Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 13:02 Laura Harvey er þjálfari Seattle Reign og hér er mikið í gangi hjá henni á hliðarlínunni. Getty/Alika Jenner Laura Harvey er einn sigursælasti þjálfari bandarísku kvennadeildarinnar í fótbolta undanfarin ár og hún er óhrædd við að nýta sér nýjustu tækni til að ná sem bestum árangri. Harvey, sem er aðalþjálfari Seattle Reign FC, sagðist hafa notað gervigreindarforritið ChatGPT til að fá ráðleggingar um leikaðferðir á síðasta undirbúningstímabili, sem að lokum leiddi til þess að hún og þjálfarateymi hennar prófuðu nýja uppstillingu með fimm varnarmönnum. Þrisvar unnið titilinn Harvey hefur þrisvar sinnum unnið NWSL-skjöldinn og þrisvar sinnum verið valin þjálfari ársins í NWSL. Hún talaði um nytsemi gervigreindarinnar í hlaðvarpinu „Soccerish Podcast“ Seattle Reign head coach Laura Harvey says she has leaned on ChatGPT to help inspire her tactics in the NWSL this season....and it worked! pic.twitter.com/fRUlC1qSD8— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Hún hefði hvorki spilað með fimm manna varnarlínu áður né rannsakað hana ítarlega og var í fyrstu ekki hrifin af svari gervigreindarinnar um einkenni eigin liðs. Hún hélt þó áfram að spyrja almennari spurninga um NWSL-deildina. „Og svo sló ég inn: ‚Hvaða uppstillingu ætti maður að nota til að sigra lið í NWSL?‘“ sagði Harvey í viðtali við „Soccerish Podcast“ sem birt var á fimmtudaginn. „Og það taldi upp öll liðin í deildinni og hvaða uppstillingu maður ætti að nota. Ég er ekki að grínast Og fyrir tvö lið – ég ætla ekki að segja hver þau eru, því þá vita þau það – sagði það: ‚Þú ættir að spila með fimm manna varnarlínu.‘ Svo ég gerði það. Í alvöru, það var ástæðan fyrir því að ég gerði það. Ég hugsaði með mér: ‚Hmm, við skulum prófa.‘ Þetta var snemma á tímabilinu. Og ég sagði við þjálfarateymið: ‚Ég er ekki að grínast, þetta er það sem ég gerði.“ Og þau sögðu: „Ha, áhugavert.““ Þjálfarateymið rannsakaði uppstillinguna og kannaði hana ofan í kjölinn til að sjá hvernig hún gæti hentað liðinu. „Okkur leist vel á hana. Og hún virkaði – við unnum leikinn.“ Harvey vildi ekki gefa upp á móti hvaða andstæðingi hún var að prófa uppstillinguna, en svaraði spurningu um hvort það hefði verið Portland Thorns með því að segja að svo væri ekki, „heldur eitt af þeim liðum sem eru virkilega góð.“ Seattle er nú í fjórða sæti NWSL-deildarinnar og hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni fyrir síðustu umferð deildarkeppninnar á sunnudag. Á síðasta ári endaði Reign í 13. sæti af 14 liðum í deildinni. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Harvey, sem er aðalþjálfari Seattle Reign FC, sagðist hafa notað gervigreindarforritið ChatGPT til að fá ráðleggingar um leikaðferðir á síðasta undirbúningstímabili, sem að lokum leiddi til þess að hún og þjálfarateymi hennar prófuðu nýja uppstillingu með fimm varnarmönnum. Þrisvar unnið titilinn Harvey hefur þrisvar sinnum unnið NWSL-skjöldinn og þrisvar sinnum verið valin þjálfari ársins í NWSL. Hún talaði um nytsemi gervigreindarinnar í hlaðvarpinu „Soccerish Podcast“ Seattle Reign head coach Laura Harvey says she has leaned on ChatGPT to help inspire her tactics in the NWSL this season....and it worked! pic.twitter.com/fRUlC1qSD8— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Hún hefði hvorki spilað með fimm manna varnarlínu áður né rannsakað hana ítarlega og var í fyrstu ekki hrifin af svari gervigreindarinnar um einkenni eigin liðs. Hún hélt þó áfram að spyrja almennari spurninga um NWSL-deildina. „Og svo sló ég inn: ‚Hvaða uppstillingu ætti maður að nota til að sigra lið í NWSL?‘“ sagði Harvey í viðtali við „Soccerish Podcast“ sem birt var á fimmtudaginn. „Og það taldi upp öll liðin í deildinni og hvaða uppstillingu maður ætti að nota. Ég er ekki að grínast Og fyrir tvö lið – ég ætla ekki að segja hver þau eru, því þá vita þau það – sagði það: ‚Þú ættir að spila með fimm manna varnarlínu.‘ Svo ég gerði það. Í alvöru, það var ástæðan fyrir því að ég gerði það. Ég hugsaði með mér: ‚Hmm, við skulum prófa.‘ Þetta var snemma á tímabilinu. Og ég sagði við þjálfarateymið: ‚Ég er ekki að grínast, þetta er það sem ég gerði.“ Og þau sögðu: „Ha, áhugavert.““ Þjálfarateymið rannsakaði uppstillinguna og kannaði hana ofan í kjölinn til að sjá hvernig hún gæti hentað liðinu. „Okkur leist vel á hana. Og hún virkaði – við unnum leikinn.“ Harvey vildi ekki gefa upp á móti hvaða andstæðingi hún var að prófa uppstillinguna, en svaraði spurningu um hvort það hefði verið Portland Thorns með því að segja að svo væri ekki, „heldur eitt af þeim liðum sem eru virkilega góð.“ Seattle er nú í fjórða sæti NWSL-deildarinnar og hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni fyrir síðustu umferð deildarkeppninnar á sunnudag. Á síðasta ári endaði Reign í 13. sæti af 14 liðum í deildinni. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira