Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 13:16 Justin Dean, leikmaður Los Angeles Dodgers, hleypur að boltanum sem hafði fest undir veggnum. Samkvæmt reglum þurfti þá að stöðva leikinn. Getty/Gregory Shamus Við fáum leik hinn rómaða og ofurvinsæla leik sjö í World Series 2025, hreinan úrslitaleik á milli Los Angeles Dodgers og Toronto Blue Jays um bandaríska hafnaboltatitilinn í ár. Þetta varð ljóst í nótt þegar leikmenn Dodgers knúðu fram oddaleik og jöfnuðu metin í einvíginu í 3-3. Oddaleikurinn um titilinn fer fram í kvöld og er sýndur beint á SÝN Sport Viaplay. „Oddaleikur. Ótrúlegt,“ sagði Enrique Hernandez, leikmaður Dodgers, sem átti stóran þátt í að tryggja oddaleikinn. „Þetta er það sem okkur hefur dreymt um síðan við vorum litlir krakkar.“ Leikmenn Dodgers voru samt nálægt því að tapa leiknum í nótt og þar með titlinum. Blue Jays voru í frábærri stöðu í níundu lotunni, reyndar 3-1 undir í leiknum, en komnir með tvo hlaupara í skorunarstöðu og gátu því bæði jafnað metin og tekið forystuna. Justin Dean, leikmaður Dodgers, sýndi þá útsjónarsemi með því að taka ekki upp boltann sem festist undir útivallarveggnum. Það þýddi að dómararnir þurftu að stöðva leikinn. Ringulreið var allsráðandi eftir að boltinn festist en Dean kom að og lyfti höndum til að vekja athygli á boltanum sem hafði festst. Hernandez, sem hafði upphaflega einnig lyft höndum, hljóp að og byrjaði að öskra á Dean að grípa boltann og kasta honum inn á völlinn því leikmenn Blue Jays voru að hlaupa um hafnirnar. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) „Ég var bara að öskra á hann að ná í boltann og kasta honum inn,“ sagði Hernandez. Á meðan hafði dómarinn John Tumpane stöðvað leikinn um leið þegar hann sá boltann fastan undir púðanum. Áhorfendur æptu, sannfærðir um að þeir hefðu séð Blue Jays jafna leikinn með tveggja stiga heimahlaupi. Þau voru ekki gild þar sem leikurinn var stöðvaður. „Ég hef verið hér lengi en ég hef aldrei séð bolta festast. Við vorum bara óheppnir þarna,“ sagði John Schneider, framkvæmdastjóri Blue Jays. Í stað þess að Blue Jays-liðið skoraði náðu Dodgers-menn að endurstilla liðið sitt. Þeir settu inn nýjan kastara og náðu að klára leikinn án þess að leikmenn Blue Jays skoruðu. Við fáum því oddaleik, viðeigandi niðurstöðu á einvígi sem hefur verið stútfullt af dramatískum augnablikum og framúrskarandi frammistöðu. „Hafnaboltinn á skilið oddaleik,“ sagði Hernandez. „Þetta hefur verið frábær, frábær World Series. Sú staðreynd að við fáum oddaleik er vel verðskulduð.“ FULL BOTTOM OF THE 9TH: The @Dodgers sent us to Game 7 with an unforgettable #WorldSeries moment 😤 pic.twitter.com/Me1J0YbpaL— MLB (@MLB) November 1, 2025 Hafnabolti Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira
Þetta varð ljóst í nótt þegar leikmenn Dodgers knúðu fram oddaleik og jöfnuðu metin í einvíginu í 3-3. Oddaleikurinn um titilinn fer fram í kvöld og er sýndur beint á SÝN Sport Viaplay. „Oddaleikur. Ótrúlegt,“ sagði Enrique Hernandez, leikmaður Dodgers, sem átti stóran þátt í að tryggja oddaleikinn. „Þetta er það sem okkur hefur dreymt um síðan við vorum litlir krakkar.“ Leikmenn Dodgers voru samt nálægt því að tapa leiknum í nótt og þar með titlinum. Blue Jays voru í frábærri stöðu í níundu lotunni, reyndar 3-1 undir í leiknum, en komnir með tvo hlaupara í skorunarstöðu og gátu því bæði jafnað metin og tekið forystuna. Justin Dean, leikmaður Dodgers, sýndi þá útsjónarsemi með því að taka ekki upp boltann sem festist undir útivallarveggnum. Það þýddi að dómararnir þurftu að stöðva leikinn. Ringulreið var allsráðandi eftir að boltinn festist en Dean kom að og lyfti höndum til að vekja athygli á boltanum sem hafði festst. Hernandez, sem hafði upphaflega einnig lyft höndum, hljóp að og byrjaði að öskra á Dean að grípa boltann og kasta honum inn á völlinn því leikmenn Blue Jays voru að hlaupa um hafnirnar. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) „Ég var bara að öskra á hann að ná í boltann og kasta honum inn,“ sagði Hernandez. Á meðan hafði dómarinn John Tumpane stöðvað leikinn um leið þegar hann sá boltann fastan undir púðanum. Áhorfendur æptu, sannfærðir um að þeir hefðu séð Blue Jays jafna leikinn með tveggja stiga heimahlaupi. Þau voru ekki gild þar sem leikurinn var stöðvaður. „Ég hef verið hér lengi en ég hef aldrei séð bolta festast. Við vorum bara óheppnir þarna,“ sagði John Schneider, framkvæmdastjóri Blue Jays. Í stað þess að Blue Jays-liðið skoraði náðu Dodgers-menn að endurstilla liðið sitt. Þeir settu inn nýjan kastara og náðu að klára leikinn án þess að leikmenn Blue Jays skoruðu. Við fáum því oddaleik, viðeigandi niðurstöðu á einvígi sem hefur verið stútfullt af dramatískum augnablikum og framúrskarandi frammistöðu. „Hafnaboltinn á skilið oddaleik,“ sagði Hernandez. „Þetta hefur verið frábær, frábær World Series. Sú staðreynd að við fáum oddaleik er vel verðskulduð.“ FULL BOTTOM OF THE 9TH: The @Dodgers sent us to Game 7 with an unforgettable #WorldSeries moment 😤 pic.twitter.com/Me1J0YbpaL— MLB (@MLB) November 1, 2025
Hafnabolti Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira