Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar 5. nóvember 2025 20:33 Fyrir flest eru kaup á fasteign ein stærsta og verðmætasta fjárfesting sem farið er í á lífsleiðinni. Það er dýrt að kaupa fasteign og margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeim kostnaði sem felst í því að eiga svo fasteignina og reka hana. Ýmis gjöld, viðhaldskostnaður og annar kostnaður leggst óumflýjanlega á fasteignaeigendur. Þá eru þetta frekar flókin viðskipti auk þess sem regluumhverfið í kringum fasteignir er síbreytilegt. Þá er jafnvel þörf á frekari lagasetningu til að tryggja hagsmuni fasteignaeigenda. Fyrr á þessu ári fékk ég sjálfur að upplifa það hvernig er að kaupa og reka fasteign. Ég og konan mín keyptum endaraðhús í Seljahverfi, hús sem var æskuheimili mitt og við vinnum að því að koma í gott ástand. Þegar ég hóf störf hjá Húseigendafélaginu opnuðust augu mín fyrir ýmsum málum sem koma á borð starfsmanna Húseigendafélagsins. Má þar nefna nágrannaerjur, erfiðleika í samskiptum við leigutaka, ágreining við opinberar stofnanir og deilur við iðnaðarmenn svo fátt eitt sé nefnt. Starfsfólk Húseigendafélagsins leitast við að sinna málum sem berast af alúð og fagmennsku fyrir félagsmenn. Einn af hornsteinum Húseigendafélagsins hefur verið og er sérhæfð lögfræðiráðgjöf til félagsmanna. Mikil aðsókn hefur verið í viðtöl hjá lögfræðingum félagsins og fjöldi erinda berst þjónustuborðinu dag hvern. Það kom mér á óvart að sjá hversu algengur misskilningur það virðist vera hjá, til dæmis, raðhúsaeigendum að líta á viðhald við ytra byrði raðhúss sem „sitt mál“. Í skilningi laganna telst raðhúsalengja vera „eitt hús“ og þannig gilda sömu reglur um raðhús og önnur fjöleignarhús. Sú lýsing sem Sigurður Helgi Guðjónsson heitinn, fyrrum formaður Húseigendafélagsins, notaði yfir raðhúsalengjur er góð og upplýsandi en hann sagði: „raðhús er í raun blokk á hlið“. Margir raðhúsaeigendur sem leita til Húseigendafélagsins lýsa samskiptum sínum við aðra eigendur raðhúsalengjunnar þannig að þegjandi samkomulag hafi ríkt alla tíð um að hver eigandi sér alfarið um allt viðhald er viðkemur „sínu húsi“. Málin geta auðveldlega flækst ef einn eigandi selur og nýr flytur inn í raðhúsalengju og fer fram á að aðrir taki þátt í kostnaði við viðhald á ytra byrði hússins sem snýr að „hans eign“ og í samræmi við ákvæði laganna. Þá hefur Húseigendafélagið boðið upp á altæka húsfundaþjónustu þar sem tryggt er meðal annars lögmæti fundar og fagleg fundarstjórn. Mín reynsla af þessu fyrstu mánuði mína í starfi er að með því að fá sérhæft starfsfólk Húseigendafélagsins til að undirbúa, stjórna og rita fundargerð á húsfundum húsfélaga, leysast gjarnan mál sem nágrannar hafa ef til vill deilt um til fjölda ára. Oft er uppi einhverskonar samskiptavandi eða misskilningur á milli fólks og þá getur verið ómetanlegt að fá hlutlausan aðila til að stíga inn og tryggja að löglegar og réttar ákvarðanir séu teknar. Heimilið er griðastaður okkar. Við viljum að samskipti við nágranna séu góð og að okkur líði vel. Húseigendafélagið telst til félagasamtaka og vinnur í þágu félagsmanna sinna en félagið er einnig almennt hagsmunafélag fasteignaeigenda á Íslandi. Þannig berst félagið fyrir auknum réttindum fasteignaeigenda en þar eru verkefnin óteljandi. Meðal annars umsagnagerð við lagafrumvörp, samskipti við hið opinbera og margt fleira – allt með það að markmiði að efla og tryggja rétt fasteignaeigenda á Íslandi. Húseigendafélagið hefur verið starfandi í yfir 100 ár. Fjöldi félagsmanna hefur vaxið með árunum. Húseigendafélagið þiggur enga opinbera eða almenna styrki og er því algjörlega óháð. Ég hvet alla fasteignaeigendur sem vilja hafa sterkt hagsmunafélag sem berst fyrir þeirra hag og réttindum til að skrá sig í Húseigendafélagið. Ef ekki væri fyrir Húseigendafélagið – hver vakir þá yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Höfundur er framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir flest eru kaup á fasteign ein stærsta og verðmætasta fjárfesting sem farið er í á lífsleiðinni. Það er dýrt að kaupa fasteign og margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeim kostnaði sem felst í því að eiga svo fasteignina og reka hana. Ýmis gjöld, viðhaldskostnaður og annar kostnaður leggst óumflýjanlega á fasteignaeigendur. Þá eru þetta frekar flókin viðskipti auk þess sem regluumhverfið í kringum fasteignir er síbreytilegt. Þá er jafnvel þörf á frekari lagasetningu til að tryggja hagsmuni fasteignaeigenda. Fyrr á þessu ári fékk ég sjálfur að upplifa það hvernig er að kaupa og reka fasteign. Ég og konan mín keyptum endaraðhús í Seljahverfi, hús sem var æskuheimili mitt og við vinnum að því að koma í gott ástand. Þegar ég hóf störf hjá Húseigendafélaginu opnuðust augu mín fyrir ýmsum málum sem koma á borð starfsmanna Húseigendafélagsins. Má þar nefna nágrannaerjur, erfiðleika í samskiptum við leigutaka, ágreining við opinberar stofnanir og deilur við iðnaðarmenn svo fátt eitt sé nefnt. Starfsfólk Húseigendafélagsins leitast við að sinna málum sem berast af alúð og fagmennsku fyrir félagsmenn. Einn af hornsteinum Húseigendafélagsins hefur verið og er sérhæfð lögfræðiráðgjöf til félagsmanna. Mikil aðsókn hefur verið í viðtöl hjá lögfræðingum félagsins og fjöldi erinda berst þjónustuborðinu dag hvern. Það kom mér á óvart að sjá hversu algengur misskilningur það virðist vera hjá, til dæmis, raðhúsaeigendum að líta á viðhald við ytra byrði raðhúss sem „sitt mál“. Í skilningi laganna telst raðhúsalengja vera „eitt hús“ og þannig gilda sömu reglur um raðhús og önnur fjöleignarhús. Sú lýsing sem Sigurður Helgi Guðjónsson heitinn, fyrrum formaður Húseigendafélagsins, notaði yfir raðhúsalengjur er góð og upplýsandi en hann sagði: „raðhús er í raun blokk á hlið“. Margir raðhúsaeigendur sem leita til Húseigendafélagsins lýsa samskiptum sínum við aðra eigendur raðhúsalengjunnar þannig að þegjandi samkomulag hafi ríkt alla tíð um að hver eigandi sér alfarið um allt viðhald er viðkemur „sínu húsi“. Málin geta auðveldlega flækst ef einn eigandi selur og nýr flytur inn í raðhúsalengju og fer fram á að aðrir taki þátt í kostnaði við viðhald á ytra byrði hússins sem snýr að „hans eign“ og í samræmi við ákvæði laganna. Þá hefur Húseigendafélagið boðið upp á altæka húsfundaþjónustu þar sem tryggt er meðal annars lögmæti fundar og fagleg fundarstjórn. Mín reynsla af þessu fyrstu mánuði mína í starfi er að með því að fá sérhæft starfsfólk Húseigendafélagsins til að undirbúa, stjórna og rita fundargerð á húsfundum húsfélaga, leysast gjarnan mál sem nágrannar hafa ef til vill deilt um til fjölda ára. Oft er uppi einhverskonar samskiptavandi eða misskilningur á milli fólks og þá getur verið ómetanlegt að fá hlutlausan aðila til að stíga inn og tryggja að löglegar og réttar ákvarðanir séu teknar. Heimilið er griðastaður okkar. Við viljum að samskipti við nágranna séu góð og að okkur líði vel. Húseigendafélagið telst til félagasamtaka og vinnur í þágu félagsmanna sinna en félagið er einnig almennt hagsmunafélag fasteignaeigenda á Íslandi. Þannig berst félagið fyrir auknum réttindum fasteignaeigenda en þar eru verkefnin óteljandi. Meðal annars umsagnagerð við lagafrumvörp, samskipti við hið opinbera og margt fleira – allt með það að markmiði að efla og tryggja rétt fasteignaeigenda á Íslandi. Húseigendafélagið hefur verið starfandi í yfir 100 ár. Fjöldi félagsmanna hefur vaxið með árunum. Húseigendafélagið þiggur enga opinbera eða almenna styrki og er því algjörlega óháð. Ég hvet alla fasteignaeigendur sem vilja hafa sterkt hagsmunafélag sem berst fyrir þeirra hag og réttindum til að skrá sig í Húseigendafélagið. Ef ekki væri fyrir Húseigendafélagið – hver vakir þá yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Höfundur er framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun