Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2025 20:03 Telur ekki líklegt að hann stundi uppi sem heimsmeistari í fimmta sinn. EPA/José Méndez Þó hinn margfaldi heimsmeistari Max Verstappen hafi saxað á forystu Lando Norris í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1 þá efast Hollendingurinn um að það sé nóg til að geta barist við Norris og kollega hans Oscar Piastri um heimsmeistaratitilinn. Verstappen, sem keyrir fyrir Red Bull, hefur minnkað bilið úr 104 stigum í aðeins 36 stig. Ökumaðurinn var hins óánægður með að ná aðeins 3. sæti í Mexíkó borg um liðna helgi þar sem honum og Lewis Hamilton hjá Ferrari lenti saman. Eftir sigur í Austurríki var Verstappen viss um að hann gæti náð ökumönnum McLaren en eftir kappakstur helgarinnar er komið annað hljóð í kappann. „Ég tapaði tíu stigum til Lando, eins og ég sagði fyrir helgi þarf allt að ganga upp svo ég geti unnið titilinn. Það var ekki svo um helgina, svo það er svarið mitt til ykkar. Þetta verður erfitt en sjáum til hvað ég gert á hinum brautunum.“ „Ég vona auðvitað að við upplifum ekki helgi sem þessa aftur en þetta sýnir engu að síður að við erum ekki nægilega hraðir í ákveðnum aðstæðum. Við þurfum að mínu mati að skilja það aðeins betur.“ Þegar fjórar keppnir eru eftir af F1 tímabilinu er Norris efstu ökumanna með 357 stig. Piastri er aðeins stigi á eftir á meðan Verstappen er með 321 stig í 3. sætinu. Akstursíþróttir Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Verstappen, sem keyrir fyrir Red Bull, hefur minnkað bilið úr 104 stigum í aðeins 36 stig. Ökumaðurinn var hins óánægður með að ná aðeins 3. sæti í Mexíkó borg um liðna helgi þar sem honum og Lewis Hamilton hjá Ferrari lenti saman. Eftir sigur í Austurríki var Verstappen viss um að hann gæti náð ökumönnum McLaren en eftir kappakstur helgarinnar er komið annað hljóð í kappann. „Ég tapaði tíu stigum til Lando, eins og ég sagði fyrir helgi þarf allt að ganga upp svo ég geti unnið titilinn. Það var ekki svo um helgina, svo það er svarið mitt til ykkar. Þetta verður erfitt en sjáum til hvað ég gert á hinum brautunum.“ „Ég vona auðvitað að við upplifum ekki helgi sem þessa aftur en þetta sýnir engu að síður að við erum ekki nægilega hraðir í ákveðnum aðstæðum. Við þurfum að mínu mati að skilja það aðeins betur.“ Þegar fjórar keppnir eru eftir af F1 tímabilinu er Norris efstu ökumanna með 357 stig. Piastri er aðeins stigi á eftir á meðan Verstappen er með 321 stig í 3. sætinu.
Akstursíþróttir Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira