Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar 5. nóvember 2025 20:33 Fyrir flest eru kaup á fasteign ein stærsta og verðmætasta fjárfesting sem farið er í á lífsleiðinni. Það er dýrt að kaupa fasteign og margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeim kostnaði sem felst í því að eiga svo fasteignina og reka hana. Ýmis gjöld, viðhaldskostnaður og annar kostnaður leggst óumflýjanlega á fasteignaeigendur. Þá eru þetta frekar flókin viðskipti auk þess sem regluumhverfið í kringum fasteignir er síbreytilegt. Þá er jafnvel þörf á frekari lagasetningu til að tryggja hagsmuni fasteignaeigenda. Fyrr á þessu ári fékk ég sjálfur að upplifa það hvernig er að kaupa og reka fasteign. Ég og konan mín keyptum endaraðhús í Seljahverfi, hús sem var æskuheimili mitt og við vinnum að því að koma í gott ástand. Þegar ég hóf störf hjá Húseigendafélaginu opnuðust augu mín fyrir ýmsum málum sem koma á borð starfsmanna Húseigendafélagsins. Má þar nefna nágrannaerjur, erfiðleika í samskiptum við leigutaka, ágreining við opinberar stofnanir og deilur við iðnaðarmenn svo fátt eitt sé nefnt. Starfsfólk Húseigendafélagsins leitast við að sinna málum sem berast af alúð og fagmennsku fyrir félagsmenn. Einn af hornsteinum Húseigendafélagsins hefur verið og er sérhæfð lögfræðiráðgjöf til félagsmanna. Mikil aðsókn hefur verið í viðtöl hjá lögfræðingum félagsins og fjöldi erinda berst þjónustuborðinu dag hvern. Það kom mér á óvart að sjá hversu algengur misskilningur það virðist vera hjá, til dæmis, raðhúsaeigendum að líta á viðhald við ytra byrði raðhúss sem „sitt mál“. Í skilningi laganna telst raðhúsalengja vera „eitt hús“ og þannig gilda sömu reglur um raðhús og önnur fjöleignarhús. Sú lýsing sem Sigurður Helgi Guðjónsson heitinn, fyrrum formaður Húseigendafélagsins, notaði yfir raðhúsalengjur er góð og upplýsandi en hann sagði: „raðhús er í raun blokk á hlið“. Margir raðhúsaeigendur sem leita til Húseigendafélagsins lýsa samskiptum sínum við aðra eigendur raðhúsalengjunnar þannig að þegjandi samkomulag hafi ríkt alla tíð um að hver eigandi sér alfarið um allt viðhald er viðkemur „sínu húsi“. Málin geta auðveldlega flækst ef einn eigandi selur og nýr flytur inn í raðhúsalengju og fer fram á að aðrir taki þátt í kostnaði við viðhald á ytra byrði hússins sem snýr að „hans eign“ og í samræmi við ákvæði laganna. Þá hefur Húseigendafélagið boðið upp á altæka húsfundaþjónustu þar sem tryggt er meðal annars lögmæti fundar og fagleg fundarstjórn. Mín reynsla af þessu fyrstu mánuði mína í starfi er að með því að fá sérhæft starfsfólk Húseigendafélagsins til að undirbúa, stjórna og rita fundargerð á húsfundum húsfélaga, leysast gjarnan mál sem nágrannar hafa ef til vill deilt um til fjölda ára. Oft er uppi einhverskonar samskiptavandi eða misskilningur á milli fólks og þá getur verið ómetanlegt að fá hlutlausan aðila til að stíga inn og tryggja að löglegar og réttar ákvarðanir séu teknar. Heimilið er griðastaður okkar. Við viljum að samskipti við nágranna séu góð og að okkur líði vel. Húseigendafélagið telst til félagasamtaka og vinnur í þágu félagsmanna sinna en félagið er einnig almennt hagsmunafélag fasteignaeigenda á Íslandi. Þannig berst félagið fyrir auknum réttindum fasteignaeigenda en þar eru verkefnin óteljandi. Meðal annars umsagnagerð við lagafrumvörp, samskipti við hið opinbera og margt fleira – allt með það að markmiði að efla og tryggja rétt fasteignaeigenda á Íslandi. Húseigendafélagið hefur verið starfandi í yfir 100 ár. Fjöldi félagsmanna hefur vaxið með árunum. Húseigendafélagið þiggur enga opinbera eða almenna styrki og er því algjörlega óháð. Ég hvet alla fasteignaeigendur sem vilja hafa sterkt hagsmunafélag sem berst fyrir þeirra hag og réttindum til að skrá sig í Húseigendafélagið. Ef ekki væri fyrir Húseigendafélagið – hver vakir þá yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Höfundur er framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Fyrir flest eru kaup á fasteign ein stærsta og verðmætasta fjárfesting sem farið er í á lífsleiðinni. Það er dýrt að kaupa fasteign og margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeim kostnaði sem felst í því að eiga svo fasteignina og reka hana. Ýmis gjöld, viðhaldskostnaður og annar kostnaður leggst óumflýjanlega á fasteignaeigendur. Þá eru þetta frekar flókin viðskipti auk þess sem regluumhverfið í kringum fasteignir er síbreytilegt. Þá er jafnvel þörf á frekari lagasetningu til að tryggja hagsmuni fasteignaeigenda. Fyrr á þessu ári fékk ég sjálfur að upplifa það hvernig er að kaupa og reka fasteign. Ég og konan mín keyptum endaraðhús í Seljahverfi, hús sem var æskuheimili mitt og við vinnum að því að koma í gott ástand. Þegar ég hóf störf hjá Húseigendafélaginu opnuðust augu mín fyrir ýmsum málum sem koma á borð starfsmanna Húseigendafélagsins. Má þar nefna nágrannaerjur, erfiðleika í samskiptum við leigutaka, ágreining við opinberar stofnanir og deilur við iðnaðarmenn svo fátt eitt sé nefnt. Starfsfólk Húseigendafélagsins leitast við að sinna málum sem berast af alúð og fagmennsku fyrir félagsmenn. Einn af hornsteinum Húseigendafélagsins hefur verið og er sérhæfð lögfræðiráðgjöf til félagsmanna. Mikil aðsókn hefur verið í viðtöl hjá lögfræðingum félagsins og fjöldi erinda berst þjónustuborðinu dag hvern. Það kom mér á óvart að sjá hversu algengur misskilningur það virðist vera hjá, til dæmis, raðhúsaeigendum að líta á viðhald við ytra byrði raðhúss sem „sitt mál“. Í skilningi laganna telst raðhúsalengja vera „eitt hús“ og þannig gilda sömu reglur um raðhús og önnur fjöleignarhús. Sú lýsing sem Sigurður Helgi Guðjónsson heitinn, fyrrum formaður Húseigendafélagsins, notaði yfir raðhúsalengjur er góð og upplýsandi en hann sagði: „raðhús er í raun blokk á hlið“. Margir raðhúsaeigendur sem leita til Húseigendafélagsins lýsa samskiptum sínum við aðra eigendur raðhúsalengjunnar þannig að þegjandi samkomulag hafi ríkt alla tíð um að hver eigandi sér alfarið um allt viðhald er viðkemur „sínu húsi“. Málin geta auðveldlega flækst ef einn eigandi selur og nýr flytur inn í raðhúsalengju og fer fram á að aðrir taki þátt í kostnaði við viðhald á ytra byrði hússins sem snýr að „hans eign“ og í samræmi við ákvæði laganna. Þá hefur Húseigendafélagið boðið upp á altæka húsfundaþjónustu þar sem tryggt er meðal annars lögmæti fundar og fagleg fundarstjórn. Mín reynsla af þessu fyrstu mánuði mína í starfi er að með því að fá sérhæft starfsfólk Húseigendafélagsins til að undirbúa, stjórna og rita fundargerð á húsfundum húsfélaga, leysast gjarnan mál sem nágrannar hafa ef til vill deilt um til fjölda ára. Oft er uppi einhverskonar samskiptavandi eða misskilningur á milli fólks og þá getur verið ómetanlegt að fá hlutlausan aðila til að stíga inn og tryggja að löglegar og réttar ákvarðanir séu teknar. Heimilið er griðastaður okkar. Við viljum að samskipti við nágranna séu góð og að okkur líði vel. Húseigendafélagið telst til félagasamtaka og vinnur í þágu félagsmanna sinna en félagið er einnig almennt hagsmunafélag fasteignaeigenda á Íslandi. Þannig berst félagið fyrir auknum réttindum fasteignaeigenda en þar eru verkefnin óteljandi. Meðal annars umsagnagerð við lagafrumvörp, samskipti við hið opinbera og margt fleira – allt með það að markmiði að efla og tryggja rétt fasteignaeigenda á Íslandi. Húseigendafélagið hefur verið starfandi í yfir 100 ár. Fjöldi félagsmanna hefur vaxið með árunum. Húseigendafélagið þiggur enga opinbera eða almenna styrki og er því algjörlega óháð. Ég hvet alla fasteignaeigendur sem vilja hafa sterkt hagsmunafélag sem berst fyrir þeirra hag og réttindum til að skrá sig í Húseigendafélagið. Ef ekki væri fyrir Húseigendafélagið – hver vakir þá yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Höfundur er framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun