Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 07:52 Guðrún Edda Sigurðardóttir á án vafa eina af bestu endurkomum ársins í íslensku íþróttalífi. @gudruneddasig Þegar leitað verður að endurkomu ársins í íslensku íþróttalífi á árinu 2025 þá hlýtur fimleikakonan Guðrún Edda Sigurðardóttir að koma þar sterklega til greina. Guðrún Edda er að gera eitthvað í lok ársins sem enginn sá fyrir í upphafi þess. Hún er á leiðinni á Norðurlandamótið í hópfimleikum með Stjörnunni. Árið 2024 endaði nefnilega hræðilega fyrir Guðrúnu Eddu þegar hún hálsbrotnaði á fimleikaæfingu. Þá var hún nýorðin Evrópumeistari með íslenska kvennalandsliðinu. „Árið 2024 endaði ekkert rosalega vel þar sem ég braut hryggjarlið í hálsinum á æfingu. Krefjandi tímabil fram undan en spennt að komast aftur á fullt,“ skrifaði Guðrún Edda þá á samfélagsmiðla sína og birti mynd af sér á sjúkrahúsinu. Útlitið var vissulega svart milli jóla og nýárs í fyrra en það var hugur í henni þrátt fyrir allt. „Fyrir rétt rúmum tíu mánuðum síðan hélt ég að fimleikaferillinn minn væri búinn eftir að ég lenti í því að lenda illa á fimleikaæfingu og fékk þær fréttir upp á spítala að ég væri með brotin háls. Við tók langur bati og sérstaklega erfiður bati andlega,“ skrifaði Guðrún Edda í nýrri færslu þar sem var sannarlega ástæða til að fagna afreki hennar. Með þrautseigju, dugnaði og staðfestu hafði hún ekki aðeins komist aftur í fimleikasalinn heldur var hún búin að vinna sér sæti í Norðurlandsmótsliði Stjörnunnar. Hún nefnir þar sérstaklega andlega þáttinn og það er hægt að vekja athygli á því. Þú hálsbrotnar á æfingu sem er meiðsli sem eru öllum erfið líkamlega en hvað þá að sýna hugrekkið og hungrið að koma sér aftur inn á fimleikagólfið. Það er enn meiri sigur. „Þegar ég kom aftur inn í fimleikasalinn að horfa á liðið mitt æfa hugsaði ég strax um að mitt markmið væri að koma mér til baka og ná að keppa á Norðurlandamóti sem væri ellefu mánuðum seinna,“ skrifaði Guðrún Edda og hún er nú að ná þessu magnaða og krefjandi markmiði sínu. „Eftir alla þessa mánuði af því að byrja upp á nýtt í fimleikum er ég á leið á Norðurlandamót í Finnlandi með þessu geggjaða liði, í fyrsta skipti í nýjum galla og með nýjum liðsfélögum,“ skrifaði Guðrún Edda. Þetta verður hennar þriðja Norðurlandamót en kannski það merkilegasta af þeim öllum enda þegar sigurvegari í augum flestra sem fá að heyra ótrúlega endurkomusögu hennar. Næst á dagskrá er Norðurlandamótið í Finnlandi um komandi helgi þar sem Stjörnukonur ætla sér stóra hluti. View this post on Instagram A post shared by Guðrún Edda Sigurðardóttir (@gudruneddasig) Fimleikar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira
Guðrún Edda er að gera eitthvað í lok ársins sem enginn sá fyrir í upphafi þess. Hún er á leiðinni á Norðurlandamótið í hópfimleikum með Stjörnunni. Árið 2024 endaði nefnilega hræðilega fyrir Guðrúnu Eddu þegar hún hálsbrotnaði á fimleikaæfingu. Þá var hún nýorðin Evrópumeistari með íslenska kvennalandsliðinu. „Árið 2024 endaði ekkert rosalega vel þar sem ég braut hryggjarlið í hálsinum á æfingu. Krefjandi tímabil fram undan en spennt að komast aftur á fullt,“ skrifaði Guðrún Edda þá á samfélagsmiðla sína og birti mynd af sér á sjúkrahúsinu. Útlitið var vissulega svart milli jóla og nýárs í fyrra en það var hugur í henni þrátt fyrir allt. „Fyrir rétt rúmum tíu mánuðum síðan hélt ég að fimleikaferillinn minn væri búinn eftir að ég lenti í því að lenda illa á fimleikaæfingu og fékk þær fréttir upp á spítala að ég væri með brotin háls. Við tók langur bati og sérstaklega erfiður bati andlega,“ skrifaði Guðrún Edda í nýrri færslu þar sem var sannarlega ástæða til að fagna afreki hennar. Með þrautseigju, dugnaði og staðfestu hafði hún ekki aðeins komist aftur í fimleikasalinn heldur var hún búin að vinna sér sæti í Norðurlandsmótsliði Stjörnunnar. Hún nefnir þar sérstaklega andlega þáttinn og það er hægt að vekja athygli á því. Þú hálsbrotnar á æfingu sem er meiðsli sem eru öllum erfið líkamlega en hvað þá að sýna hugrekkið og hungrið að koma sér aftur inn á fimleikagólfið. Það er enn meiri sigur. „Þegar ég kom aftur inn í fimleikasalinn að horfa á liðið mitt æfa hugsaði ég strax um að mitt markmið væri að koma mér til baka og ná að keppa á Norðurlandamóti sem væri ellefu mánuðum seinna,“ skrifaði Guðrún Edda og hún er nú að ná þessu magnaða og krefjandi markmiði sínu. „Eftir alla þessa mánuði af því að byrja upp á nýtt í fimleikum er ég á leið á Norðurlandamót í Finnlandi með þessu geggjaða liði, í fyrsta skipti í nýjum galla og með nýjum liðsfélögum,“ skrifaði Guðrún Edda. Þetta verður hennar þriðja Norðurlandamót en kannski það merkilegasta af þeim öllum enda þegar sigurvegari í augum flestra sem fá að heyra ótrúlega endurkomusögu hennar. Næst á dagskrá er Norðurlandamótið í Finnlandi um komandi helgi þar sem Stjörnukonur ætla sér stóra hluti. View this post on Instagram A post shared by Guðrún Edda Sigurðardóttir (@gudruneddasig)
Fimleikar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira