Fótbolti

Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag

Siggeir Ævarsson skrifar
Ryan Gravenberch fagnar marki sínu í kvöld.
Ryan Gravenberch fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Það var nóg um að vera í enska boltanum í dag. Liverpool komst aftur á sigurbraut, United mistókst að vinna fjóra í röð og Chelsea vann Lundúnaslaginn. Hér að neðan má sjá það helsta úr þessum leikjum.

Stuðningsmenn Liverpool biðu eflaust með öndina í hálsinum eftir leik kvöldsins og var án vafa létt þegar Mo Salah kom Liverpool yfir eftir skelfileg mistök Martínez í marki Villa. Þetta var jafnframt 250. mark Salah í öllum keppnum fyrir Liverpool.

Klippa: Liverpool - Aston Villa 2-0

Manchester United freistaði þess að vinna fjórða leik sinn í röð þegar liðið sótti Nottingham Forest heim en í stað þess að sækja sigur var liðið í raun stálheppið að krækja í jafntefli og geta þakkað Amad Diallo fyrir en hann jafnaði metin í 2-2 með ótrúlegu marki skömmu fyrir leikslok.

Klippa: Nottingham Forest - Manchester United 2-2

Tottenham tók á móti Chelsea í sex stiga Lundúnaslag. Er skemmst frá því að segja að Chelsea hafði algjöra yfirburði í leiknum og vann sanngjarnan 1-0 sigur.

Klippa: Tottenham - Chelsea 0-1

Tengdar fréttir

Liver­pool loks á sigur­braut á ný

Eftir fjögur töp í ensku úrvalsdeildinni í röð er sennilega þungu fargi af leikmönnum Liverpool létt en liðið lagði Aston Villa í kvöld 2-0.

Pedro afgreiddi Tottenham

Chelsea lagði granna sína í Tottenham í með einu marki gegn engu en yfirburðir Chelsea í leiknum voru algjörir þrátt fyrir að mörkin hafa látið á sér standa.

Amad bjargaði stigi fyrir United

Manchester United gat unnið sinn fjórða deildarleik í röð þegar liðið heimsótti Nottingham Forest í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Sean Dyce var greinilega með önnur plön.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×