Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2025 16:05 Mohammed Hamdan Dagalo, stjórnar Rapid support Forces eða RSF. Sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur. Meðlimir þeirra hafa lengi verið sakðir um ýmis ódæði. AP/Mahmoud Hjaj Leyniþjónustur Bandaríkjanna og embættismenn í Evrópu, Líbíu og Egyptalandi segja að ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi aukið hergagnasendingar til vígamanna Rapid support forces (RSF) í Súdan á þessu ári. Kínverskir drónar hafa verið sendir til vígamannanna, auk stórskotaliðsvopna, farartækja, vélbyssa og skotfæra, svo eitthvað sé nefnt. Furstadæmin hafa um nokkurt skeið staðið við bak RSF síðan átökin milli hópsins og stjórnarhersins hófust árið 2023. Þegar stjórnarher Súdan óx ásmegin gegn RSF og stjórnarherinn frelsaði Khartoum, höfuðborg landsins, úr höndum vígamanna í mars, voru hergagnasendingarnar auknar til muna. Þar að auki hafa furstadæmin ráðið málaliða til að aðstoða RSF gegn stjórnarhernum. Sjá einnig: Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Með þessari aðstoð tókst stjórnendum RSF að snúa vörn í sókn og hefja eitt skæðasta tímabil átakanna mannskæðu. Vígamenn hafa gert umfangsmiklar árásir gegn stjórnarhernum í norðanverðu Darfur-héraði og brutu þeir varnir stjórnarhersins í El Fasher á bak aftur um helgina, eftir um átján mánaða umsátur. Síðan þá hafa borist fregnir af grimmilegum ódæðum gegn óbreyttum borgurum sem mannréttindasamtök hafa líkt við þjóðarmorðin í Rúanda á árum áður. 460 myrtir á sjúkrahúsi Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir að 460 sjúklingar og tengt fólk hafi verið myrt á fæðingarspítala í borginni, eftir að hún féll í hendur RSF-liða. Það fylgi á hæla árása gegn heilbrigðisstarfsfólki, sem hafi einnig ítrekað verið rænt. Ghebreyesus segir að fyrir þessa viku hafi WHO staðfest 185 árásir á heilbrigðisstofnanir í Súdan. Í þeim hafi 1.204 heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar dáið og 416 hafi særst. Hann kallar eftir vopnahléi. .@WHO is appalled and deeply shocked by reports of the tragic killing of more than 460 patients and companions at Saudi Maternity Hospital in El Fasher, #Sudan, following recent attacks and the abduction of health workers. Prior to this latest attack, WHO has verified 185… pic.twitter.com/CbAjtqYUAh— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) October 29, 2025 Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð. Flytja hergögn gegnum Tjad Fregnir af stuðningi furstadæmanna við RSF eru ekki nýjar af nálinni. New York Times sagði frá því í fyrra að ríkið hefði stutt vígamennina á laun um langt skeið. Þá voru furstadæmin sögð nota hjálparstarf Rauða hálfmánans til að smygla peningum, vopnum og drónum til RSF í Súdan og oft í gegnum Tjad. Árið 2023 sögðu yfirvöld furstadæmanna frá því að til stæði að reisa sjúkrahús í Tjad, nærri landamærum Súdan, og þar ætti að hlúa að flóttafólki frá Súdan. Ráðamenn í Bandaríkjunum komust þó fljótt að því að RSF-liðar voru fluttir að sjúkrahúsinu og flugvélar sem áttu að flytja lyf og aðrar nauðsynjar fluttu þess í stað vopn sem smyglað var til Súdan. Í yfirlýsingu til WSJ segir utanríkisráðuneyti Sameinuðu arabísku furstadæmanna að fregnir af hergagnasendingum ríkisins til Súdan séu rangar. Talsmaður RSF sagði þetta lygar sem stjórnarherinn hefði dreift. Stuðningurinn „það eina“ sem haldið hefur RSF í átökunum Í frétt Wall Street Journal segir að vopnasendingar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reitt bandaríska embættismenn til reiði. Bandaríkjamenn hafa reynt að miðla milli fylkinga í Súdan en síðasta tilraun fór í súginn á föstudaginn. Bandaríkjamenn hafa aldrei gagnrýnt furstadæmin opinberlega vegna stuðningsins við RSF en hafa þess í stað gagnrýnt alla utanaðkomandi aðila fyrir að senda vopn til Súdan. Furstadæmin hafa um árabil verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Ráðamenn þar voru fyrstir til að opna á opinber samskipti við Ísrael, að beiðni Bandaríkjamanna og á grunni Abraham-sáttmálans. Þeir hafa einnig komið að friðaráætlun Trumps á Gasaströndinni og hýsa bandaríska flugmenn í stórri herstöð nærri Dubaí. Meðal vopna RSF sem stjórnerherinn hefur lagt hald á.AP Cameron Hudson, sem hefur starfað í nokkrum ríkisstjórnum Bandaríkjanna sem sérstakur erindreki gagnvart Súdan, segir furstadæmin bera mikla ábyrgð á átökunum. „Það eina sem heldur þeim [RSF] áfram í stríðinu er þessi umfangsmikla hernaðaraðstoð sem þeir fá frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum,“ sagði Hudson. Flutningur vopna til Súdan er bannaður, samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Furstadæmin hafa mikilla hagsmuna að gæta í Súdan. Abdel Fattah Al Burhan og ríkisstjórn hans hafnaði í fyrra umfangsmiklum samningi við furstadæmin um að byggja höfn við Rauðahafið í framtíðinni. Þá má finna mikið magn af gulli í jörðu í Súdan og það hefur um árabil að miklu leyti verið flutt til Dubaí. Furstadæmin hafa átt í mjög umfangsmiklum fjárfestingum í Súdan í gegnum árin. Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin Hernaður Bandaríkin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Furstadæmin hafa um nokkurt skeið staðið við bak RSF síðan átökin milli hópsins og stjórnarhersins hófust árið 2023. Þegar stjórnarher Súdan óx ásmegin gegn RSF og stjórnarherinn frelsaði Khartoum, höfuðborg landsins, úr höndum vígamanna í mars, voru hergagnasendingarnar auknar til muna. Þar að auki hafa furstadæmin ráðið málaliða til að aðstoða RSF gegn stjórnarhernum. Sjá einnig: Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Með þessari aðstoð tókst stjórnendum RSF að snúa vörn í sókn og hefja eitt skæðasta tímabil átakanna mannskæðu. Vígamenn hafa gert umfangsmiklar árásir gegn stjórnarhernum í norðanverðu Darfur-héraði og brutu þeir varnir stjórnarhersins í El Fasher á bak aftur um helgina, eftir um átján mánaða umsátur. Síðan þá hafa borist fregnir af grimmilegum ódæðum gegn óbreyttum borgurum sem mannréttindasamtök hafa líkt við þjóðarmorðin í Rúanda á árum áður. 460 myrtir á sjúkrahúsi Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir að 460 sjúklingar og tengt fólk hafi verið myrt á fæðingarspítala í borginni, eftir að hún féll í hendur RSF-liða. Það fylgi á hæla árása gegn heilbrigðisstarfsfólki, sem hafi einnig ítrekað verið rænt. Ghebreyesus segir að fyrir þessa viku hafi WHO staðfest 185 árásir á heilbrigðisstofnanir í Súdan. Í þeim hafi 1.204 heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar dáið og 416 hafi særst. Hann kallar eftir vopnahléi. .@WHO is appalled and deeply shocked by reports of the tragic killing of more than 460 patients and companions at Saudi Maternity Hospital in El Fasher, #Sudan, following recent attacks and the abduction of health workers. Prior to this latest attack, WHO has verified 185… pic.twitter.com/CbAjtqYUAh— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) October 29, 2025 Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð. Flytja hergögn gegnum Tjad Fregnir af stuðningi furstadæmanna við RSF eru ekki nýjar af nálinni. New York Times sagði frá því í fyrra að ríkið hefði stutt vígamennina á laun um langt skeið. Þá voru furstadæmin sögð nota hjálparstarf Rauða hálfmánans til að smygla peningum, vopnum og drónum til RSF í Súdan og oft í gegnum Tjad. Árið 2023 sögðu yfirvöld furstadæmanna frá því að til stæði að reisa sjúkrahús í Tjad, nærri landamærum Súdan, og þar ætti að hlúa að flóttafólki frá Súdan. Ráðamenn í Bandaríkjunum komust þó fljótt að því að RSF-liðar voru fluttir að sjúkrahúsinu og flugvélar sem áttu að flytja lyf og aðrar nauðsynjar fluttu þess í stað vopn sem smyglað var til Súdan. Í yfirlýsingu til WSJ segir utanríkisráðuneyti Sameinuðu arabísku furstadæmanna að fregnir af hergagnasendingum ríkisins til Súdan séu rangar. Talsmaður RSF sagði þetta lygar sem stjórnarherinn hefði dreift. Stuðningurinn „það eina“ sem haldið hefur RSF í átökunum Í frétt Wall Street Journal segir að vopnasendingar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reitt bandaríska embættismenn til reiði. Bandaríkjamenn hafa reynt að miðla milli fylkinga í Súdan en síðasta tilraun fór í súginn á föstudaginn. Bandaríkjamenn hafa aldrei gagnrýnt furstadæmin opinberlega vegna stuðningsins við RSF en hafa þess í stað gagnrýnt alla utanaðkomandi aðila fyrir að senda vopn til Súdan. Furstadæmin hafa um árabil verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Ráðamenn þar voru fyrstir til að opna á opinber samskipti við Ísrael, að beiðni Bandaríkjamanna og á grunni Abraham-sáttmálans. Þeir hafa einnig komið að friðaráætlun Trumps á Gasaströndinni og hýsa bandaríska flugmenn í stórri herstöð nærri Dubaí. Meðal vopna RSF sem stjórnerherinn hefur lagt hald á.AP Cameron Hudson, sem hefur starfað í nokkrum ríkisstjórnum Bandaríkjanna sem sérstakur erindreki gagnvart Súdan, segir furstadæmin bera mikla ábyrgð á átökunum. „Það eina sem heldur þeim [RSF] áfram í stríðinu er þessi umfangsmikla hernaðaraðstoð sem þeir fá frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum,“ sagði Hudson. Flutningur vopna til Súdan er bannaður, samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Furstadæmin hafa mikilla hagsmuna að gæta í Súdan. Abdel Fattah Al Burhan og ríkisstjórn hans hafnaði í fyrra umfangsmiklum samningi við furstadæmin um að byggja höfn við Rauðahafið í framtíðinni. Þá má finna mikið magn af gulli í jörðu í Súdan og það hefur um árabil að miklu leyti verið flutt til Dubaí. Furstadæmin hafa átt í mjög umfangsmiklum fjárfestingum í Súdan í gegnum árin.
Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin Hernaður Bandaríkin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira