BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 09:01 Björgvin Karl Guðmundsson þekkir það vel að keppa í sundgreinum á alþjóðlegum stórmótum í CrossFit. @dxbfitnesschamp Íslandsmótið í CrossFit fer fram um helgina þar sem keppt er í opnum flokki karla og kvenna. CrossFit Ísland hefur verið að kynna keppnisgreinarnar í aðdraganda mótsins sem hefst í kvöld. Björgvin Karl Guðmundsson, sem er þekktastur undir gælunafninu BKG í CrossFit-heiminum, er tekinn við stjórninni hjá CrossFit Reykjavík sem heldur Íslandsmótið. Hann kynnti fimmtu grein Íslandsmótsins sjálfur eins og sjá má hér fyrir neðan. Björgvin Karl þekkir sundgreinarnar vel frá þátttöku sinni á heimsleikunum í gegnum tíðina og hann ætlar að bjóða upp á sundgrein á Íslandsmótinu. Hann ætlar líka með greinina í sína heimabyggð. „Við ætlum að fara til Hveragerðis, í sundlaugina Laugaskarð og við ætlum að gera sund WOD,“ sagði Björgvin Karl. Sundlaugin Laugaskarði var byggð í sjálfboðavinnu en fyrst var vatni hleypt í hana í júnímánuði árið 1938. Hún er því orðin 87 ára gömul. Fimmta greinin er sambland af fimmtíu eða hundrað metra sundsprettum og 25 handlóðapressum með hnébeygju. Sundið má að sjálfsögðu synda með frjálsum hætti en það má búast við talsverðum buslugangi í öllum hamaganginum. Fimmta greinin heitir þó ekki BGK eða Hvergerði heldur var hún skírð „Kristín Rós“ eftir íslensku sunddrottningunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem er ein mesta afrekskona íslenskra íþrótta enda vann hún til fjölda gullverðlauna á Ólympíumótum fatlaðra. Kristín vann alls tólf ólympíuverðlaun, þar af fimm gull, tvenn silfur og fimm brons. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2008 og var útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Nöfn hinna greinanna á Íslandsmótinu eru „Sóley Margrét“, „Vala Flosa“, „Mari Järsk“ og „Eygló Fanndal“. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson, sem er þekktastur undir gælunafninu BKG í CrossFit-heiminum, er tekinn við stjórninni hjá CrossFit Reykjavík sem heldur Íslandsmótið. Hann kynnti fimmtu grein Íslandsmótsins sjálfur eins og sjá má hér fyrir neðan. Björgvin Karl þekkir sundgreinarnar vel frá þátttöku sinni á heimsleikunum í gegnum tíðina og hann ætlar að bjóða upp á sundgrein á Íslandsmótinu. Hann ætlar líka með greinina í sína heimabyggð. „Við ætlum að fara til Hveragerðis, í sundlaugina Laugaskarð og við ætlum að gera sund WOD,“ sagði Björgvin Karl. Sundlaugin Laugaskarði var byggð í sjálfboðavinnu en fyrst var vatni hleypt í hana í júnímánuði árið 1938. Hún er því orðin 87 ára gömul. Fimmta greinin er sambland af fimmtíu eða hundrað metra sundsprettum og 25 handlóðapressum með hnébeygju. Sundið má að sjálfsögðu synda með frjálsum hætti en það má búast við talsverðum buslugangi í öllum hamaganginum. Fimmta greinin heitir þó ekki BGK eða Hvergerði heldur var hún skírð „Kristín Rós“ eftir íslensku sunddrottningunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem er ein mesta afrekskona íslenskra íþrótta enda vann hún til fjölda gullverðlauna á Ólympíumótum fatlaðra. Kristín vann alls tólf ólympíuverðlaun, þar af fimm gull, tvenn silfur og fimm brons. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2008 og var útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Nöfn hinna greinanna á Íslandsmótinu eru „Sóley Margrét“, „Vala Flosa“, „Mari Järsk“ og „Eygló Fanndal“. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland)
CrossFit Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira