Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. október 2025 11:39 Eysteinn segir vallarstarfsmenn hafa gert sitt besta við að halda snjó af vellinum í nótt og morgun en við ofurefli að etja. Hann er á leið í skoðunarferð um Kórinn ásamt fulltrúum UEFA. Vísir Niðurstaða stöðufundar fulltrúa UEFA, KSÍ og knattspyrnusambands Norður-Írlands er sú að fyrirhugaður landsleikur Íslands og Norður-Íra geti ekki farið fram á Laugardalsvelli í dag. Fulltrúarnir eru á leið í Kórinn í Kópavogi í skoðunarferð og standa vonir til að leikurinn fari þar fram í kvöld. Mikil snjóþyngd tók við landanum á suðvesturhluta landsins í morgun og var flestum ljóst að vandræðasamt gæti orðið að halda fótboltaleik á Laugardalsvelli. Reglubundinn fundur á leikdegi milli skipuleggjenda leiks og fulltrúa knattspyrnusambanda þjóðanna fór fram klukkan 10:30 og lausna leitað. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í samtali við íþróttadeild að það sé ljóst að enginn fótbolti verði spilaður í Laugardal þennan þriðjudaginn. Hann var á leið í Kórinn að skoða aðstæður með aðilum UEFA þegar Vísir sló á þráðinn. „Niðurstaðan er sú að það reynist okkur mjög erfitt að spila á Laugardalsvelli í dag á miðað við spánna og hvað snjónum kyngir niður. Við erum að skoða plan B, sem er að spila leikinn innanhús,“ segir Eysteinn og bætir við: „Hvað kemur út úr því er ekki gott að segja. Við erum í þessum töluðu orðum að fara upp eftir með fulltrúum norður-írska liðsins og fulltrúum frá UEFA.“ Einn möguleikinn sem var til skoðunar var að fresta leiknum um einn dag en útlit er fyrir að staðan verði litlu skárri á Laugardalsvelli á morgun. „Staðan er ekki heldur nægilega góð á morgun. Oft er reynt að færa leiki um einn dag, en eins og staðan er núna er það ekkert endilega betra. Það er allt kapp lagt á það skoða hvort það sé hægt að spila leikinn í dag. En til þess þurfa allir aðilar að vera sammála. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir þessa skoðun uppi í Kór,“ segir Eysteinn. Er þetta versta mögulega sviðsmyndin sem blasti við í morgun? „Í nótt var farið að stefna í þetta og menn sem hafa verið lengi hjá sambandinu hafa aldrei séð annað eins. Það hefur verið reynt að moka, vallarstarfsmenn hafa staðið sig vel í því, en það virðist ætla að vera ansi erfitt að halda því gangandi eins og snjónum kyngir niður,“ segir Eysteinn. Búast má við yfirlýsingu frá KSÍ þegar skoðun á Kórnum er lokið. „Fyrsta verkefnið er að koma sér upp í Kór í þessari færð,“ segir Eysteinn. „En vonandi verður þetta komið í ljós fljótlega eftir þá heimsókn. Fljótlega eftir hádegið. Það þarf að gerast, því það er ýmislegt sem þarf að undirbúa ef leikurinn á að fara fram þar í dag.“ Veður KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira
Mikil snjóþyngd tók við landanum á suðvesturhluta landsins í morgun og var flestum ljóst að vandræðasamt gæti orðið að halda fótboltaleik á Laugardalsvelli. Reglubundinn fundur á leikdegi milli skipuleggjenda leiks og fulltrúa knattspyrnusambanda þjóðanna fór fram klukkan 10:30 og lausna leitað. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í samtali við íþróttadeild að það sé ljóst að enginn fótbolti verði spilaður í Laugardal þennan þriðjudaginn. Hann var á leið í Kórinn að skoða aðstæður með aðilum UEFA þegar Vísir sló á þráðinn. „Niðurstaðan er sú að það reynist okkur mjög erfitt að spila á Laugardalsvelli í dag á miðað við spánna og hvað snjónum kyngir niður. Við erum að skoða plan B, sem er að spila leikinn innanhús,“ segir Eysteinn og bætir við: „Hvað kemur út úr því er ekki gott að segja. Við erum í þessum töluðu orðum að fara upp eftir með fulltrúum norður-írska liðsins og fulltrúum frá UEFA.“ Einn möguleikinn sem var til skoðunar var að fresta leiknum um einn dag en útlit er fyrir að staðan verði litlu skárri á Laugardalsvelli á morgun. „Staðan er ekki heldur nægilega góð á morgun. Oft er reynt að færa leiki um einn dag, en eins og staðan er núna er það ekkert endilega betra. Það er allt kapp lagt á það skoða hvort það sé hægt að spila leikinn í dag. En til þess þurfa allir aðilar að vera sammála. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir þessa skoðun uppi í Kór,“ segir Eysteinn. Er þetta versta mögulega sviðsmyndin sem blasti við í morgun? „Í nótt var farið að stefna í þetta og menn sem hafa verið lengi hjá sambandinu hafa aldrei séð annað eins. Það hefur verið reynt að moka, vallarstarfsmenn hafa staðið sig vel í því, en það virðist ætla að vera ansi erfitt að halda því gangandi eins og snjónum kyngir niður,“ segir Eysteinn. Búast má við yfirlýsingu frá KSÍ þegar skoðun á Kórnum er lokið. „Fyrsta verkefnið er að koma sér upp í Kór í þessari færð,“ segir Eysteinn. „En vonandi verður þetta komið í ljós fljótlega eftir þá heimsókn. Fljótlega eftir hádegið. Það þarf að gerast, því það er ýmislegt sem þarf að undirbúa ef leikurinn á að fara fram þar í dag.“
Veður KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira