Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. október 2025 11:39 Eysteinn segir vallarstarfsmenn hafa gert sitt besta við að halda snjó af vellinum í nótt og morgun en við ofurefli að etja. Hann er á leið í skoðunarferð um Kórinn ásamt fulltrúum UEFA. Vísir Niðurstaða stöðufundar fulltrúa UEFA, KSÍ og knattspyrnusambands Norður-Írlands er sú að fyrirhugaður landsleikur Íslands og Norður-Íra geti ekki farið fram á Laugardalsvelli í dag. Fulltrúarnir eru á leið í Kórinn í Kópavogi í skoðunarferð og standa vonir til að leikurinn fari þar fram í kvöld. Mikil snjóþyngd tók við landanum á suðvesturhluta landsins í morgun og var flestum ljóst að vandræðasamt gæti orðið að halda fótboltaleik á Laugardalsvelli. Reglubundinn fundur á leikdegi milli skipuleggjenda leiks og fulltrúa knattspyrnusambanda þjóðanna fór fram klukkan 10:30 og lausna leitað. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í samtali við íþróttadeild að það sé ljóst að enginn fótbolti verði spilaður í Laugardal þennan þriðjudaginn. Hann var á leið í Kórinn að skoða aðstæður með aðilum UEFA þegar Vísir sló á þráðinn. „Niðurstaðan er sú að það reynist okkur mjög erfitt að spila á Laugardalsvelli í dag á miðað við spánna og hvað snjónum kyngir niður. Við erum að skoða plan B, sem er að spila leikinn innanhús,“ segir Eysteinn og bætir við: „Hvað kemur út úr því er ekki gott að segja. Við erum í þessum töluðu orðum að fara upp eftir með fulltrúum norður-írska liðsins og fulltrúum frá UEFA.“ Einn möguleikinn sem var til skoðunar var að fresta leiknum um einn dag en útlit er fyrir að staðan verði litlu skárri á Laugardalsvelli á morgun. „Staðan er ekki heldur nægilega góð á morgun. Oft er reynt að færa leiki um einn dag, en eins og staðan er núna er það ekkert endilega betra. Það er allt kapp lagt á það skoða hvort það sé hægt að spila leikinn í dag. En til þess þurfa allir aðilar að vera sammála. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir þessa skoðun uppi í Kór,“ segir Eysteinn. Er þetta versta mögulega sviðsmyndin sem blasti við í morgun? „Í nótt var farið að stefna í þetta og menn sem hafa verið lengi hjá sambandinu hafa aldrei séð annað eins. Það hefur verið reynt að moka, vallarstarfsmenn hafa staðið sig vel í því, en það virðist ætla að vera ansi erfitt að halda því gangandi eins og snjónum kyngir niður,“ segir Eysteinn. Búast má við yfirlýsingu frá KSÍ þegar skoðun á Kórnum er lokið. „Fyrsta verkefnið er að koma sér upp í Kór í þessari færð,“ segir Eysteinn. „En vonandi verður þetta komið í ljós fljótlega eftir þá heimsókn. Fljótlega eftir hádegið. Það þarf að gerast, því það er ýmislegt sem þarf að undirbúa ef leikurinn á að fara fram þar í dag.“ Veður KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Mikil snjóþyngd tók við landanum á suðvesturhluta landsins í morgun og var flestum ljóst að vandræðasamt gæti orðið að halda fótboltaleik á Laugardalsvelli. Reglubundinn fundur á leikdegi milli skipuleggjenda leiks og fulltrúa knattspyrnusambanda þjóðanna fór fram klukkan 10:30 og lausna leitað. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í samtali við íþróttadeild að það sé ljóst að enginn fótbolti verði spilaður í Laugardal þennan þriðjudaginn. Hann var á leið í Kórinn að skoða aðstæður með aðilum UEFA þegar Vísir sló á þráðinn. „Niðurstaðan er sú að það reynist okkur mjög erfitt að spila á Laugardalsvelli í dag á miðað við spánna og hvað snjónum kyngir niður. Við erum að skoða plan B, sem er að spila leikinn innanhús,“ segir Eysteinn og bætir við: „Hvað kemur út úr því er ekki gott að segja. Við erum í þessum töluðu orðum að fara upp eftir með fulltrúum norður-írska liðsins og fulltrúum frá UEFA.“ Einn möguleikinn sem var til skoðunar var að fresta leiknum um einn dag en útlit er fyrir að staðan verði litlu skárri á Laugardalsvelli á morgun. „Staðan er ekki heldur nægilega góð á morgun. Oft er reynt að færa leiki um einn dag, en eins og staðan er núna er það ekkert endilega betra. Það er allt kapp lagt á það skoða hvort það sé hægt að spila leikinn í dag. En til þess þurfa allir aðilar að vera sammála. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir þessa skoðun uppi í Kór,“ segir Eysteinn. Er þetta versta mögulega sviðsmyndin sem blasti við í morgun? „Í nótt var farið að stefna í þetta og menn sem hafa verið lengi hjá sambandinu hafa aldrei séð annað eins. Það hefur verið reynt að moka, vallarstarfsmenn hafa staðið sig vel í því, en það virðist ætla að vera ansi erfitt að halda því gangandi eins og snjónum kyngir niður,“ segir Eysteinn. Búast má við yfirlýsingu frá KSÍ þegar skoðun á Kórnum er lokið. „Fyrsta verkefnið er að koma sér upp í Kór í þessari færð,“ segir Eysteinn. „En vonandi verður þetta komið í ljós fljótlega eftir þá heimsókn. Fljótlega eftir hádegið. Það þarf að gerast, því það er ýmislegt sem þarf að undirbúa ef leikurinn á að fara fram þar í dag.“
Veður KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira