Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar 5. nóvember 2025 15:02 Dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fer mikinn í fjölmiðlum vegna frumvarps þar sem hún hyggst þrengja verulega að möguleikum fólks utan EES að sækja um nám hér á landi. Það kemur á óvart að ráðherra úr flokki sem löngum hefur kennt sig við frjálslyndi skuli koma fram með svona tillögur og í því samhengi tala um „misnotkun“ og „annarlegar hvatir“. Í ofanálag segir ráðherrann að ekki sé „hægt að hafa allar gáttir inn í landið opnar“ eins og þær séu allar í gegnum Háskóla Íslands. Þetta er ódýrt lýðskrum að mínum dómi, enda eru námsmannaleyfi háð stöngum skilyrðum nú þegar og allir nemendur sem fá inni í Háskóla Íslands þurfa að skila sínu í námi. Komið hefur fram að erlendir nemendur Háskólans skili raun betur sínum einingum en innfæddir nemendur. Alvarlegri er þó sú hugmyndafræði sem virðist vera þarna að baki. Til dæmis er tekinn út sérstakur hópur nemenda, frá „Nígeríu, Gana og Pakistan“ eins og þeir séu í raun vandamálið, ekki allir hinir sem koma frá öðrum löndum. Af orðæðu ráðherrans má nánast ráða að þetta „óæskilega“ fólk renni inni í Háskóla Íslands viðstöðulaust sem er beinlínis rangt. Nemendur sem sækja til dæmis um nám í íslensku sem öðru máli þurfa að standast inntökupróf, skrifleg og munnleg. Og hingað komnir þurfa þeir að skila sínum einingum. Hvert er þá vandamálið? Jú, það komu fleiri umsóknir en áður síðastliðið vor og það var átak að komast í gegnum það. En fæstar þessara umsókna fóru alla leið og það fólk sem náði í gegn stundar nám við Háskóla Íslands. Ekki er hægt að sjá neitt „annarlegt“ við það. Íslendingar sjálfir hafa stundað nám við erlenda háskóla í tugþúsundatali og ekkert óeðlilegt við það. Höfundur þessara orða stundaði nám í Bretlandi og Þýskalandi og það hefur verið honum til framdráttar í lífi og starfi. Sum þeirra erlendu nemenda sem sækja um í íslensku sem öðru máli ætla kannski ekki að verða íslenskufræðingar, en þau vilja læra íslensku í þeirri von að þau geti starfað hér á landi. Er það misnotkun? Eru filippeysku hjúkrunarfræðingarnir á Landspítalanum að „misnota“ „allar gáttir inn í landið“? Þvert á móti er þetta fólk sem sækist eftir að stunda nám í íslensku einhver helsti brimbrjótur íslenskrar tungu sem nú á mjög undir högg að sækja. Við sjáum það bókstaflega á Keflavíkurflugvelli þar sem vart nokkur hlutur er á íslensku lengur. Fólk af erlendum uppruna sem hefur fyrir því að læra íslensku gerir það aldrei af „annarlegum hvötum“, til þess er fyrirhöfnin of mikil. Og í Háskóla Íslands er stór hópur afbragðs kennara í íslensku sem öðru máli sem sinnir þessum nemendum af skörungsskap þannig að þeir geta talað íslensku að námi loknu. Orðræðan um útlendinga hefur tekið á sig ljótar lýðskrumsmyndir á undanförnum misserum og nú eru stjórnmálaflokkar sem kenna sig við „frjálslyndi“ farnir að éta hana upp eftir flokkum sem einu sinni þóttu ekki á hús setjandi. Það hefur ekki skilað neinu í öðrum löndum og gerir það ekki hér. Það hafa vissulega margir útlendingar komið til Íslands og sest hér að á undanförum tveimur áratugum. En það fólk hefur komið hingað í boði íslensks atvinnulífs til að manna störfin sem engir Íslendingar fengust í. Eins eru hér á hverjum degi fjölmargir útlendingar, svokallaðir ferðamenn, sem nota hér götur og innviði, halda björgunarsveitum við efnið og svo má lengi telja. Þetta hefur áreiðanlega leitt til óþols einhverra gagnvart fólki sem er af erlendu bergi brotið og þau sem til þess finna ættu þá að láta vera að fara til útlanda sjálft næstu árin. En að nota námsmenn og flóttafólk sem eru einhver prómill af öllum þessum fjölda til að fá útrás fyrir óþol sitt er í hæsta lagi ómerkilegt og í grunninn hrein mannsvonska. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeilda Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fer mikinn í fjölmiðlum vegna frumvarps þar sem hún hyggst þrengja verulega að möguleikum fólks utan EES að sækja um nám hér á landi. Það kemur á óvart að ráðherra úr flokki sem löngum hefur kennt sig við frjálslyndi skuli koma fram með svona tillögur og í því samhengi tala um „misnotkun“ og „annarlegar hvatir“. Í ofanálag segir ráðherrann að ekki sé „hægt að hafa allar gáttir inn í landið opnar“ eins og þær séu allar í gegnum Háskóla Íslands. Þetta er ódýrt lýðskrum að mínum dómi, enda eru námsmannaleyfi háð stöngum skilyrðum nú þegar og allir nemendur sem fá inni í Háskóla Íslands þurfa að skila sínu í námi. Komið hefur fram að erlendir nemendur Háskólans skili raun betur sínum einingum en innfæddir nemendur. Alvarlegri er þó sú hugmyndafræði sem virðist vera þarna að baki. Til dæmis er tekinn út sérstakur hópur nemenda, frá „Nígeríu, Gana og Pakistan“ eins og þeir séu í raun vandamálið, ekki allir hinir sem koma frá öðrum löndum. Af orðæðu ráðherrans má nánast ráða að þetta „óæskilega“ fólk renni inni í Háskóla Íslands viðstöðulaust sem er beinlínis rangt. Nemendur sem sækja til dæmis um nám í íslensku sem öðru máli þurfa að standast inntökupróf, skrifleg og munnleg. Og hingað komnir þurfa þeir að skila sínum einingum. Hvert er þá vandamálið? Jú, það komu fleiri umsóknir en áður síðastliðið vor og það var átak að komast í gegnum það. En fæstar þessara umsókna fóru alla leið og það fólk sem náði í gegn stundar nám við Háskóla Íslands. Ekki er hægt að sjá neitt „annarlegt“ við það. Íslendingar sjálfir hafa stundað nám við erlenda háskóla í tugþúsundatali og ekkert óeðlilegt við það. Höfundur þessara orða stundaði nám í Bretlandi og Þýskalandi og það hefur verið honum til framdráttar í lífi og starfi. Sum þeirra erlendu nemenda sem sækja um í íslensku sem öðru máli ætla kannski ekki að verða íslenskufræðingar, en þau vilja læra íslensku í þeirri von að þau geti starfað hér á landi. Er það misnotkun? Eru filippeysku hjúkrunarfræðingarnir á Landspítalanum að „misnota“ „allar gáttir inn í landið“? Þvert á móti er þetta fólk sem sækist eftir að stunda nám í íslensku einhver helsti brimbrjótur íslenskrar tungu sem nú á mjög undir högg að sækja. Við sjáum það bókstaflega á Keflavíkurflugvelli þar sem vart nokkur hlutur er á íslensku lengur. Fólk af erlendum uppruna sem hefur fyrir því að læra íslensku gerir það aldrei af „annarlegum hvötum“, til þess er fyrirhöfnin of mikil. Og í Háskóla Íslands er stór hópur afbragðs kennara í íslensku sem öðru máli sem sinnir þessum nemendum af skörungsskap þannig að þeir geta talað íslensku að námi loknu. Orðræðan um útlendinga hefur tekið á sig ljótar lýðskrumsmyndir á undanförnum misserum og nú eru stjórnmálaflokkar sem kenna sig við „frjálslyndi“ farnir að éta hana upp eftir flokkum sem einu sinni þóttu ekki á hús setjandi. Það hefur ekki skilað neinu í öðrum löndum og gerir það ekki hér. Það hafa vissulega margir útlendingar komið til Íslands og sest hér að á undanförum tveimur áratugum. En það fólk hefur komið hingað í boði íslensks atvinnulífs til að manna störfin sem engir Íslendingar fengust í. Eins eru hér á hverjum degi fjölmargir útlendingar, svokallaðir ferðamenn, sem nota hér götur og innviði, halda björgunarsveitum við efnið og svo má lengi telja. Þetta hefur áreiðanlega leitt til óþols einhverra gagnvart fólki sem er af erlendu bergi brotið og þau sem til þess finna ættu þá að láta vera að fara til útlanda sjálft næstu árin. En að nota námsmenn og flóttafólk sem eru einhver prómill af öllum þessum fjölda til að fá útrás fyrir óþol sitt er í hæsta lagi ómerkilegt og í grunninn hrein mannsvonska. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeilda Háskóla Íslands.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun