi fúll út í hann, var óákveðinn hvað ég ætlaði að gera og hugsaði að nú hætti ég að velja hann. Ég hugsaði hvort hann væri búinn að missa metnaðinn fyrir landsliðinu því þegar ég talaði við hann eftir að ég tók við sagðist hann vera orðinn þreyttur á landsliðsumhverfinu,“ sagði Ólafur Fínir mátar í dag „Hann kom samt eftir það og var fínn. Þarna efaðist ég samt um að hann hefði áhuga á þessu lengur og ræddi það við menn í kringum mig sem ég treysti. En úr varð að ég valdi hann. Hann var bara það góður í fótbolta að ég var klár á því að hann myndi nýtast okkur. Alveg eins og þegar ég talaði við Janus Guðlaugsson þegar ég tók við FH á sínum tíma voru þetta stór nöfn sem ég þurfti að eiga við. Ég þurfti að tala við þessa gæja og ég er ánægður að hafa gert það. Heilt yfir gekk þetta ágætlega milli okkar Eiðs, það voru engin leiðindi og þegar ég hitti hann í dag erum við fínir mátar,“ sagði Ólafur. Hann talar samt um að hann hefði viljað að Eiður Smári hefði gefið meira af sér þann tíma sem hann þjálfaði hann í landsliðinu.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira