Fótbolti

Marka­regn í enska boltanum í dag

Siggeir Ævarsson skrifar
Leikmenn Aston Villa á góðri stundu.
Leikmenn Aston Villa á góðri stundu. Vísir/Getty

Mörkin létu ekki á sér standa í enska boltanum í dag en tólf mörk voru skoruð í fyrstu fjórum leikjum dagsins.

Aston Villa gjörsigraði Bournemouth 4-0 en liðin eru nú jöfn að stigum með 18 stig eins og þrjú önnur lið í 5. - 9. sæti.

Þá vann Brentford góðan 3-1 sigur á Newcastle þar sem Dan Burn sá rautt í stöðunni 1-1 og Nottingham Forest vann sinn fyrsta deildarsigur undir stjórn Sean Dyche þegar liðið lagði Leeds 3-1.

Farið var yfir allt það helsta úr þessum leikjum í kvöldfréttum Sýnar í kvöld og má sjá innslagið í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×