„Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2025 09:02 Erika Nótt nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og segir það eiga eftir að leiða af sér margfalt meiri tekjur. vísir / lýður valberg Hnefaleikakonan Erika Nótt hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og býst við því að fá mun betur borgað en kollegar sínir þegar hún gerist atvinnumaður í íþróttinni. Erika er með um 120 þúsund fylgjendur á bæði Instagram og TikTok, þar sem hún sýnir frá daglega lífinu sem hnefaleikakona ásamt öðru skemmtiefni. Hún telur samfélagsmiðla vera besta tækið sem íþróttafólk getur nýtt til að koma sér á framfæri og segir það eiga eftir að skila sér margfalt meiri tekjum. „Þetta er svo ógeðslega mikilvægt og búið að gera svo mikið fyrir mig. Ég fæ ábyggilega meira borgað fyrir fyrsta bardagann minn en flestir boxarar fá yfir allan ferilinn sinn. Bara af því ég byrjaði á félagsmiðlum, ég er bara að birta einhver TikTok myndbönd skilurðu, þetta er ekkert mál“ segir Erika. View this post on Instagram „Erika Night er fyrirtæki“ Erika virðist einmitt eiga nokkuð auðvelt með að sækja smelli á samfélagsmiðlum en segir mikla vinnu liggja þar að baki. „Ég hef alltaf verið góð í þessu en svo er ég líka íþróttamaður og íþróttamenn eru mjög agaðir, það er líka það sem er fyrir aftan félagsmiðla. Sumir horfa á þetta sem eitthvað ógeðslega létt en þetta er alveg erfitt, ég pósta sjö sinnum á dag“ segir Erika. @erikanightnight I’m not the best on a speed bag. I’ve been away from it for three months, but I’ll get better. #boxing🥊 ♬ original sound - Erika Night Hún vill líka aðstoða annað íþróttafólk sem á ekki eins auðvelt með þetta og er byrjuð með samfélagsliðsmiðlakennslu. „Ég vil bara að fólk nái þessu, sem íþróttamaður verðurðu að markaðssetja sjálfan þig. Ef þú hugsar um einhvern eins og [Cristiano] Ronaldo, auðvitað er hann búinn að markaðssetja sjálfan sig. Ronaldo er vörumerki, Mike Tyson er vörumerki og það er mjög mikilvægt að gera það rétt. Þú ert fyrirtæki, sem íþróttamaður, Erika Night er fyrirtæki.“ Fer ekki í atvinnumennsku upp á eigin spýtur Erika er enn áhugamaður í hnefaleikum en stefnir á að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku snemma á næsta ári. Það gerir hún þó ekki algjörlega af sjálfsdáðun í gegnum samfélagsmiðla heldur í samvinnu við erlent markaðsfyrirtæki, eða vonandi allavega. „Þetta er risastórt markaðsfyrirtæki, eitt það stærsta í heiminum. Ég fór einu sinni á mót hjá þeim og fannst það geggjað, mig langar að keppa hjá þeim. Þau eru risastór og passa mjög vel við mig, ég vildi að ég gæti sagt hvaða fyrirtæki þetta er en ég vil ekki jinxa neitt“ sagði Erika að lokum í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan. Box Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira
Erika er með um 120 þúsund fylgjendur á bæði Instagram og TikTok, þar sem hún sýnir frá daglega lífinu sem hnefaleikakona ásamt öðru skemmtiefni. Hún telur samfélagsmiðla vera besta tækið sem íþróttafólk getur nýtt til að koma sér á framfæri og segir það eiga eftir að skila sér margfalt meiri tekjum. „Þetta er svo ógeðslega mikilvægt og búið að gera svo mikið fyrir mig. Ég fæ ábyggilega meira borgað fyrir fyrsta bardagann minn en flestir boxarar fá yfir allan ferilinn sinn. Bara af því ég byrjaði á félagsmiðlum, ég er bara að birta einhver TikTok myndbönd skilurðu, þetta er ekkert mál“ segir Erika. View this post on Instagram „Erika Night er fyrirtæki“ Erika virðist einmitt eiga nokkuð auðvelt með að sækja smelli á samfélagsmiðlum en segir mikla vinnu liggja þar að baki. „Ég hef alltaf verið góð í þessu en svo er ég líka íþróttamaður og íþróttamenn eru mjög agaðir, það er líka það sem er fyrir aftan félagsmiðla. Sumir horfa á þetta sem eitthvað ógeðslega létt en þetta er alveg erfitt, ég pósta sjö sinnum á dag“ segir Erika. @erikanightnight I’m not the best on a speed bag. I’ve been away from it for three months, but I’ll get better. #boxing🥊 ♬ original sound - Erika Night Hún vill líka aðstoða annað íþróttafólk sem á ekki eins auðvelt með þetta og er byrjuð með samfélagsliðsmiðlakennslu. „Ég vil bara að fólk nái þessu, sem íþróttamaður verðurðu að markaðssetja sjálfan þig. Ef þú hugsar um einhvern eins og [Cristiano] Ronaldo, auðvitað er hann búinn að markaðssetja sjálfan sig. Ronaldo er vörumerki, Mike Tyson er vörumerki og það er mjög mikilvægt að gera það rétt. Þú ert fyrirtæki, sem íþróttamaður, Erika Night er fyrirtæki.“ Fer ekki í atvinnumennsku upp á eigin spýtur Erika er enn áhugamaður í hnefaleikum en stefnir á að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku snemma á næsta ári. Það gerir hún þó ekki algjörlega af sjálfsdáðun í gegnum samfélagsmiðla heldur í samvinnu við erlent markaðsfyrirtæki, eða vonandi allavega. „Þetta er risastórt markaðsfyrirtæki, eitt það stærsta í heiminum. Ég fór einu sinni á mót hjá þeim og fannst það geggjað, mig langar að keppa hjá þeim. Þau eru risastór og passa mjög vel við mig, ég vildi að ég gæti sagt hvaða fyrirtæki þetta er en ég vil ekki jinxa neitt“ sagði Erika að lokum í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan.
Box Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira