Líklegra að það gjósi nær áramótum Lovísa Arnardóttir skrifar 3. nóvember 2025 14:01 Þorvaldur segir betra að hafa rangt fyrir sér fimmtíu sinnum og rétt fyrir sér einu sinni. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur enn nokkuð í að gjósi aftur á Sundhnúksgígaröðinni. Hann telur mögulegt að hefja uppbyggingu í Grindavík á ný en gæta þurfi vel að hættulegum stöðum og loka þá af. Á sama tíma og beðið er eftir gosi í Sundhnúksgígaröð segir hann einnig ýmis teikn á lofti um að eldgos séu yfirvofandi í Kötlu og Öskju. Í tilkynningu frá Veðurstofunni í síðustu viku kom fram að landris og kvikusöfnun undir Svartsengi væri enn í gangi og að magnið sem hefði safnast fyrir þá væri um 14 milljón rúmmetrar. Þar kom einnig fram að magn kviku sem hefur farið úr Svartsengi í hverju kvikuhlaupi hefur verið á bilinu 12 til 31 milljón rúmmetrar og því væri óvissan á tímasetningu næsta atburðar enn nokkur. Hættumat fyrir svæðið er í gildi og er óbreytt til 11. nóvember, það er þriðjudags í næstu viku. Þorvaldur segir eldgos geta hafist hvenær sem er en miðað við síðustu atburði telji hann líklegra að magn kviku þurfi að vera töluvert meira en hefur safnast núna svo að það komi til goss. Því sé líklegra að gos muni eiga sér stað nær áramótum. Magn þurfi að fara nær efri mörkum „Ef við horfum á síðustu atburði og þá staðreynd að landrisið er aðeins hægara núna en það hefur verið þá þýðir það líklega að innflæðið inn í kvikuhólfið er eitthvað að minnka þó að það dragi hægt úr þessu. Til að fá gos höfum við þurft að fara í sirka 24 milljón rúmmetra.“ Hann segir að til að byrja með hafi gosið í kringum þessi neðri mörk sem Veðurstofan hefur sett sér en eftir því sem atburðum fjölgað hafi mörkin færst þeim ytri. „Ef við þurfum að fara í 30 milljón rúmmetra eða 31 milljón til að fá gos þá erum við bara rétt rúmlega komin hálfa leið núna. Þá verður þetta bara um áramótin eða einhvern tímann í desember.“ Hægt að vera frjálslegri í Grindavík Í síðustu viku var gefin út viðvörun um viðveru í Grindavík þegar snjóaði. Þá varaði lögregla við því að viðbragðsaðilar gætu verið lengi á vettvangi ef kæmi til einhvers konar atburðar og var fólk hvatt til þess að halda sig frá bænum ef það þyrfti ekki að fara þangað. Eins og stendur er nokkur fjöldi sem býr í bænum og er umræða hafin um að hefja mögulega skólahald í bænum næsta vetur. Þorvaldur telur að vel sé hægt að fara í slíkan undirbúning en ítrekar þó að mikilvægt sé að huga að hættu og afmarka hana vel. Hann telur Grindavíkurbæ ekki í stórri hættu eins og er eða íbúa þar. Það sé alltaf möguleiki á að eitthvað gerist en líkurnar séu mjög litlar og líklegast að ef eitthvað gerist þá verði hægt að koma fólki undan. Hann segir auðvitað enn ákveðin belti og sprungur undir bænum sem jarðvísindamenn geti bent á og að það væri langskynsamlegast í uppbyggingu í bænum að líta til þessara hættusvæða sérstaklega. „En til framtíðar að byggja ekki á svæðum þar sem sprungur eru. Þó að það hreyfist eitthvað í framtíðinni þá myndi það þannig hafa lágmarksáhrif á byggðina,“ segir Þorvaldur og að langbest sé að loka slíkum svæðum alfarið til að tryggja öryggi fólks. „Mér finnst við alveg mega vera aðeins afslappaðri í þessum málum hvað varðar ákvarðanatöku og reyna að koma Grindavík af stað aftur. Ég held að það sé allt í lagi ef stigið er varlega til jarðar og notað skynsemina. Byggja þetta hægt og rólega upp og útiloka þessa hættulegustu staði.“ Askja og Katla að undirbúa sig Þorvaldur segir Sundhnúksgígaröðina þó ekki eina staðinn sem sé vel fylgst með þessa dagana. Bæði Askja og Katla virðist vera að undirbúa sig til að gjósa þó að það sé líklegt að það gerist ekki alveg strax. „Þetta eru þessi tvö eldfjöll sem eru komin lengst í að gera sig klár í gos en það getur tekið dágóðan tíma, jafnvel mánuði eða ár. Þau eru bæði farin að sýna ýmis teikn um að þau séu að koma sér í það að gjósa en tímaskali eldfjalla er allt annar en okkar. Einn dagur er sekúnda í líftíma eldfjallsins og nokkur ár eru ekki sem skipta verulegu máli, ekki frá eldfjallinu séð.“ Hann segir mikilvægt í þessu samhengi að huga vel að viðbragði. Eftirlitið sé gott en viðbragðið gæti mögulega verið betra. Það sé mikil ferðamennska á svæðinu á sumrin. Áhættan verði töluverð ef mikill fjöldi er á svæðinu. „Við viljum ekki fara að missa ferðamenn í gos. Það myndi gera lífið erfitt fyrir okkur, enda er það líka óþarfi. Það þarf að fylgjast vel með þessu og þora að taka réttar ákvarðanir. Að setja mannslíf í fyrsta sæti.“ Þess vegna verði til dæmis vísindamenn að skoða hvað sé lagt til grundvallar þeim ákvörðunum sem verði teknar. „Við þurfum kannski að hugsa það og endurskoða frá okkar sjónarhóli séð,“ segir hann og að þörf sé á að gera það nokkuð reglulega. Samfélagslega verði að gæta þess að fjárhagslega hliðin skipti ekki meira máli en mannlega hliðin og því verði fólk að geta tekið ákvarðanir sem gætu orðið óvinsælar en gætu hugsanlega bjargað mannslífum. „Það er betra að hafa rangt fyrir sér fimmtíu sinnum og hafa rétt fyrir sér einu sinni en að lenda í einhverju veseni.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Askja Katla Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Smáskjálftahrina reið yfir á Sundhnúksgígaröðinni á níunda tímanum í kvöld. Skjálftarnir mældust á svipuðum slóðum við upphaf síðustu kvikuhlaupa. Svipuð hrina reið yfir á sama svæði tveimur vikum fyrir eldgos í nóvember í fyrra. 11. október 2025 21:47 Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Ekkert bendir til þess að jarðskjálftahrinan í Krýsuvík hafi eitthvað með kviku að gera en landsig hefur verið á svæðinu. Þetta segir prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sem telur líklegast að nú fari að hægja verulega á atburðarásinni í sundhnúksgígaröðinni þótt það sé vel mögulegt að eitt eða tvö eldgos gjósi áður. 3. október 2025 13:40 Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. 3. október 2025 08:12 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofunni í síðustu viku kom fram að landris og kvikusöfnun undir Svartsengi væri enn í gangi og að magnið sem hefði safnast fyrir þá væri um 14 milljón rúmmetrar. Þar kom einnig fram að magn kviku sem hefur farið úr Svartsengi í hverju kvikuhlaupi hefur verið á bilinu 12 til 31 milljón rúmmetrar og því væri óvissan á tímasetningu næsta atburðar enn nokkur. Hættumat fyrir svæðið er í gildi og er óbreytt til 11. nóvember, það er þriðjudags í næstu viku. Þorvaldur segir eldgos geta hafist hvenær sem er en miðað við síðustu atburði telji hann líklegra að magn kviku þurfi að vera töluvert meira en hefur safnast núna svo að það komi til goss. Því sé líklegra að gos muni eiga sér stað nær áramótum. Magn þurfi að fara nær efri mörkum „Ef við horfum á síðustu atburði og þá staðreynd að landrisið er aðeins hægara núna en það hefur verið þá þýðir það líklega að innflæðið inn í kvikuhólfið er eitthvað að minnka þó að það dragi hægt úr þessu. Til að fá gos höfum við þurft að fara í sirka 24 milljón rúmmetra.“ Hann segir að til að byrja með hafi gosið í kringum þessi neðri mörk sem Veðurstofan hefur sett sér en eftir því sem atburðum fjölgað hafi mörkin færst þeim ytri. „Ef við þurfum að fara í 30 milljón rúmmetra eða 31 milljón til að fá gos þá erum við bara rétt rúmlega komin hálfa leið núna. Þá verður þetta bara um áramótin eða einhvern tímann í desember.“ Hægt að vera frjálslegri í Grindavík Í síðustu viku var gefin út viðvörun um viðveru í Grindavík þegar snjóaði. Þá varaði lögregla við því að viðbragðsaðilar gætu verið lengi á vettvangi ef kæmi til einhvers konar atburðar og var fólk hvatt til þess að halda sig frá bænum ef það þyrfti ekki að fara þangað. Eins og stendur er nokkur fjöldi sem býr í bænum og er umræða hafin um að hefja mögulega skólahald í bænum næsta vetur. Þorvaldur telur að vel sé hægt að fara í slíkan undirbúning en ítrekar þó að mikilvægt sé að huga að hættu og afmarka hana vel. Hann telur Grindavíkurbæ ekki í stórri hættu eins og er eða íbúa þar. Það sé alltaf möguleiki á að eitthvað gerist en líkurnar séu mjög litlar og líklegast að ef eitthvað gerist þá verði hægt að koma fólki undan. Hann segir auðvitað enn ákveðin belti og sprungur undir bænum sem jarðvísindamenn geti bent á og að það væri langskynsamlegast í uppbyggingu í bænum að líta til þessara hættusvæða sérstaklega. „En til framtíðar að byggja ekki á svæðum þar sem sprungur eru. Þó að það hreyfist eitthvað í framtíðinni þá myndi það þannig hafa lágmarksáhrif á byggðina,“ segir Þorvaldur og að langbest sé að loka slíkum svæðum alfarið til að tryggja öryggi fólks. „Mér finnst við alveg mega vera aðeins afslappaðri í þessum málum hvað varðar ákvarðanatöku og reyna að koma Grindavík af stað aftur. Ég held að það sé allt í lagi ef stigið er varlega til jarðar og notað skynsemina. Byggja þetta hægt og rólega upp og útiloka þessa hættulegustu staði.“ Askja og Katla að undirbúa sig Þorvaldur segir Sundhnúksgígaröðina þó ekki eina staðinn sem sé vel fylgst með þessa dagana. Bæði Askja og Katla virðist vera að undirbúa sig til að gjósa þó að það sé líklegt að það gerist ekki alveg strax. „Þetta eru þessi tvö eldfjöll sem eru komin lengst í að gera sig klár í gos en það getur tekið dágóðan tíma, jafnvel mánuði eða ár. Þau eru bæði farin að sýna ýmis teikn um að þau séu að koma sér í það að gjósa en tímaskali eldfjalla er allt annar en okkar. Einn dagur er sekúnda í líftíma eldfjallsins og nokkur ár eru ekki sem skipta verulegu máli, ekki frá eldfjallinu séð.“ Hann segir mikilvægt í þessu samhengi að huga vel að viðbragði. Eftirlitið sé gott en viðbragðið gæti mögulega verið betra. Það sé mikil ferðamennska á svæðinu á sumrin. Áhættan verði töluverð ef mikill fjöldi er á svæðinu. „Við viljum ekki fara að missa ferðamenn í gos. Það myndi gera lífið erfitt fyrir okkur, enda er það líka óþarfi. Það þarf að fylgjast vel með þessu og þora að taka réttar ákvarðanir. Að setja mannslíf í fyrsta sæti.“ Þess vegna verði til dæmis vísindamenn að skoða hvað sé lagt til grundvallar þeim ákvörðunum sem verði teknar. „Við þurfum kannski að hugsa það og endurskoða frá okkar sjónarhóli séð,“ segir hann og að þörf sé á að gera það nokkuð reglulega. Samfélagslega verði að gæta þess að fjárhagslega hliðin skipti ekki meira máli en mannlega hliðin og því verði fólk að geta tekið ákvarðanir sem gætu orðið óvinsælar en gætu hugsanlega bjargað mannslífum. „Það er betra að hafa rangt fyrir sér fimmtíu sinnum og hafa rétt fyrir sér einu sinni en að lenda í einhverju veseni.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Askja Katla Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Smáskjálftahrina reið yfir á Sundhnúksgígaröðinni á níunda tímanum í kvöld. Skjálftarnir mældust á svipuðum slóðum við upphaf síðustu kvikuhlaupa. Svipuð hrina reið yfir á sama svæði tveimur vikum fyrir eldgos í nóvember í fyrra. 11. október 2025 21:47 Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Ekkert bendir til þess að jarðskjálftahrinan í Krýsuvík hafi eitthvað með kviku að gera en landsig hefur verið á svæðinu. Þetta segir prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sem telur líklegast að nú fari að hægja verulega á atburðarásinni í sundhnúksgígaröðinni þótt það sé vel mögulegt að eitt eða tvö eldgos gjósi áður. 3. október 2025 13:40 Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. 3. október 2025 08:12 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Smáskjálftahrina reið yfir á Sundhnúksgígaröðinni á níunda tímanum í kvöld. Skjálftarnir mældust á svipuðum slóðum við upphaf síðustu kvikuhlaupa. Svipuð hrina reið yfir á sama svæði tveimur vikum fyrir eldgos í nóvember í fyrra. 11. október 2025 21:47
Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Ekkert bendir til þess að jarðskjálftahrinan í Krýsuvík hafi eitthvað með kviku að gera en landsig hefur verið á svæðinu. Þetta segir prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sem telur líklegast að nú fari að hægja verulega á atburðarásinni í sundhnúksgígaröðinni þótt það sé vel mögulegt að eitt eða tvö eldgos gjósi áður. 3. október 2025 13:40
Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun. 3. október 2025 08:12
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent